Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 6
Hún er nokk- urs konar þjóð- areign þótt það sé ótrúlega hljótt um hana. Hún er hlátur- mild með afbrigðum og falleg eins og fegurðardrottning. Hún er nemandi í Listaháskóla ís- lands þar sem hún nemur grafíska hönnun og einnig er hún liðtæk fyrir framan mál- aratrönurnar. Henni líður hvergi betur en í vatni og sú staðreynd hefur borið hróður lands okkar um víða veröld. Auðvitað eru fleiri ís- lenskar konur þekktar fyriraðvera fallegarog listrænar. En þar lýk- ur samanburðinum við hana Kristínu Rós Hákonardóttur. Það sem gerir hana frábrugðna og afrek hennar stærri en önn- ur er sú staðreynd að hún er fötluð. „Égfæddist heilbrigðen fékk hettusóttarvírus þegar ég var átján mánaða. Ég bara datt niður einn góðan veðurdag. Mamma fór með mig í flýti upp á spítala og spurði alveg ráð- þrota hvað væri að mér. Það kom í Ijós að vírusinn hafði or- sakað lömun vinstra megin í lík- amanum. Vírusinn olli því líka að ég fékk oft flogaköst en þau hafa sem betur fer elst af mér.“ Líklega hafa örlaganornirnar verið með í ráðum þegar Krist- ín Rós var send í æfingar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra á Háaleitisbrautinni. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fór að stunda þrotlausar æfing- ar til þess að reyna að ná aftur upp mættinum. „Sjúkraþjálfar- inn minn lét mig strax í vatns- leikfimi. Vatnið hentar mér mjög vel og mér leið strax vel f vatninu. Ég er líklega svolítill fiskur í mér, enda fædd í krabbamerkinu," segir Kristín Rósoghlær. ,,Mérvareiginlega ýtt út í þetta eftir að ég hætti í sjúkraþjálfuninni. Égfóraðæfa með íþróttafélagi fatlaðra og þar hef ég verið síðan. Sundið hef- ur hjálpað mér mikið, bæði and- lega og líkamlega. Ef ég hefði það ekki væri ég ekki þar sem ég er í dag. Sundið hefur gefið mér mjög mikið, veitt mér lækn- ingu ogánægju og leitt migá vit ævintýranna, allt í einum pakka." Fernir ólympíuleikar Leiðin úrsundlauginni á Háa- leitisbrautinni lá á ólympíuleik- ana þar sem Kristín Rós hefur fjórum sinnum keppt fyrir ís- lands hönd, í fyrsta sinn í Seoul árið 1988. Hvernigskyldi henni hafa orðið við þegar hún frétti að hún hefði verið valin í ólymp- íuliðið? ,,Ég man það nú varla, ég var ekkert annað en krakki, bara fimmtán eða sextán ára, og ég man lítið eftir þeim leikum. En auðvitað var það svolítið ógn- vænlegt, ég var komin alla leið til Kóreu og vissi í raun og veru ekki neitt, ég elti bara hina krakkana. En vissulega var þetta rosalega gaman, það fór stór hópur héðan, miklu stærri en sá sem fór nú f ár til Sydn- ey.“ Kristín Rós vann ekki til verð- launa á leikunum í Seoul en það átti eftir að breytast svo um munaði. Á næstu leikum, í Barcelona árið 1992, vann hún til þrennra verðlauna, silfur- og bronsverðlauna. ,,Þá varégorð- in sjóaðri, þótt ég geti nú ekki sagt að það hafi verið bara eins og að skreppa í laugarnar! Leik- arnir í Barcelona voru frábærir og þar fékk ég mína fyrstu verð- launapeninga. Að vísu keppti ég Vikan Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r Myndir: Gunnar Gunnarsson og úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.