Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 6
Hún er nokk-
urs konar þjóð-
areign þótt það sé ótrúlega
hljótt um hana. Hún er hlátur-
mild með afbrigðum og falleg
eins og fegurðardrottning. Hún
er nemandi í Listaháskóla ís-
lands þar sem hún nemur
grafíska hönnun og einnig er
hún liðtæk fyrir framan mál-
aratrönurnar. Henni líður
hvergi betur en í vatni og sú
staðreynd hefur borið hróður
lands okkar um víða veröld.
Auðvitað eru fleiri ís-
lenskar konur þekktar
fyriraðvera fallegarog
listrænar. En þar lýk-
ur samanburðinum við hana
Kristínu Rós Hákonardóttur.
Það sem gerir hana frábrugðna
og afrek hennar stærri en önn-
ur er sú staðreynd að hún er
fötluð. „Égfæddist heilbrigðen
fékk hettusóttarvírus þegar ég
var átján mánaða. Ég bara datt
niður einn góðan veðurdag.
Mamma fór með mig í flýti upp
á spítala og spurði alveg ráð-
þrota hvað væri að mér. Það
kom í Ijós að vírusinn hafði or-
sakað lömun vinstra megin í lík-
amanum. Vírusinn olli því líka
að ég fékk oft flogaköst en þau
hafa sem betur fer elst af mér.“
Líklega hafa örlaganornirnar
verið með í ráðum þegar Krist-
ín Rós var send í æfingar hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra á Háaleitisbrautinni. Hún
var ekki há í loftinu þegar hún
fór að stunda þrotlausar æfing-
ar til þess að reyna að ná aftur
upp mættinum. „Sjúkraþjálfar-
inn minn lét mig strax í vatns-
leikfimi. Vatnið hentar mér
mjög vel og mér leið strax vel f
vatninu. Ég er líklega svolítill
fiskur í mér, enda fædd í
krabbamerkinu," segir Kristín
Rósoghlær. ,,Mérvareiginlega
ýtt út í þetta eftir að ég hætti í
sjúkraþjálfuninni. Égfóraðæfa
með íþróttafélagi fatlaðra og þar
hef ég verið síðan. Sundið hef-
ur hjálpað mér mikið, bæði and-
lega og líkamlega. Ef ég hefði
það ekki væri ég ekki þar sem
ég er í dag. Sundið hefur gefið
mér mjög mikið, veitt mér lækn-
ingu ogánægju og leitt migá vit
ævintýranna, allt í einum
pakka."
Fernir ólympíuleikar
Leiðin úrsundlauginni á Háa-
leitisbrautinni lá á ólympíuleik-
ana þar sem Kristín Rós hefur
fjórum sinnum keppt fyrir ís-
lands hönd, í fyrsta sinn í Seoul
árið 1988. Hvernigskyldi henni
hafa orðið við þegar hún frétti
að hún hefði verið valin í ólymp-
íuliðið? ,,Ég man það nú varla,
ég var ekkert annað en krakki,
bara fimmtán eða sextán ára, og
ég man lítið eftir þeim leikum.
En auðvitað var það svolítið ógn-
vænlegt, ég var komin alla leið
til Kóreu og vissi í raun og veru
ekki neitt, ég elti bara hina
krakkana. En vissulega var
þetta rosalega gaman, það fór
stór hópur héðan, miklu stærri
en sá sem fór nú f ár til Sydn-
ey.“
Kristín Rós vann ekki til verð-
launa á leikunum í Seoul en það
átti eftir að breytast svo um
munaði. Á næstu leikum, í
Barcelona árið 1992, vann hún
til þrennra verðlauna, silfur- og
bronsverðlauna. ,,Þá varégorð-
in sjóaðri, þótt ég geti nú ekki
sagt að það hafi verið bara eins
og að skreppa í laugarnar! Leik-
arnir í Barcelona voru frábærir
og þar fékk ég mína fyrstu verð-
launapeninga. Að vísu keppti ég
Vikan
Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r
Myndir: Gunnar Gunnarsson og úr einkasafni