Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 12
„Þegar lítil ástarsaga þvælist inn í textann er sér- staklega freistandi að drepa annað hvort elskend- anna, en það er aðeins of ódýrt. Þú veist ekki hvað Jónas yngri í nýju bókinni var í stórkostlegri hættu framan af og líka IVIargrét yngri. Þau eru of ástfang- in, það er of væmið að láta þetta enda vel, hugsaði ég og eyddi löngum tíma í að ákveða örlög þeirra.“ væntingar. Ljúlí Ljúli heitir sú bók, skáldsaga, og fékk bæði mjög slæma og mjög góða dóma. Ég reyni að vera sem ró- legust þegar kemur að útgáfu en auðvitað getur maður ekki að því gert að það er erfitt að sleppa afkvæmi sínu út í heim- inn. Ég harka af mér og hlusta á og les gagnrýni. Ef ég heyri eitthvað slæmt þá herðist ég og sennilega hef ég gott af því. Vond gagnrýni hefur þó mun sterkari áhrif en önnurgagnrýni og manni hættirtil aðtaka hana frekar alvarlega, eins og maður haldi að þeir sem eru óánægð- ir hljóti að vera eitthvað gáfaðri en aðrir. Ég stytti bækurnar mínar yf- irleitt mjög míkið og markvisst. Mér finnst alltaf svolítið erfitt að kyngja því þegar annars góð- ar bækur dragast fram úr hófi og maður er meira en fullsadd- ur þegar maður leggur þær frá sér. Ég vil helst að þegar fólk lýkur við að lesa mínar bækur sé það nokkurn veginn ánægt, en engan veginn fullsatt. Þegar fólk leggur frá sér bækur á það helst að hungra í svolítið meira, örlitla ábót eða eftirrétt. Stundum er eins og textinn spretti fram fullkláraður, þannig var það með Fyrirlestur um hamingjuna, ég þurfti litlu að breyta og allt vinnsluferlið tók ekki nema nokkra mánuði. Aft- ur á móti þegar ég skrifaði Ljúlí Ijúlívarég bæði í vinnu ogskóla og stal tíma til að geta skrifað hana. Ég endurskrifaði hana þrisvar eða fjórum sinnum áður en ég lét hana frá mér, tveimur og hálfu ári eftir að ég byrjaði á henni." Lestu þínar eigin bækur? „Ég sé ekki beinlínis eftir neinu sem ég hef skrifað, en ég á mjög erfitt með að lesa gamlan texta eftir mig því mað- ur breytist og þroskast svo hratt og stundum í stórum stökkum. Ég leitast þó við að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa verið sú sem ég var þegar ég skrifaði þetta eða hitt, hef reynt að líta á Evurnar sem voru þarna á undan mér sem litlar systur, ungar og reynslulausar og stundum kjánalegar, reyni frek- ar að brosa að þeim en skamm- ast mín fyrir þær.“ Leyndarmálið upplýsist [ bókinni Ljúlí Ljúlí fékk söguhetjan Saga bréf frá móð- ur sinni. í bókinni upplýsist aldrei hvert var innihald bréfs- ins. Guðrún Eva varð fúslega við þeirri bón að segja lesendum Vikunnar frá því. „Bréfið var ein stór afsökun- arbeiðni með útskýringum: „Ég fór frá ykkur af þvi að mér leið ekki vel. Pabbi þinn var svo mikill durgur, það dróst aldrei upp úr honum orð og ég var svo óhamingjusöm að égtreysti mér ekki til að ala upp barn, ég var ekki vandanum vaxin, þú varst betur komin hjá honum en mér." Ogsvoframvegis. Þannig sé ég það fyrir mér sem alvitur höfundur. Saga las ekki þetta bréf frá móður sinni. Það var eins konar hefnd hennar að leyfa ekki móðurinni að afsaka sig í bréfi. Þess vegna var inni- hald bréfsins ekki látið uppi. Það er mér samt Ijúft að segja frá þessu fyrst ég er spurð." Hefur þig aldrei langað að drepa sögupersónurnar þínar? „Nánasti vinur Sögu dó og það varð henni í raun til góðs því hann hafði ofverndað hana og staðið þannig í vegi fyrir þroska hennar. Það hafði alltaf staðið til að drepa Sögu sjálfa en hug- myndin að bókinni kviknaði þegarégsá hana fyrir mér brun- andi á hjóli niður Túngötuna í slagviðri og myrkri og beint fyr- ir bíl. Svo hætti ég við það. Ég áttaði mig á því að það var of auðveld leið. Það er svo auð- velt að loka sögunni með því að drepa sögupersónuna. Þeg- ar lítil ástarsaga þvælist inn í textann er sérstaklega freist- andi að drepa annað hvort elskendanna, en það er aðeins of ódýrt. Þú veist ekki hvað Jónas yngri ( nýju bókinni var í stórkostlegri hættu framan af og líka Margrét yngri. Þau eru of ástfangin, það er of væmið að láta þetta enda vel, hugsaði ég og eyddi löngum tíma í að ákveða örlög þeirra.“ flðrir rithöfundar Guðrún Eva býr með Hrafni Jökulssyni rithöfundi en þau giftu sig nýlega. Ríkir mikil samkeppni á heimilinu? „Við Hrafn snúum bökum saman eins og bandamenn eiga að gera. Við hvorki keppum hvort við annað né rífum niður verk hins. Við dáumst svolítið hvort að öðru og erum frekar í klappliðinu en niðurrifinu. Við erum bæði mjög sjálfsgagnrýn- in og þurfum ekki stöðugt á því að halda að ýtt sé við okkur til að við vöndum okkur. Aðrirgeta séð um að segja okkur til synd- anna en sá sem stendur manni næst verður að vera vinveittur. Hrafn er reyndar ekki rithöfund- ur í fullu starfi um þessar mundir. Hann ritstýrir tveimur vefjum á strik.is, annar þeirra, Bókavefurinn, fjallar um bækur og hinn, Pressan, um fjölmiðla og pólitík. Þetta eru afar vel lukkaðir og skemmtilegir vefir. “ Hefurðu lesið aðrar bækur sem koma út núna fyrir jólin? „Ég er búin að lesa nýjustu bók Vigdísar Grímsdóttur og hún kom mér mjög ánægjulega á óvart. Hún er svo troðfull af óvenjulegri og ógnandi stemmningu og endirinn svo óvæntur og skemmtilegur. Auður Jónsdóttir er búin að skrifa litríkasta fiðrildi sem sést hefur á íslandi, bókin hennar nýja, Annað líf, er sexí og spennandi og leikur á öll skiln- ingarvit lesandans. Svo veit ég að hið smáa en ört vaxandi for- lag Salka er með í prentun stór- skemmtilega bók sem er full af girnilegum uppskriftum og enn girnilegri sögum. Hún minnir svolítið á Afródítu eftir Isabel Allende, en þá bók keypti ég mér í fyrra eftir að hafa heyrt þýðandann lesa úr henni. Það er reyndar gaman að segja frá því að ég gaf móður minni Mínervu Afródítu, þótt mér þætti svolítið erfitt að sjá á eft- ir henni, en Afródfta sigldi síð- an aftur til mín eftir krókaleið- um því einhver keypti hana handa mér, alveg án þess að vita af fórninni sem ég hafði fært skömmu áður.“ Hlakka til að eldast Oft hefur verið sagt að rithöf- undar þurfi að vera fátækir, svangir, drykkfelldir og berkla- veikir til að geta skrifað al- mennilegar bækur. Á eitthvað af þessu við þig? „Ekkert af þessu. Ég veit ekki hvort maður þarf endilega að fara illa með líkama sinn til að virkja í sér skáldagáfuna, en ég verð alltaf meiri og meiri áhuga- manneskja um tæran huga og skýra hugsun og reyni að eign- ast hvort tveggja, meðal annars með því að rækta líkamann af virðingu og alúð. Ekki þó með einhverjum meinlætalifnaði, ég er mikill nautnaseggur, en stærsta nautnin er fólgin í skýr- um huga sem búsettur er í ánægðum líkama. Ég hlakka líka svo til að verða gömul og spök og vil ekki eyðileggja fyrir mér ellina með ónýtum líffærum." 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.