Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 15
Hér er hún í sinni fyrstu
kvikmynd, A Bill of
Divorcement, að dansa
við David Manners.
Kathrine Hepburn
Með mótleikurum sínum
í Philadelphia Story,
þeim Cary Grant, James
Stewart og John
Howard.
Hayward. Þegar hann hafði
fengið skilnað frá konu sinni
og beðið Kathrine við róman-
tískar aðstæður þar sem hann
rétti henni forkunnarfagran trú-
lofunarhring, neitaði hún hon-
um og sleit sambandi þeirra.
Hún var um tíma eftir það fylgi-
kona Charles Boyer, sem lék á
móti henni í Break of Hearts, og
síðar var hún orðuð við milljóna-
mæringinn Howard Hughes.
Hann kenndi henni að fljúga
og elti hana um þver Bandarík-
in meðan hún kynnti mynd sína
Jane Eyre. Hann vildi giftast
henni en hún hikaði og á end-
anum flosnaði samband þeirra
upp.
Löngu seinna skýrði Kathrine
óákveðni sína með því að starfs-
ferill kvenna væri iðulega í
hættu ef þær giftu sig og allir
draumar um að sameina þetta
tvennt væru dæmdir til að mis-
takast. „Stundum velti ég því
fyrir mér hvort kynin virkilega
eigi vel saman. Kannski ættu
karlmenn og konur að búa hlið
við hlið og heimsækja hvert
annað aðeins af og til.“ Þessi
orð hennar fá holan hljóm þeg-
ar til þess er litið að síðar bauð
hún Mary Ford, eiginkonu
Johns Fords, sem lék á móti
henni í Maríu Skotadrottningu,
150.000 dollara fyrir að skilja
við hann svo þau tvö gætu gifst.
Þegar það fór út um þúfur helg-
aði hún sig starfi sínu gersam-
lega næstu árin.
Hún keypti
kvikmyndarétt-
inn að skáldsög-
unni The Phila-
delphia Story og
myndin slóöll að-
sóknarmet.
James Stewart
fékk auk þess
Óskarsverðlaun
fyrir leik sinn í
myndinni. Næst
tóku við gæða-
kvikmyndir eins
og Woman of the
Year, Pat and
Mike, Adams Rib
og Guess Who's
Coming to Dinn-
er. í öllum þessum myndum lék
hún á móti Spencer Tracy og
ástarævintýri þeirra, sem ent-
ist meðan hann lifði, hófst.
Spencer var kaþólskrar trúar svo
ekki kom til greina í hans huga
að skilja við konu sína. Auk þess
var sonur hans Johnny heyrn-
arlaus og Spencer kenndi sjálf-
um sér um hvernig komið var
fyrir drengnum. Hann og
Kathrine gátu því aldrei gifst.
Spencer var alkóhólisti og átti
það til að vera ofbeldisfullur
með víni. Kathrine þoldi honum
þó allt og var félagi hans, ást-
mey, hjúkrunarkona og nánast
barnfóstra þegar á drykkjutúr-
um hans stóð. „Þegar maður
sá þau saman skildi maðurekki
hvernig þessi sjálfstæði eldhugi
gat beygt sig svo algerlega und-
ir vilja Spencers," segir Barbara
Leaming í ævisögu Hepburn.
„Það virtust engin takmörk fyr-
ir umhyggju hennar og ástúð."
Spencer dó árið 1967 og
skömmu síðar var Kathrine
spurð um hann í viðtali og þá
hafði hún ekki annað að segja
en: „Já, hann var svo sannar-
lega einhvers virði.“ En Spencer
Tracy er ekki sá eini sem naut
góðs af örlæti og umhyggju
þessarar konu. Vinir hennar,
fjölskylda og fyrrum elskhugar
og eiginmenn eru sammála um
að hún sé einn besti haukur í
horni sem nokkurgeti átt. Þeg-
ar Tracy dó varð hún mjög sorg-
mædd en langt frá því dauð úr
öllum æðum. Hún lék í hverri
stórmyndinni á fætur annarri
t.d. The Lion in Winter, The
Madwoman of Chaillot, On
Golden Pond en fyrir hana fékk
hún fjórðu Óskarsverðlaun sín.
Um þessar mundir lifir
Kathrine Hepburn rólegu lífi.
Hún býr í Fenwick, sem er
strandhýsi fjölskyldunnar í
Connecticut, og málar og les.
Hún er heilsuhraust þótt nokkr-
ir ellikvillar hrjái hana. Hún er
með gigt og hefur lengi þjáðst
af taugasjúkdómi sem hún seg-
ir að sé ekki parkinsonsveiki
heldur arfgengur sjúkdómur
sem valdi því að hún titri svo
og tini sem raun ber vitni. „Ég
hef ekki hugmynd um hvort ég
er hamingjusöm eða ekki," seg-
ir hún. „Égveit hinsvegaraðég
nýt lífsins vafalaust betur en
margir aðrir. Það er einfaldlega
andstætt eðli mínu að láta mér
leiðast. Ég hræðist ekki dauð-
ann. Éghefséðallskonarharm-
leiki gerast, ég hef séð fólk
deyja en maður gerir sitt besta
og heldur áfram að Iifa.“
I
Vikan 15