Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 24
Texti: Jóhanna Harðardóttir
Mynd: Hreinn Hreinsson
Jólakortastandur
Þessi einfaldi og skemmti-
legi jólakortastandur er
ættaður af Akranesi, nán-
ar tiltekið frá Ingunum
tveim í Listasmiðjunni.
Til að geta útbúið hann
þarf að hafa aðgang að
útskurðarsög eða að fá
einhvern til að saga út fyr-
ir sig viðinn. Eftir það þarf
ekkert nema lím til að
festa saman viðinn, liti,
pensla, lakk og notalega
stund.
24 Vikan
Efni:
12 mm MDF viður í uppistöð-
ur og botn
6 mm MDF viður í skegg
og kant.
Helstu litir:
Slade blue 910 - vettlingar,
húfa og pakki
Pure gold 367 - skraut
Wicker white 901 - skyggni og
stenlsun í skeggi
Almond perfait 705 - andlit og
nef
Apple spice 951- pakkar,
kinnar og stenlsun
Svo getur hver og einn notað
hugmyndaflugiðl
Aðferð:
Byrjið á að saga út viðinn
(botninn á að vera 21x1 lsm) og
pússa kanta með fínum sand-
pappír. Dragið upp útlínur, fyrst
með blýanti en síðan með fín-
gerðum tússpenna (þær munu
skína í gegn þegar málað er yfir
með akrýllitum).
Máliðgrunnliti ogandlit fyrst
og látið þorna vel áður en farið
er að mála mynstur. Þegar búið
er að mála alla fleti erskemmti-
Listasmiðjan fékk að launum konfektkassa frá Nóa Síríus.
legt að fara yfir alla fleti með
antikolíu til aðfá mildan, brún-
an blæyfirallan standinn. Þeg-
ar hann er orðinn vel þurr er
hann festur saman með trélími
og auðvitað er best að skrúfa
hann líka til að vera viss um að
hann liðist ekki í sundur með
tímanum.
Lakkið að síðustu yfir með
föndurlakki.
Sniðerá bls. 28-29
LISTSMIÐJAM
Hugur oq Hönd ehf
Ægisbraut 27 - Sími 431 2033
'J ICELANPIC HANDICRAFT
Inga Björg oq Inga Dóra
\