Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 39

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 39
Texti: Steingerður S t e i n a r s d ó 11 i r Viðhorf fólks til lífsins ráða oft mestu um þess við aðstæðum. Flest þekkjum við einhverja fyr- irhyggjumenn sem virðast vel undir allar ágjafir bún- ir og ávallt hafa nokkuð góða hugmynd í upphafi um lyktir hvers máls. Sjálf er ég svo bjartsýn að jaðrar við heimsku og trúi stöðugt að eitthvað muni mér leggjast til áður en allt verði í óefni komið. Sjaldnast hafa nú stórkostleg höpp orðið mér til bjargar, frekar að svona hversdags- legt juð hafi að lokum skilað sér, en ekkert virðist það þó slá á bjartsýnina eða kenna mér ögn meiri fyrirhyggju. Enn fleygi ég mér út í hringiðuna án þess að velta mikið fyrir mér hvar ferðin muni enda, rétt eins og gamla konan sem ævinlega túlkaði drauma sína á þann veg að nú ætti einhver hennar nánustu von á happ- drættisvinningi. Þegar það brást var ekkert verið að sýta það heldur beðið eftir næsta drætti því fyrst það brást í fyrsta sinn var það gulltryggt í annarri tilraun og svo auðvitað ekki allt var fyrr en þrennt var orðið og fullreynt í fjórða. Hún tók það svo sem ekkert nærri sér þótt biðin eftir þeim stóra lengdist stöðugt eftir því sem á ævina leið því hún naut þó alltaf ánægjunnar af til- hlökkuninni. Margir hafa viljað skipta mönnum í tvo hópa eftir því hvort hægt er að kalla þá hálftómt-menn eða hálffullt-menn. Skipting- in byggir á gömlu sögunni um drykkjumennina sem horfðu á sama glasið og annar taldi glasið hálftómt en hinn sagði það hálffullt. Þeir sem almennt líta björtum augum á lífið og virðast trúa statt og stöðugt að hvernig sem allt velti muni þeir koma niður á fæturna eru þessir hálffullt-menn en hinir sem gegn svo mörgu sem guð þeim sendir gera kvíðann að hlíf eru hálftómt- menn. Sumum finnst einhver vörn í að búast alltaf við hinu versta því þá komi svo þægilega á óvart ef hlutirnir einhvern tíma ganga vel. Þeim þykir jafnvel fró í að spá hinum verstu óförum í byrjun hverrar atburðarásar. Ég kannast vel við einn slíkan bölsýnis- mann og þegar fréttir bárust af því á dögunum að spámaður nokkur hefði séð fyrir endurfæðingu Krists í Þrándheimi á tilteknum degi ogtiltekn- um tíma fylgdumst við í fjölskyldunni spennt með hvort af þessum merkisatburði yrði. Bölsýnismaðurinn tók lítinn þátt í vanga- veltum hinna en þegar lát varð á skvaldri okkar kvað hann skyndilega upp úr eins manns hljóði: „Þið þurfið nú ekki að velta endukomu Krists mikið fyrir ykkur, fæðist hann í Þrándheimi verða þeir búnir að kross festa hann áður en hann kemst til Óslóar.“ Ratar aldrei um borð í fiugvélina Þessi sami maður fylgdi eitt sinn barnabarni sínu í flugtil Danmerkur. Eft- ms irforspár um týndan flugmiða, glatað- an farangur, gleymt vegabréf og önn- ur óhöpp sem hent gætu áður en um borð í vélina væri komið virtist allt ætla að ganga stórslysalaust og hann horfði á eftir drengnum upp rúllustigann í flugstöð Leifs Eiríkssonar tuldrandi: „Tjah! Hann skilar sér ábyggilega aldrei um borð í vélina." [ dag er okkur sagt að viðhorf okkar til lífsins skipti miklu um hvort menn nái markmiðum sínum eða líði almennt vel. Bölsýni og svartagallsraus ættu sam- kvæmt því aðeins að skila mönnum óham- ingju en þeir bölsýnismenn sem ég þekki virðast oftast ákaflega ánægðir I sinni svartsýni og hreinlega oft hafa gaman af því að setja saman alverstu óhapparöð sem hægt er að ímynda sér. Þeir eru þó alls ekki ánægðir þegar hrakspár þeirra rætast heldur almennt jafn miður sín og aðrir. Já, sennilega er í þessu sem öðru vandratað meðalhófið og áreiðanlega best að vera fyrirhyggju- maður sem stígur varlega til jarðar en lætur ekki kvíða eða hrakspár aftra sér frá því að reyna sig hlutina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.