Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 47

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 47
ættum að skreppa saman í frí strax eftir ballið. Ég veit að þú verður mjög hissa þegar þú sérð búninginn minn. Því get ég lof- að.“ ,,Það er ég líka viss um,“ sagði Jónatan og tók um hend- urnar á Ingibjörgu. Fimm dag- ar. Hann yrði að halda Evu niðri næstu fimm daga og svo ætl- aði hann að láta sig hverfa og sinna eiginkonu sinni. Nú yrði hann að fara að leita sér að grímubúningi. Næsta dag snæddi hann há- degisverð með Ingibjörgu og það var langt síðan að þau höfðu átt jafnnotalega stund saman. Þegar hann kom aftur á skrif- stofuna tók einkaritarinn hans kuldalega á móti honum. ,,Hún hringdi aftur, þessi stúlka úr sértrúarsöfnuðinum," sagði ritarinn og það vottaði fyr- ir forvitni í röddinni. ,,Ég sagði henni að þú værir úti í hádegismat, ásamt eigin- konu þinni, og þá byrjaði hún að öskra á mig og láta öllum illum látum." Jónatan fann hvernig hann skalf innra með sér. Auðvitað var ritarinn búinn að uppgötva tengslin á milli þeirra. ,,Þessi stúlka hlýtur að vera geðveik," sagði hann þegar hann gekk fram hjá ritaranum og inn á skrifstofuna sína. Þegar hann var búinn að loka hurðinni á eftir sér, seig hann niður í stólinn og lokaði aug- unum. Ef hann bara gæti bætt fyrir gjörðir sínar. Hvað gæti hann gert til að losa sigvið Evu? Af hverju fór hann að flækja líf sitt svona? Það er greinilega stutt á milli paradísar og hel- vítis, hugsaði hann með sér. Hann ákvað að hringja til henn- ar áður en hún myndi hringja á skrifstofuna eina ferðina enn. Hann ætlaði að lofa að líta inn til hennará leiðinni heim. Hann gat alveg ímyndað sér hvað Eva myndi segja við hann. Hann heyrði rödd hennar hljóma inni í höfðinu á sér. Mikið úrval af búta- saums- og föndur- efnum, bókum, snið- um og aukahlutum fyrir bútasaum og dúkkugerð. Bjóðum einnig sniðugar jólagjafir fyrir bútasaums- og fönduráhugarólk. Lítið á úrvalið www.bot.is „Þetta gengur ekki svona, Jónatan Sérðu ekki sjá þig í réttu Ijósi? Rit- arinn þinn sagði að þú værir úti að borða með Ingibjörgu. Hún notar þig eins og þræl en ég elska þig af öllu hjarta!" Hann ákvað að kíkja við á búningaleigunni áður en að hann færi til Evu. Hann leyfði stúlkunni á leigunni að velja á sig búning því hann varófær um að hugsa um annað en hvernig í ósköpunum hann ætti að losna við Evu úr lífi sínu. Hann vildi helst aldrei sjá hana aftur. Þegar Jónatan hringdi dyra- bjöllunni hjá Evu hugsaði hann um hvernig hún myndi nú koma til dyra. Hann bjóst við henni allsnakinni en henni tækist ekki að veiða hann upp í rúm tii sín í þetta skiptið. En þegar hurð- inni var hrundið upp blasti Kleópatra við honum í fullum skrúða. Eva varótrúleg. Húnvar klædd eins og egypsk drottn- ing frá toppi til táar. ,,Er ég ekki flott?" spurði þessi kona með svörtu, bláu og gylltu augnmálninguna. ,,Þú getur verið stoltur af mér á grímudansleiknum." „Hvað sagðirðu?" Jónatan lokaði hurðinni á eftir sér. „Ég er búin að útvega mér boðskort á grímudansleikinn. Það var reyndar enginn vandi. Forstjórinn vildi endilega að einhver færi frá fyrirtækinu því þarna verða fulltrúarallra helstu samstarfsfyrirtækjanna í borg- inni." „Eva,“ sagði hann og það mátti greina örvæntingu í rödd- inni. „Eva, þú getur ekki gert mér þetta." „Jú, auðvitað ætla ég að mæta. Nú er komiðað því að þú gerir hreint fyrir þínum dyrum gagnvart Ingibjörgu. Ég verð stolt þegar ég mæti með þér á dansleikinn. Þetta verður í fyrsta skipti sem við sjáumst að yfir fimm hundruð gestum væri boðið á grímudansleikinn. Hún hafði líka sagt honum að búningarnir yrðu eflaust mjög fjölbreyttir. Hann mætti klædd- ur eins og aðalsmaður frá 18. öld hálftíma eftir að dansleikur- inn hófst. f stóra salnum á Grand Hótelinu mátti sjá gríð- arlega marga búninga, allt frá hestum til graskera. Þetta er hinn fullkomni vettvangur fyrir morð, hugsaði Jónatan með sér þegar hann leit yfir salinn. f jakkavasanum geymdi hann hnífinn sem var ætlaður Kleópötru. Hann gekkað einum þjóninum og fékk sér drykk. Stuttu síðar skellti hann öðr- um drykk í sig en hann gat ómögulega hugsað um neitt annað en hnífinn í vasanum. Hann var búinn að sjá svalir á annarri hæð hótelsins sem gest- irnir virtust ekki nota. Skyndi- lega sá hann annan mann, í al- Netverslun með bútasaums-og fönd- urvörur sem par. Éghlakka mikið til. Hvað, ætl- ar þú ekki að taka mig úr búningnum?" Jónatan varð flökurt. Hann sat lengi vel úti í bíl eftir að hann yfirgaf íbúð Evu og hann varalgjörlega ráðþrota. Skyndi- lega skaut þeirri hugsun upp í huga hans að Kleópatra væri dauð. Hún hefði verið bitin af slöngu ef hann minnti rétt. Eva ætlaði greinilega ekki að láta hann sleppa og hún var mjög sennilega veik á geði. Ef hann ætlaði að losna við hana yrði hann að taka til sinna ráða. Hann ætlaði að stöðva hana áður en hún legði líf hans í rúst. Og það skyldi henni ekki takast! Ingibjörg hafði sagt Jónatan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.