Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 48

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 48
veg eins búningi og hann sjálf- ur. Hann gat verið tvíburi hans, svo líkir voru þeir í útliti. Því fleiri þeim mun betra, hugsaði hann með sér. Það verður erf- iðara að rekja hverframdi verkn- aðinn ef við erum margir alveg eins klæddir. Jónatan fann allt í einu fyrir stingandi augnaráði. Hann leit upp og horfðist í augu við Kleópötru. Honum fannst hann vera að kafna í smástund og svo hann leit í kringum sig áður en hann gekk í áttina til hennar. Gríma huldi andlitið en hann þekkti búninginn hennar Evu. Hún gaf honum merki um að koma til sín og gekk svo á und- an honum og stefndi í áttina að svölunum. Þetta var of gott til að vera satt. Allt í einu stóðu þau tvö alein við svalirnar og hann leit niður í salinn áður en hann opnaði dyrnar og leiddi Kleópötru út. Hún ætlaði að fara að taka grímuna af sér þeg- ar hann gekk til hennar hröð- um skrefum og greip utan um hendur hennar. Hann hefði aldrei trúað þvf að hann gæti verið svona handsterkur. Hann naut þess að halda henni og meiða hana. Hann greip til hnífsins og áður en hann vissi af var hann búinn að stinga hana beint í hjartastað. Hann hafði óttast að blóðið myndi slettast á hann og út um allt á svölunum en það gerðist ekki. Kleópatra seig rólega niður og lá svo endilöng við fætur hans en kjóll hennar varataður blóði. Jónatan var nokkuð ánægður með sig og taldi sig hafa framið hið fullkomna morð. Á honum var ekki að sjá einn blóðdropa og hann var fljótur að koma sér inn í þvöguna í salnum ef ske kynni að einhver færi að sakna hans. Hann hitti félaga sína úr vinnunni ogfóraðspjalla við þá. Nú þurfti hann bara að finna Ingibjörgu sína og halda sig í hennar félagsskap það sem eft- ir væri kvöldsins. „Jónatan. Góða kvöldið, karl- inn minn." Honum fannst blóðið frjósa í æðum sínum þegar hann heyrði skæra rödd Evu. Var hann far- inn að heyra ofheyrnir? Var Eva strax farin að ásækja hann? Honum hlaut að hafa mis- heyrst, kannski var einhver kon- an í salnum með svona líka rödd og hún. En svo sá hann Kleópötru í öllu sínu veldi þar sem hún stóð beint fyrir fram- an hann. Þetta gat ekki stað- ist. Hvað hafði gerst? ,,Af hverju ertu svona fölur?" spurði Eva glaðleg í bragði. ,,Þú hefur séð búninginn minn áður og þú vissir að ég ætlaði að koma í kvöld." Jónatan kom ekki upp einu orði. Á sama augnabliki heyrð- ist skerandi óp af efri hæðinni og gestirnir þustu upp á sval- irnar til að sjá hina látnu Kleópötru á svölunum. „Viltu segja mér af hverju þú drapst eiginkonu þína?" spurði rannsóknarlögreglumaðurinn þreytulega og leit á Jónatan. Lögreglumaðurinn hafði fund- ið hanska með blóðdropa í vasa hans. „Ég drap ekki Ingibjörgu," svaraði hann dapur í bragði. „Jú, það gerðir þú víst og ef þú vilt ekki segja mér af hverju þá skal ég segja þér það. Þú átt- ir í ástarsambandi við Evu Winther. Sambandið varð alvar- legra og nánara en þú hafðir sjálfur reiknað með í fyrstu. Þú gast ekki hugsað þér að skilja við eiginkonu þína því þá hefð- ir þú tapað öllum eignum ykk- ar. Konan þín sá hins vegar við þér. Hún vissi af syndum þínum og hafði þegar gert erfðaskrá í samvinnu við lögfræðing sinn og gert þig arflausan. Hún vildi láta selja allar sínar eigur eftir sinn dag. Hún ráðstafaði þeim til fjölskyldumeðlima og svo vildi hún líka láta stóran hluta arfsins renna til góðgerðamála. Þú áttir ekki að fá krónu." Jónatan vissi ekki alveg hverju hann átti að trúa. Rannsóknarlögreglumaður- inn héltáfram. „Égerbæði bú- inn að tala við lögfræðing Ingi- bjargar og Evu, ástkonu þína. Það merkilegasta er að Ingi- björg hafði sagt við lögfræðing sinn að hjónaband ykkar hefði aldrei verið betra en undanfarn- ar vikur. Það passar nú ekki al- veg við það sem Eva sagði mér. Ég átti að skila kveðju til þín frá henni. Hún bað migaðskila því til þín að hún myndi bíða eftir þér og taka á móti þér þeg- ar þú losnaðir úr fangelsinu." Lesendaleikur Vikunnar og Sjónvarpsmiðstöðvarinnar; Glæsilegt 28“ Unned sjonvarps- tækí í vinning! Það er ekkert rusl sem boðíð er upp á í lesendaleíknum pennan mánuðínn: 28“ Uníted sjónvarpstæki með Black matrix myndlampa, 2X20 watta Nicam Stereo hljóðkerti, textavarpi með íslenskum stötum, tveim Scart tengjum, heyrnar- tólstengi og fjarstýringu. Þessi tæki kosta nú 36.900 krónur í Sjónvarpsmíðstöðinni ehf., Síðu- múla 2, Reykjauík. Merkið umslagið: Víkan, Lesendaleikur Seljauegi 2 121 Reykjavík Svona farió þið ad: Safnið þrem hornum framan af forsíðu Vikunnar. Þegar þið hafið safnað þrem merktum forsíðuhorn- um skulið þið senda okkur þau ásamt nafni, heimil- isfangi, kennitölu og símanúmeri. Dregið er úr innsendum umslögum um hver mánaða- mót, hringt í vinningshafann og honum sent gjafa- bréf sem jafnframt er ávísun á vinninginn. Sjónvarpsmiðstððin Vikan SÍÐUMULA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.