Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 46
Smásaga eftir Anne B bandið við hana veitti honum. Áður en hann vissi af var hann búinn að hringja heim til henn- ar ogfarinn að spjalla við hana. Þegar hún spurði hann hvers vegna hann væri að hringja sagði hann að honum hefði bara langaði til að heyra rödd henn- ar. Jónatan leið vel þegar hann heyrði viðbrögð Ingibjargar við símtalinu og eftirað því laukfór hann að hugsa um það af hverju í ósköpunum hann legði ekki meiri rækt við hjónabandið. Það væri nú kannski ekki alslæmt þrátt fyrir allt. Jónatan bankaði á hurðina á íbúð Evu þegar klukkan sló tólf. Hún kom nakin til dyra og bjóst sýnilega við annars konar við- brögðum frá honum. Hann gekk beint inn í stofuna hennar og spurði hvað í ósköpunum hún væri að hugsa. ,,Þú veist að þú mátt ekki hringja á skrifstofuna til mín eða hafa samband við mig á annan hátt,“ hvæsti hann reiði- lega. ,,Af hverju gerðir þú mér þetta?" ,,Af því að við eigum í ástar- sambandi," svaraði Eva silki- mjúkri röddu. ,,Við erum kom- in að ákveðnum kaflaskilum í sambandinu. Þettagengurekki lengur svona, Jónatan." ,,Þar hefur þú alveg rétt fyrir þér. Þetta er í síðasta skipti sem við hittumst." Evu varð greinilega mjög brugðið og hún hristi höfuðið í sífellu. ,,Nei, þú meinar þetta ekki, Jónatan. Þú verður að segja Ingibjörgu frá okkur. Við erum ætluð hvort öðru. Þú hefur sagt það margoft sjálfur.“ Jónatan bjóst ekki við þessu viðbrögðum. Ætlaði hún að reynast honum erfið? ,,Elsku Eva mín. Við eigum enga framtíð saman. Hvað held- ur þú að Ingibjörg segi ef hún fréttir af þessu? Heldur þú að ég fengi einhverja peninga eða vinnu? Hvar ætt- um við að búa og á hverju ættum við að lifa? Hún brosti til hans. ,,Við getum j búið hérna. Þú færð aðra vinnu,, Jónatan. Ef við! elskum hvort ann- að þá þurfum við ekkert meira." Jónatan varð skyndilega þurr í munninum og sagði '»-|§ svo hásri röddu: ,, Ég verð að fara núna, Eva. Við getum ekki hist oft- ar.“ Allt í einu sá hann glampa í augum Evu sem ^ hann hafði ekki séð fyrr og honum leið illa þegar hann horfði í augu hennar. Rödd Evu var hás og dimm þegar hún sagði: ,,Jónatan, éger líka að hugsa um þig. Þú ert ekki hamingju- samur með Ingibjörgu og hefur aldrei verið. Ég veit að við get- um orðið hamingjusöm saman. Ef þú segir henni ekki frá sam- bandinu þá mun ég gera það!“ Honum fannst gólfið ganga í bylgjum undir fótum sér og hann henti sér niður í næsta stól. Hvernigátti hann að koma henni í skilning um að sam- bandinu væri lokið? „Hlustaðu á mig, Eva," sagði hann eins rólega og honum var unnt. ,,Kannski hefur þetta gengið aðeins of hratt. Gefðu mér örlítinn tíma til að átta mig á hlutun- um. Égfinn eitt- hvað út.“ Hún hugsaði sig um í smá- stund og svaraði: ,,Allt í lagi, þú færð þinn tíma en hann varir ekki að eilífu. Ég vil gjarn- an geta átt mörg ár með þér og því fyrr sem þú áttar þig þeim mun betra. Get- ur þú ekki komið aftur til mín í kvöld?" Hann hristi höfuðið. Ekki í kvöld, krúttið mitt. Ég tala samt við þig fljót- lega, mjög fljótlega." ,,Lofar þú því?" Hann jánkaði því. „Þaðerör- uggt. Þú skalt samt ekki reyna að hafa samband við mig að fyrra bragði. Skilur þú það? Ég verð að segja Ingibjörgu frá okk- ur, þú skilur. Ég veit hvernig er best að segja henni frá þessu. Segðu mér nú alveg satt, Eva mín. Hefur þú sagt einhverjum frá sambandi okkar?" ,,Nei,“ svaraði hún að bragði. ,,Það hefur enginn hugmynd a s I a n d um að við séum saman. Þegar við erum tilbúin vil ég að allir viti það en ekki að það gangi kjaftasögur um okkur og að þú sért að halda fram hjá. Ég vil það alls ekki." Hún vafði handleggjunum um hálsinn á honum og kyssti hann. Jónatan átti bágt með að hafa stjórn á tilfinningum sín- um. Hvaða mátt hafði þessi kona eiginlega? Var hún skrímsli eða vampíra? Skyndi- lega saknaði hann rólega lífsins sem hann átti með Ingibjörgu. Hvernig átti hann að koma sér út úr þessum vítahring? Þegar hann kom heim þenn- an sama eftirmiðdag fannst honum Ingibjörg sérlega aðlað- andi. Hafði hún látið gera eitt- hvað fyrir sig eða sá hann kannski bara núna hvað hann átti myndarlega eiginkonu? ,,Ég varð svo glöð að heyra í þér morgun," sagði hún á með- an þau borðuðu kvöldmatinn. ,,Ég held að það sé orðið meira en eitt ár síðan þú hringdir í mig bara til að heyra í mér hljóð- ið.“ ,,Æ, ég saknaði þín bara.“ Svar hans kom beint frá hjart- anu. ,,Getum við ekki skroppið eitthvað saman í ferðalag, bara tvö?“ Hún brosti til hans. ,,Það væri skemmtilegt og mér finnst það prýðishugmynd en ég er búin að segja Önnu að við ætlum að mætaágrímuballið. Égverðvíst að mæta, ég er búin að láta sauma á mig svo flottan búning. En það eru nú bara fimm dag- ar þangað til. Kannski að við SÍMINNirvterneT -tengir þig viö lifandi fólk 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.