Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 19
• Þrífðu krukkuna vel og þurrk-
aðu.
• Penslaðu eina umferð af
Glass&Tile-medium á krukk-
una með góðum pensli.
• Láttu þorna vel (í 30-90 mín-
útur eða lengur).
• „Dúmpaðu" málningu á
krukkuna, 3-4 umferðir, og
láttu þorna vel á milli. Gott
er að nota pottasvamp.
• Taktu föndurkalkipappír sem
smitar ekki og límdu á krukk-
una.
• Leggðu sniðið (eða límdu)
ofan á kalkipappírinn og
farðu ofan í mynstrið með
penna.
• Fjarlægðu kalkipappírinn og
sniðið.
• Notaðu góða pensla og mál-
aðu inn í mynstrið.
• Láttu þorna.
• Notaðu góða pensla, t.d.
skápensla, og bleyttu þá vel
í Floating-medium gelinu.
Stingdu oddinum (lengri end-
anum ef þú notar skápensil)
í litinn sem skyggja á með
(t.d. Burnt Umber frá
FolkArt).
• Notaðu smjörpappír eða flís
(eða vaxhúðaðan pappadisk)
og penslaðu upp og niður og
náðu þér í Floating af og til.
Með þessu blandar þú gelinu
og litnum í penslinum þannig
að hann verði dökkur á öðr-
um endanum (hárunum) og
fari svo mjúklega yfir í glært.
• Skyggðu mynstrið með þess-
um pensli. Náðu þér í meira af
gelinu og litnum eftir þörfum.
Þetta er í rauninni það eina í
sambandi við krukkumálunina
sem þarf að æfa sig í.
• Þegar búið er að skyggja er
tekin málning (t.d. dökkbrún)
og hún aðeins þynnt með
vatni.
• Notaðu gamlan tannbursta og
þynnta málningu til þess að
slétta (frussa) yfir krukkuna.
Gott er að byrja að ,,frussa“
í pappírsþurrku því oft vill
koma svolítið mikið fyrst.
• Ef til vill má svo pensla með
málningu (þynntri eða
óþynntri) efst á krukkuna og
kannski aðeins á botninn til
þess að brjóta upp litinn.
• Þegar allt er orðið þurrt er
lakkað yfir með Satin Varnis
lakkinu frá FolkArt eða Delta.
Venjulega nægir ein umferð
og gott er að nota pensil með
góðum hárum (góðum gervi-
hárum, t.d. úr gulltaklon eða
næloni). Notið helst ekki ekta
hár eða mjög grófan pensil
(alls ekki svamppensil.)
Athugið að krukkur málaðar
með þessari aðferð þola ekki
þvott, en það er auðvelt að þrífa
þær að utan með vel undinni
tusku. Eins má þvo þær að inn-
an, en gætið þess að rennbleyta
þær ekki að utan.
Kerti
Efni:
kerti
Candle & Soap
(frá Delta)
svampur
góðir penslar
(flatir, skáskornir,
línupensill
og mosapensill)
akrýllitir
spritt
Floating medium (frá FolkArt)
tannbursti
Aðferð:
• Nuddið kertið vel með spritti,
hægt er að nota pappírs-
þurrku.
• Blandið til helminga lit og
Candle & Soap.
• Berið blandaða litinn vel á
allt kertið með svampi, farið
eina til þrjár umferðir og lát-
ið þorna vel.
• Límið föndurkalkipappír var-
lega á kertið.
• Límið sniðið ofan á.
• Farið varlega ofan í sniðið
með blýanti eða penna, fjar-
lægið síðan sniðið og kalki-
pappírinn.
• Athugið að Candle and Soap
er blandað til helminga út í
alla málningu sem notuð er
hér eftir.
• Grunnið í eftirfarandi litum:
snjókarl með Ijósgráum lit
skó með svörtum lit
poka með antíkrauðum lit.
• Skyggið með eftirfarandi lit-
um (notið skápensil og Float-
ing): snjókarl með medium-
gray, tölur og poka með dökk-
brúnum lit.
• „Dúmpið" með mosapensli
(Scruffy) snjóhvítum lit á
snjókarlinn. Byrjið að
„dúrnpa" þar sem hann á að
vera Ijósastur og látið deyja út
þar sem hann er mest skyggð-
ur. Látið þorna vel.
• Leggið kalkipappírinn og
sniðið aftur á snjókarlinn og
teiknið tölur, nef og munn.
• Málið nef með orange, tölur
með antíkrauðum og munn
með svörtum lit.
• Skyggið nef og tölur með
dökkbrúnum lit.
• Gerið glampa á skó með hvít-
um lit, notið skápensil og
Floating.
• Málið skóspennur í antíkgul-
um lit og gerið glampa á þær
með hvítum lit. Notið
línupensil.
• Snyrtið myndina til eftir
smekk. ,,Frussið" yfir allt
kertið með hvítum lit. Notið
tannbursta. Þegarallt erorð-
ið þurrt er ,,lakkað“ yfir allt
kertið með Candle and Soap.
Vikan
19