Vikan


Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 59
1:^1 JÍFM geta klárað meðgönguna ogfætt heilbrigt barn? Ég hugsaði líka oft um þá staðreynd að Björn var ekki mjög frjór. Hann hafði farið í rannsókn þegarviðákváð- um að eignast barn og látið at- huga hvort allt væri í lagi hjá honum en þá kom í Ijós að sæð- isfrumur hans voru afar slapp- ar og litlar sem engar líkur tald- ar á því að við gætum eignast barn án aðstoðar. En það hafði samt gerst og mér fannst sem örlögin hefðu gripið í taumana. Næst þegar ég fór í skoðun var ég komin 16 vikur á leið eða sem nemur 4 mánuðum. Þá talaði læknirinn viðmigmeðal- vöruþunga í röddinni og lagði mikla áherslu á að þetta væri afar tvísýnt ástand. Þetta væri ekki bara spurning um barnið heldur einnig mitt eigið líf. Hann sagðist ekki geta þving- að migtil að Ijúka þessari með- göngu núna en sagðist verða að mæla með því af læknisfræði- legum ástæðum. Hann sagði að ég yrði að taka ákvörðun þarna á staðnum. Ég var gjörsamlega miður mín en hugsaði um barn- ið sem ég átti fyrir og alla sem mér þykir vænt um og vissi að ég varð að gerast böðull míns ófædda barns. Égsamþykkti til- lögu læknisins og hringdi með grátstafinn í kverkunum í Björn til aðsegja honum að ég væri að fara í aðgerð ti I að láta fjarlægja barnið. Hann þagði drykklanga stund en sagði svo: ,,Ég er alls ekki sátturvið þetta,“ ogskellti síðaná. Égstóðsemfrosin með símtólið í hendinni. Björn ætl- aði ekki að standa með mér í gegnum þá þrautagöngu sem beið mín. Fæddi barnið ofan í kló- settið Ég hafði tekið ákvörðun og það varð að að fjarlægja barnið án tafar. Ég var sem í leiðslu þegar ég var klædd í slopp og ýmis próf gerð á mér. Svo kom til mín vinaleg, eldri Ijósmóðir sem spurði mig varfærnislega: ,,Þú veist hvernig þetta fer fram, er það ekki?" Ég svaraði henni dauflega og sagðist vita að ég færi í fóstureyð- ingu. Ljósmóðirin horfði á mig með meðaumkun og sagði: ,,Nei, vina mín. Þú ert svo langt gengin með að þú verður að fæða barnið." Ég missti næstum meðvitund við þessar fréttir og brast í grát. Ég hef aldrei upplifaðeins mikla vanmáttar- kennd og hræðslu. Mér var gefin ró- andi tafla og ég var lögð í rúm á einbýli. Þar lá ég eins og dauðadæmd kona á meðan mér voru reglulega gefnir stílar til þess að koma fæðingunni af stað. Tvær bestu vinkonur mínar og móðir mín skiptust á að sitja yfir mér og mun ég ævin- lega vera þeim þakklát fyrir að hafa sýnt mér ómetanlegan stuðning og hlýju. Ég var þó oft ekki meðvituð um nærveru þeirra vegna mikilla hríðaverkja. Þegar verulega styttist á milli hríðarverkjanna var mér gefið morfín og ég lá í móki skömmu eftir miðnætti þegar mér fannst að ég þyrfti að fara á klósettið. Roskna Ijósmóðirin studdi mig þangað og beið fyrir utan dyrnar. Skyndilega fann ég hvernig barnið þrýstist mjög hratt niður og ég veinaði upp af angist. Ljósmóðirin kom æð- andi inn og greip mig í fangið þar sem ég reyndi að standa upp af klósettinu í örvæntingu minni en á því augnabliki fann ég hvernig barnið rann niður úr mér og ofan í klósettið. Ég ríg- hélt utan um Ijósmóðurina og öskraði eins og sært dýr á með- an hún skildi á milli. Mér var gefið eitthvað róandi og ég man ekki eftir mér fyrr en ég vaknaði morguninn eftir, heltekin af tómleikatilfinningu og yfirþyrmandi sorg. Ég var útskrifuð skömmu eft- ir hádegi og fór beint heim til mömmu þar sem ég grét við- stöðulaust í þrjá sólarhringa. Við Björn skildum að skiptum fljót- lega eftir þetta. Nú eru tæp tvö ár liðin frá því að ég missti barn- ið en sársaukin og sorgin búa enn innra með mér. Mér finnst að konur sem neyðast til að ganga í gegnum aðra eins hel- för eigi skilyrðislaust að fá sál- fræðiaðstoð og kannski það sem meira er um vert; að fá að láta grafa barniðsitttil þessaðgeta unnið með sorgina með mark- vissari hætti og þar með kvatt barnið sitt með einhverri virð- ingu. Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eítthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilisfangiö cr: V'ikan - „Lífsreynslusaga“, Seljavcgur 2, 101 Rcykjavík, Nctfang: r ikan@frndi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.