Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 59
1:^1 JÍFM
geta klárað meðgönguna ogfætt
heilbrigt barn? Ég hugsaði líka
oft um þá staðreynd að Björn
var ekki mjög frjór. Hann hafði
farið í rannsókn þegarviðákváð-
um að eignast barn og látið at-
huga hvort allt væri í lagi hjá
honum en þá kom í Ijós að sæð-
isfrumur hans voru afar slapp-
ar og litlar sem engar líkur tald-
ar á því að við gætum eignast
barn án aðstoðar. En það hafði
samt gerst og mér fannst sem
örlögin hefðu gripið í taumana.
Næst þegar ég fór í skoðun
var ég komin 16 vikur á leið
eða sem nemur 4 mánuðum. Þá
talaði læknirinn viðmigmeðal-
vöruþunga í röddinni og lagði
mikla áherslu á að þetta væri
afar tvísýnt ástand. Þetta væri
ekki bara spurning um barnið
heldur einnig mitt eigið líf.
Hann sagðist ekki geta þving-
að migtil að Ijúka þessari með-
göngu núna en sagðist verða að
mæla með því af læknisfræði-
legum ástæðum. Hann sagði að
ég yrði að taka ákvörðun þarna
á staðnum. Ég var gjörsamlega
miður mín en hugsaði um barn-
ið sem ég átti fyrir og alla sem
mér þykir vænt um og vissi að
ég varð að gerast böðull míns
ófædda barns. Égsamþykkti til-
lögu læknisins og hringdi með
grátstafinn í kverkunum í Björn
til aðsegja honum að ég væri að
fara í aðgerð ti I að láta fjarlægja
barnið. Hann þagði drykklanga
stund en sagði svo: ,,Ég er alls
ekki sátturvið þetta,“ ogskellti
síðaná. Égstóðsemfrosin með
símtólið í hendinni. Björn ætl-
aði ekki að standa með mér í
gegnum þá þrautagöngu sem
beið mín.
Fæddi barnið ofan í kló-
settið
Ég hafði tekið ákvörðun og
það varð að að fjarlægja barnið
án tafar. Ég var sem í leiðslu
þegar ég var klædd í slopp og
ýmis próf gerð á mér. Svo kom
til mín vinaleg, eldri Ijósmóðir
sem spurði mig varfærnislega:
,,Þú veist hvernig þetta fer
fram, er það ekki?" Ég svaraði
henni dauflega og
sagðist vita að ég
færi í fóstureyð-
ingu. Ljósmóðirin
horfði á mig með
meðaumkun og
sagði: ,,Nei, vina
mín. Þú ert svo
langt gengin með
að þú verður að
fæða barnið." Ég
missti næstum
meðvitund við
þessar fréttir og
brast í grát. Ég hef
aldrei upplifaðeins
mikla vanmáttar-
kennd og hræðslu.
Mér var gefin ró-
andi tafla og ég var
lögð í rúm á einbýli.
Þar lá ég eins og
dauðadæmd kona á
meðan mér voru
reglulega gefnir
stílar til þess að
koma fæðingunni
af stað. Tvær bestu
vinkonur mínar og
móðir mín skiptust
á að sitja yfir mér
og mun ég ævin-
lega vera þeim
þakklát fyrir að
hafa sýnt mér ómetanlegan
stuðning og hlýju. Ég var þó oft
ekki meðvituð um nærveru
þeirra vegna mikilla hríðaverkja.
Þegar verulega styttist á milli
hríðarverkjanna var mér gefið
morfín og ég lá í móki skömmu
eftir miðnætti þegar mér fannst
að ég þyrfti að fara á klósettið.
Roskna Ijósmóðirin studdi mig
þangað og beið fyrir utan
dyrnar. Skyndilega fann ég
hvernig barnið þrýstist mjög
hratt niður og ég veinaði upp
af angist. Ljósmóðirin kom æð-
andi inn og greip mig í fangið
þar sem ég reyndi að standa
upp af klósettinu í örvæntingu
minni en á því augnabliki fann
ég hvernig barnið rann niður úr
mér og ofan í klósettið. Ég ríg-
hélt utan um Ijósmóðurina og
öskraði eins og sært dýr á með-
an hún skildi á milli.
Mér var gefið eitthvað róandi
og ég man ekki eftir mér fyrr
en ég vaknaði morguninn eftir,
heltekin af tómleikatilfinningu
og yfirþyrmandi sorg.
Ég var útskrifuð skömmu eft-
ir hádegi og fór beint heim til
mömmu þar sem ég grét við-
stöðulaust í þrjá sólarhringa. Við
Björn skildum að skiptum fljót-
lega eftir þetta. Nú eru tæp tvö
ár liðin frá því að ég missti barn-
ið en sársaukin og sorgin búa
enn innra með mér. Mér finnst
að konur sem neyðast til að
ganga í gegnum aðra eins hel-
för eigi skilyrðislaust að fá sál-
fræðiaðstoð og kannski það sem
meira er um vert; að fá að láta
grafa barniðsitttil þessaðgeta
unnið með sorgina með mark-
vissari hætti og þar með kvatt
barnið sitt með einhverri virð-
ingu.
Lesandi segir
Hrund
Hauksdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö
okkur? Er eítthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
Hcimilisfangiö cr: V'ikan
- „Lífsreynslusaga“, Seljavcgur 2,
101 Rcykjavík,
Nctfang: r ikan@frndi.is