Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 14
Kathrine Hepburn
viðkvæmur eldhugi
Sennilega hafa fáar leikkonur
haft jafnmikil áhrif á hvernig
ímynd nútímakonunnar var
mótuð á hvíta tjaldinu og
Kathrine Hepburn. Hún var
ímynd sjálfstæðis, dugnaðar
og hæfni. Einn besti vinur
hennar, leikstjórinn George
Cukor, sagði um hana að
manneskjur eins og hún væru
einfaldlega sjaldgæfar en sjálf
sagðist hún aðeins eiga eitt
orð til að lýsa sjálfri sér og það
væri „þrautseig".
dáun samstarfsmanna og al-
mennings.
Kathrine á ekki langt að
sækja frumlegheit sín og braut-
ryðjendaanda. Móðir hennar,
Kathrine Houghton Hepburn,
og móðursystir, Edith Houghton
Hooker, voru framarlega meðal
kvenréttindakvenna í Banda-
ríkjunum og börðust ötular fyr-
ir kosningarétti kvenna. Þær
voru einnig áhugamanneskjur
um bættar getnaðarvarnir og
töluðu þar fyrir máli sem var
mjög umdeilt á þeim árum. Fað-
ir leikkonunnar frægu, Dr.
Thomas Hepburn, sýndi félags-
málavafstri konu sinnar meiri
þolinmæði og skilning en tíðk-
aðist meðal karlmanna á þeim
árum. Þegar hún ætlaði að fara
í framboð til öldungadeiIdar
bandaríska þingsins sagði karl-
inn hins vegar hingað og ekki
lengra og hótaði skilnaði ef hún
léti verða af því.
Hann var sjálfur þvagfæra-
skurðlæknir og mjög metnað-
argjarn og fær í starfi. Hann
hafði ekki síður metnað fyrir
hönd barnanna sinna og krafð-
ist mikils af þeim. Hepburn-
systkinin voru sex og voru öll
frábærir íþróttamenn og góðir
námsmenn. Thomas hafði þann
skrýtna sið að ganga um nak-
inn inni á heimilinu og það kom
fyrir að vinkonur Kathrine og
síðar kærastar hennar mættu
karli þar sem hann var að rölta
um húsið ekki klæddur öðru en
því sem guð gaf honum.
Síðar sagði Kathrine: „Barn-
æska mín varð til þess að ég
var að mestu laus við ótta eftir
að ég varð fullorðin. Strax
þriggja ára var ég farin að hjóla
um nágrennið í Hartford þar
sem fjölskylda mín bjó. Ótti er
venjulega ástand sem við köll-
um yfir okkur sjálf og ég vil alls
ekki búa við hann.“ Það kann
að vera að hin hugrakka, stráks-
lega Kathrine hafi notið frelsis
í æsku og fundið í kröfuhörku
föður síns hvatningu til að gera
betur, en svo var ekki um öll
systkinin.
Þegar Kathrine var þrettán
ára var hún send upp til að
sækja elsta bróður sinn, Tom,
sem þá var fimmtán ára, í kvöld-
matinn. Hún gekk inn í herbergi
hans og þar hékk hann niður
úr loftbitanum með snöru um
hálsinn. Kathrine varð fyrir al-
varlegu áfalli ogfjölskyldan öll.
Sjálfsmorð voru algeng í föður-
fjölskyldu Kathrineen fjölskyld-
an kaus að kalla dauða drengs-
ins slys og eftir það var aldrei
minnst á þetta atvik. Afleiðing-
ar þess voru að Kathrine, sem
áður hafði verið opinskátt og
kotroskið barn, dró sig inn í skel
sína og varð æ háðari foreldr-
um sínum.
Þremur árum síðar fékk hún
inngöngu í hinn fræga kvenna-
skóla Bryn MawrCollegeen þar
hafði móðir hennar stundað
nám. Þá brá svo við að Kathrine
gekk ekki vel í námi og hún rétt
náði lokaprófi í sögu og heim-
speki árið 1928. Stuttu síðar
olli hún almennri hneykslun í
fjölskyldunni þegar hún til-
kynnti að hún hygðist gerast
leikkona. Hún fékk sitt fyrsta
hlutverk I leikflokki í Baltimore.
Hlutverkið var lítið en það skil-
aði henni aðaIhIutverkinu í
næsta leikriti, The Big Pond, en
Kathrine var rekin strax eftir
frumsýningu.
Ástarlíf ungu konunnar var
ekki síður stormasamt á þess-
um árum. Hún hafði átt í ákaf-
lega ástríðufullu sambandi við
Með Spencer Tracy í
Guess Who’s Coming to
Dinner. Tracy dó sama ár
og myndin var gerð.
Kathrine var hans helsti
stuðningur til hinstu
stundar en þau áttu í ást-
arsambandi í 26 ár.
egar litið er yfir ævi-
Pferilinn verður að við-
urkenna að þrautseig
hefur hún einmitt alla
tíð verið. Kathrine, sem varð 93
ára hinn 12. maí síðastliðinn,
hefur í gegnum tíðina þurft að
taka óvæginni gagnrýni frá við-
kenndum leiklistargagnrýnend-
um, höfnun frá Hollywoodauð-
jöfrum og jafnframt því sem
ýmsir leikhúsfrömuðir og slúð-
urdálkahöfundar áttu til að
skrifa fremur rætnar athuga-
semdir um hana í blöð sín. En
allt þetta hefur Kathrine staðið
af sér og öðlast virðingu og að-
mun eldri mann strax eftir að
hún útskrifaðist. Kathrinesagði
sjálf að um líkamlegt samband
hefði aldrei verið að ræða á milli
þeirra en maðurinn hét Phelps
Putman ogvar Ijóðskáld. Hann
dýrkaði Kathrine og orti til
hennar geysifallegan Ijóðabálk
en fékkst hins vegar alls ekki
til að biðja hennar.
Kathrine var mjög sár yfir því
og var enn í sárum þegar hún
tók saman við ungan aðdáanda
sinn úr áhorfendahópi leik-
flokksins, LudlowOgden Smith
aðnafni. Hann vartryggingasali
kominn af einni ríkustu og fín-
ustu fjölskyldu í Philadelphia.
Kathrine tók bónorði Luddys
fyrir lok árs 1928 og hét því að
gefa leiklistarferilinn uppá bát-
inn. Sú ákvörðun stóð hins veg-
ar ekki óhögguð nema í fáeina
mánuði og hjónabandið varði
litlu lengur. Kathrine skildi þó
ekki formlega við Luddy fyrr en
1934 en hann gleymdi henni
aldrei og var hrifinn af henni
alla ævi.
Árið 1932 fékk Kathrine sitt
fyrsta hlutverká Broadway. Það
var í leikritinu The Warrior Hus-
band og Kathrine lék amasónu
sem kom stökkvandi inn á svið-
ið með uppstoppaðan hjört á
bakinu. Gagnrýnendum þótti
leikritið ekki gott en áhorfend-
ur voru yfir sig hrifnir og það
fékk góða aðsókn. RKO kvik-
myndafyrirtækið bauð leikkon-
unni ungu samning í kjölfarið
og hennar fyrsta kvikmynd var
A Bill of Divorcement þar sem
hún lék á móti John Barrymore.
Kathrine Hepburn varð stjarna
á einni nóttu. Næstu tvær kvik-
myndir voru sömuleiðis geysi-
lega vinsælar en þaðvoru Little
Women og Morning Glory.
Næstu myndirvoru lélegarog
ferill hennar var farinn að dala.
Hún átti á þessum árum í eld-
heitu ástarsambandi við Leland
14 Vikan