Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 11
verða einhvers konar vísinda-
maður, helst líffræðingur.
Ég var mikið í sveit þegar ég
var barn og unglingur og finnst
ég mótuð af þeirri reynslu og
þeim hugsunarhætti sem ríkir
í sveitinni minni.
Þegar ég var þrettán eða fjórt-
án ára og bjó í Garði í Gerða-
hreppi bauðst mér vinna í fiski.
Ég er ekki stolt að segja frá því
en ég entist aðeins í nokkra
daga þar. Mér fannst ég eitthvað
utanveltu, eða kannski ég hafi
bara skammast mín fyrir að vera
ekki jafn fljót og flink og kon-
an sem var að vinna við hliðina
á mér."
Með áhyggjur heimsins á
herðunum
„Á unglingsárunum skil-
greindi ég mig fullkomlega út
frá hugsjónum mínum og hafði
svo miklar áhyggjur af ástand-
inu í heiminum að ég hreinlega
missti heilsuna. Ég hafði
stöðugar áhyggjur og ekkert var
mér óviðkomandi, þetta gekk
svo langt að ég var komin með
magasár á byrjunarstigi. Mér
leið illa yfir hinu hrópandi órétt-
læti heimsins og fótum troðnu
mannréttindum. Mérfannstvið
fljóta sofandi að feigðarósi og
ég vera svo vanmáttug. Ég
stofnaði félag umhverfisvernd-
arsinna í menntaskóla sem hét
UHU og við höfðum það að
markmiði að vekja fólk til um-
hugsunar um að við værum að
útrýma okkur sjálfum með
slæmri umgengni. Síðan hef ég
lært að aðgreina mig svolítið
frá hugmyndum mínum. Það
rann upp fyrir mér einn daginn
að ég bar ekki alein alla ábyrgð
á ástandinu í heiminum.
Ég vann á bar með mennta-
skólanum. Stóð á bak við bar-
borðið í heil fjögur ár og hitti
marga sem kváðust vera rithöf-
undar, höfðu að vísu aldrei
skrifað staf en voru með heilu
skáldsögurnar í höfðinu. Svo
kom þetta fólk á barinn dag eft-
ir dag og kvöld eftir kvöld og tal-
aði um allarskáldsögurnarsem
voru í þann veginn að komast
á blað. Mér fannst þetta mjög
pínlegt og var sjálf lengi að
koma út úr skápnum sem rithöf-
undur. Mig langaði ekki að vera
í flokki með þessum barflug-
um sem voru eitt í orði og ann-
að á borði.
Eftir að ég útskrifaðist úr
menntó hef ég verið með ann-
an fótinn í Háskólanum. Það er
alltaf skemmtilegt að læra og
fylgir því einhver lúxustilfinning
að geta einbeitt sér alveg að
námi án þess að önnur vinna
sé að þvælast fyrir. Ég hef ekki
komið í skólann í heilt ár núna,
ég þurfti að skrifa svo margt,
en mig er farið að langa að setj-
ast aftur á skólabekk."
Engin æuisaga
Nýja bókin, Fyrirlestur um
hamingjuna, er í fimm hlutum
og lesandinn fær að skyggnast
inn í líf þriggja kynslóða.
„Ég nota allt sem ég upplifi
og plokka úr því og sýg úr því
safann, en reynslan eralltaf slit-
in fullkomlega úr samhengi
áður en hún ratar inn í bók. Það
ætti enginn að geta þekkt sig
þarna því þetta er skáldskapur
og ég er ekki skrifa ævisögu,
hvorki mína eigin né einhvers
annars. Bókina skrifaði ég að
mestu leyti í sumarbústað rétt
hjá Kirkjubæjarklaustri, þar
sem ég reyndar bjó í tvö ár þeg-
ar ég var barn. Það voru góð ár,
ég fékk að göslast um móa og
heiðar með Glóinn, hundinn
minn, og ég man ekki betur en
að alltaf hafi verið logn og blíða
og fólkið vingjarnlegt. Það var
gaman að koma þangað aftur og
dvelja í nokkra mánuði á með-
an ég vann að bókinni. Égfórað
vísu sjaldan út úr sumarbú-
staðnum og kaupfélagsferðirnar
voru hápunktur félagslífsins, en
það er bara engu líkt að vera
þarna og nú hætti ég áður en
ég sleppi mér út í einhverja
væmni.
Nafn bókarinnar, Fyrirlestur
um hamingjuna, kemur kannski
ekki mikið upp um efni henn-
ar, það er frekar að nafnið vísi
í stemmninguna eða eitthvert
afl sem er undirliggjandi og rek-
ur allar persónurnar áfram, í
ólíkar áttir þó, því persónurnar
eru ekki líkar þótt þær séu
meira og minna blóðskyldar.
Fólkið í bókinni á það sameig-
inlegt að leita hamingjunnar og
leiða til að losna undan oki
þjáningarinnar, manneskjan er
söm við sig þótt umhverfið
breytist og allar aðstæður.
Þótt ég komist svona að orði
um persónurnar í bókinni læt ég
migekki dreyma um að hægt sé
að útrýma þjáningu. Fólk þarf
oft að ganga í gegnum einhvern
sársauka, láta sig hafa eitthvað
sem er erfitt til að eignast eitt-
hvað sem við getum kallað hug-
arró. Sama hversu gott líf
manns kann að vera, sársauk-
inn eralltaf hluti af því. Ef mað-
ur er alltaf að deyfa sig gegn
leiðindum og sársauka nær
maður aldrei að upplifa sanna
gleði og hamingju.
Bókin spannar nokkurn tíma
en sagan hefst árið 1963 og þar
þurfti ég að styðjast við frásagn-
ir til að fanga tíðarandann. Það
var samt ekki mjög erfitt þar
sem foreldrar mínir eru á sama
aldri og aðalpersónan, Harald-
ur eldri, og þar sem þau töldu
aldrei eftirsér aðspjalla við mig
þegar ég var barn finnst mér
æska þeirra vera partur af mér.
Síðasti hluti bókarinnar gerist
árið 2007. Það var verulega
ögrandi að hafa svolítinn vís-
indaskáldskap í lokin."
Of ung til að bíða
Sóley sólufegri, fyrsta
skáldsagan sem Guðrún Eva
skrifaði, þá nítján ára að aldri,
kom út í örfáum eintökum.
„Ég hef satt að segja ekki
gert mikið til að selja hana, ég
verðlegg hana hátt og let frek-
ar fólk til að kaupa hana en
hvet. Hún erekki alvond en hún
erfremurviðvaningsleg og kem-
ur upp um bernsk viðhorf höf-
undar. Ef hún er falleg eru það
gallarnir, frekaren eitthvaðann-
að, sem fegra hana."
Á meðan hann horfir á þig
ertu María mey er safn smá-
sagna, fyrsta bók Guðrúnar Evu
sem sett var í formlega útgáfu
og dreifingu. Skáldsagan Ljúlí
Ijúlí fylgdi fast á eftir.
„Þegar ég gaf út fyrstu bók-
ina mína var ég spurð af önugri
blaðakonu hvort ekki hefði ver-
ið skynsamlegra fyrir mig að
bíða í nokkur ár áður en ég réð-
ist í svo stórt verkefni að skrifa
bók, ég tek það fram að hún
var ekki búin að lesa bókina.
Kannski var eitthvað til í þessu
hjá henni, en hafi ég verið of
ung til að skrifa bók var ég líka
of ung til að bíða með að skrifa
bók. Ég gat ekki beðið þar til
égyrði nógu fullorðin eða nógu
fullkomin, þá hefði ég líka þurft
að bíða alla ævi, en það er sem
sagt hluti af þessum sjúkdómi
að vera ungur, að þurfa að prófa
allt strax og taka síðan skellin-
um ef hann kemur.
Ég fór beint til þess útgef-
anda sem mér leist best á. Mér
fannst bókaútgáfan Bjartur hafa
á sér nokkurn gæðastimpil,
Snæbjörn virtist vanda val sitt á
bókum og var aldrei með nein-
ar glannalegar auglýsingar. Ég
var búin að búa mig undir að
þurfa að koma með mörg hand-
rit og bíða í tíu ár eftir að fá út-
gefna bók eftir mig og átti alls
ekki von á jafn hlýjum móttök-
um og ég fékk."
Uond gagnrýni áhrífameiri
„Það var svolítið erfitt að
koma með aðra bók eftir að hafa
fengið mikið lof fyrir fyrstu bók-
ina, sem mörgum fannst óverð-
skuldað. Ég heyrði kurr og óá-
nægjuraddiryfir því hve bókinni
var hampað. Næsta bók kom því
inn í skringilegt andrúmsloft og
„Við Hrafn snúum bökum saman eins og bandamenn eiga
að gera. Við hvorki keppum hvort við annað né rífum nið-
ur verk hins. Við dáumst svolítið hvort að öðru og erum
frekar í klappliðinu en niðurrifinu.“
Vikan 11