Vikan - 28.11.2000, Blaðsíða 40
Prjónað úr
Kitten
Nýtt
spennandi
Upplýsingar um hvar Tinnugarnið fæst
er í síma: 565-4610
Hönnun: Olaug Kleppe
Stærðir: (XS) S (M) L (XL)
Yfirvídd: (81) 88 (96) 103 (110) sm
Sídd u.þ.b.: (55) 60 (60) 65 (65) sm
Ermasídd u.þ.b.: ( 45) 45 (45) 50 (50) sm
með pelskanti sem er um 5 sm
Garn: Lizzy-reimagarn
Dokkufjöldi:
Lilla 4370: (7) 8 (8) 9 (10)
Ath. Einnig eru til tveir aðrir mjög fallegir litir,
koníaksbrúnn og beis.
Funny-pelsgarn:
Svart 1099: 2 dokkur í allar stærðir.
ADDI prjónar frá TINNU:
Mælum með BAMBUS-hringprjón 40-80 sm
nr. 4 og 60-80 sm hringprjón úr áli nr. 10.
Góðir fylgihlutir:
Merkihringir og prjónanælur
Prjónfesta:
11 lykkjur í munstri á prjóna nr. 10 = 10 sm
Eitt munstur á hæðfrá 1. umf. til 4. umf. = u.þ.b.
5 sm
Munstur:
1. prjónn: Slétt frá réttu.
2. prjónn: Slétt frá röngu.
3. prjónn: 1 slétt, * sláið tvisvar upp á bandið
með hægri prjón, 1 slétt *, endurtakið frá *-* út
prjóninn.
4. prjónn: 1 slétt, * sleppið lykkjunum sem sleg-
ið var upp á síðasta prjóni, 1 slétt *, endurtakið
frá *-* út prjóninn.
Endurtakið þessa fjóra prjóna allan tímann.
Bolur:
Fitjið upp með Lizzy-garni á hringprjón nr. 10
(45) 49 (53) 57 (61) lykkju. Prjónið munstur
fram og til baka þar til bolurinn mælist um (50)
55 (55) 60 (60) sm, endið á 1. prjóni í munstri.
í næstu umf. (= rangan) eru felldar af miðjulykkj-
urnar (19) 19 (21) 21 (21) fyrir hálsmáli með
sléttum lykkjum. Prjónið hvora hlið fyrir sig með
garðaprjóni (slétt á réttu, slétt á röngu) og fellið
af fyrir hálsmáli á öðrum hverjum prjóni 1 lykkju
þrisvar sinnum = (10) 12 (13) 15 (17) lykkjur
á öxl. Þegar flíkin mælist um (55) 60 (60) 65
(65) sm er fellt af.
Bakstykkí:
Prjónað eins og framstykki.
Ermar:
Fitjið upp með Lizzy-garni á hringprjón nr. 10
(27) 27 (27) 29 (29) lykkjur. Prjónið munstur
fram ogtil baka en aukið jafnframt út um 1 lykkju
í byrjun og enda 1. prjóns í munstri. Athugið:
1. útaukning er þegar munstrið er prjónað I ann-
aðsinn. Aukið út þartil ermin er um (41) 41 (41)
43 (43) lykkjur. Þegar ermin mælist um (40)
40 (40) 45 (45) sm, (endið á 1. prjóni í munstri)
eru lykkjurnar felldar af frá röngu með sléttum
lykkjum. Gætið þess að fella passlega laust af.
Frágangur:
Saumið axlir saman.
Hálskantur:
Prjónið upp með Funny-pelsgarni í kringum háls-
málið frá réttunni á prjón nr. 4, 2 lykkjur í hverja
lykkju + um 2 lykkjur í hverja garðaprjónsum-
ferð á öxl = 1 umferð slétt. Snúið flíkinni við og
prjónið slétt prjón frá röngu. Eftir 10 sm er fellt
af. Brettið kantinn tvöfaldan yfir á rönguna og
saumið hann niður (rangan á slétta prjóninu á
að vera réttu megin á flíkinni).
Saumið saman ermarnar með Lizzy-garni þannig:
Saumið tvö spor í hverja garðaprjónsumferð svo
að þráðurinn festist vel og gætið þess að spott-
inn sé nógu langur svo hann dugi alla leið.
Kantur neðst á ermínni:
Prjónið upp með Funny-pelsgarni eins og í kring-
um hálsmálið og prjónið eins kant. Brjótið hann
tvöfalt yfir á rönguna og saumið hann niður.
Saumið ermina í frá öxl og niður að framanverðu
og síðan að aftanverðu. Saumið hina ermina í
og saumið síðan hliðarnar saman á sama hátt.