Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 5
I þig og styrkir, hlýturðu að þola þetta, þar til afmælisdagurinn þinn rennur upp, en eftir það ættirðu að vera frjálsari. Við róðleggjum þér alls ekki að flytjast að heiman, nema óstand- ið verði mun alvarlegra og þau viðurkenni alls ekki, að þú sért orðin fullorðin og sjólfróð gerða þinna. Við trúum ekki öðru en þér gangi vel og þú gætir þess að gera ekkert það, sem þú kannt að iðrast síðar, því auð- vitað vilja foreldrar þínir þér vel, þótt þeir fylgist greinilega held- ur illa með tímanum. Stafsetn- ingin er góð hjó þér, þó ekki fullkomin, skriftin hreinleg og snotur og gefur til kynna mikla einbeitingarhæfileika og getu til að leysa vel úr hinum minnstu smómunum. Astarævintýri krabba og voqar eru oft mjög hugljúf, en hafa tilhneigingu til að enda sem rómantísk endur- minning. Svar til Hrefnu Við getum ómögulega farið að halda framhjó Vikunni og skrifa þér einkabréf, eins og þú getur vonandi skilið. — En hér færðu svör við spurningum þínum: 1. og 2. Við þekkjum nöfn ó þremur tegundum, o.b., tampax og modess. Keyptu minnstu stærð og prófaðu þig áfram. 3. Bókin „16 ára eða um það bil" á að fást í öllum bókabúð- um. 4. Við myrkfælni er ekkert al- gilt ráð, því þó skynsemin segi okkur, að ekkert sé að óttast, neita tilfinningarnar að trúa því. Oft er það róð gefið að ganga að því, sem maður óttast og sannfærast um, að það sé ekk- ert hræðilegt, ennfremur að hlaupa aldrei í myrkri, heldur þvinga sjólfan sig til að ganga hægt og rólega. Bezta róðið er auðvitað að hugsa um eitthvað annað, ef það er hægt. 5. Sennilega ertu fullþung mið- að við hæð, en það fer svo mik- ið eftir vaxtarlaginu, að við get- um ekkert fullyrt um það. 6. Jó, i öllum bænum farðu aft- ur í skóla, nútíminn krefst menntunar, og þú hlýtur að geta tekið þig ó í reikningi, ef þú vilt. 7. Kvöldskóli í vetur mundi ef- laust hjólpa þér, en er virkilega rekinn kvöldskóli i þinni heima- byggð? 8. Það var svolitið sóðalegur frógangur á bréfinu þinu, og það var fullt af stafsetningarvill- um. Af skriftinni má ráða, að þú hefur auðugt ímyndunarafl og kimnigáfu. Huglækningar Kæri Póstur! Eg ætla nú að byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mér finnst Vikan mjög skemmtileg, og ég les hana yf- irleitt alltaf. En þannig er mál’ með vexti, að ég hef ákveðið að gangast undir huglækningu, þar sem ég hef mikla trú á þeirri lækningaaðferð og held, að engin önnur komi að gagni. En eini huglæknirinn, sem ég hef hyert talað um, er hr. Ólaf- ur Tryggvason. En ég hef ekki hugmynd um, hvernig ég á að komast í samband við hann. Ég finn hann ekki í símaskrá og engar upplýsingar um, hvar hann væri heizt að finna, hvort heldur á Akureyri eða í Reykja- vlk eða annars staðar. — Jæja, Póstur minn, ég vona að þú leysir úr þessu fljótt og vel, því mér er þetta mikið kappsmál. Hvað lestu úr skriftinni? Vertu svo blessaður og sæll. Einn vongóður. Skrifaðu bara hr. Ólafi Tryggva- syni, huglækni, Akureyri, og bréfið kemst áreiðanlega til skila. Annan huglækni vitum við um fyrir norðan, Einar Jónsson á Einarsstöðum, Reykjadal, S.- bing., og svo er það Ragnhildur Gottskálksdóttir hér í Reykjavik. Skriftin bendir til einlægni og hjartagæzku. Er það óhætt? Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gott á liðnu ári. Mig langar til að vita, hvort maður geti orðið ófrískur, þegar maður er á túr. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Gleðilegt nýtt ár! — Með fyrirfram þökk. S. Samkvæmt okkar kokkabókum er það 99,99% útilokað. Skrift- in er verulega snotur og ber vott um vanafestu og smekk- visi. Húsbyggjendur Upphitun með nnffix rafmagnsþilofnunum er ódýr og þægileg rafmagnsþilofnarnir hafa fengiS æSstu verðlaun, sem veitt eru innan norsks ISnaðar Stórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald. ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg- verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun. Þriggja ára ábyrgð er á öllum ADAX rafmagnsþilofnunum 3 gerðir. — Yfir 30 mismunandi stærðir. • Gegnumstraumsofnar: 15 og 30 sm háir. • Panilofnar: 28, 38 og 48 sm háir. • Geislaofnar f baðherbergi. Fullkomið termostat er á öllum ADAX ofnunum. Sendið okkur úrklippuna hér að neðan — og við sendum yður um hæl nákvæmar upplýsingar um ADAX rafhitun. Þér getið einnig sent okkur teikningu af húsinu og við getum aðstoðað yður um val á staðsetningu ofnanna. Einnig getum við séð um útreikninga á hitaþörf inni. Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10A Reykjavik Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Nafn-------------------------------------------- Heimilisfang------------------------------------

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.