Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 20

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 20
KRED MUSTARD STEWAR'T FRAMHALDSSAGA — 9.HLUTI — Ef þér kærið þetta, mun ég ekki reyna að andmæla yður fyrir rétti. — Ég held mér létti við að viðurkenna það. — Ég haföi ekki hugmynd um aö Arnold Hirsch heföi gengið svo langt. Ég skal sjá til þess að simastúlkan sinni beiöni yöar og gefi yöur samband viö þá sem þér viljið tala við i slma. — Það skiptir ekki lengur máli meö samtalið við bróður minn. En mig langar til aö fá svör við ýmsum spurningum. — Ég skal reyna að svara þeim spurningum, sem þér leggið fyrir mig, eftir getu. Sally, láttu mig fá þetta viský. Hann lét fallast þunglega i stól. Sally kom með glösin og settist á stólbrikina hjá honum. — Hversvegna svæfðuð þér Martin um leið og okkur Hugh, þar Sem þér gerðuð ekkert við hann? — Þaö var nauösynlegt, annars hefði það vakið athygli ykkar. — Og hvaðan fáið þér Mentas? — Það er hinn svokallaði efri litli heili, sem framleiðir það. Það þarf ekki nema ótrúlega litið magn, vegna þess hve ensymið hefir mikið frjómagn. Mentas frá yður nægði I heilan mánuð. — Og þá tókuð þér Hugh. bér hafiö auðvitað gert eitthvaö til að framkalla höfuðverkinn? — Já. Hann leit ekki á hana, m.eðan hann talaöi. — Ég kom fyrir' örsmáum, skaölausum trasistor .... — Svo þér gætuð fengið tækifæri til að gera á honum aðgerð siðar. Og svo hafið þér að sjálfsögðu ætlað áð mjólka Martin. — Nei, það kom I ljós að við fengum nægilegt magn frá ykkur Hugh. Ég skil mjög vel reiði yðar og hvað þér hugsið um mig. Yöur finnst eflaust að ég hafi svivirt bæöi sjálfan mig og visindin. Konan min hefir alla tið verið mótfallin þessu, enda haföi ég ekki hugsaö mér að ljúka við rannsóknir minar á þennan hátt. Ef þér kærið þetta, mun ég ekki reyna aö andmæla yður fyrir rétti. Ég held mér létti við aö viðurkenna þetta. En ég skal vera hreinskilinn, ef mér væri gert aö velja aftur, milli þess að geta ekki lokið við rannsóknir minar og þess aö gripa þetta tækifæri, þá myndi ég velja tækifærið. Það væri áfbrot gagnvart mann- kyninu aö láta svo mikilvægar uppgötvanir renna út i sandinn. — En er yður ljóst hvað Arnold Hirsch hefir hugsað sér aö gera við uppgötvun yðar. — Hann virðist halda ab hann geti ráðið yfir manneskjum eins og auðævum sinum. — Hann tilkynnti okkur að við vsprum raunverulega fangar, — öll þrjú. Leynilögreglumennirnir eiga að gæta þess að við komurnst ekki burt frá höllinni. Sally stóð upp i æsingi. — Þetta er svivirðilegt! Við getum ekki sætt okkur við slikt framferði. Þú verður aö segja þeim álit þitt, Herbie! Gerðu eitthvað, Herbie! Hann var orðinn náfölur. — Hvað viltu að ég geri? Kalli til lögregluna og láti hiröa sjúklingana mina? Hætta við rannsóknirnar á þessu stigi, þegar viö erum að komast á loka- stig? Stofna til þess að blaðamenn og sjónvarpsfréttamenn æði hingað og geri. þessa starfsemi hérna að athlægi? — En þú sagðir að þú myndir viðurkenna þetta allt fyrir rétti. — Já, siðar. Þá er mér sama hvað skeður með mig. Þá get ég lika tekið ypp baráttuna við Arnold Hirsch. En ekki nú sem stendur. Ég get ekki sagt honum strið á hendur núna. Nú varð Sally alvarlega reið. — Svo þú ætlar aö láta hann komast upp með aö eyðileggja allt það sem þú hefir unnið að i tiu ár. Ég hefði aldrei trúað þvi um þig! — Fyrirgeföu mér, sagði Ann rólega, — en hversu undarlega sem það hljómar, þá held ég að doktor Mentius hafi á réttu aö standa. Skaðinn er skeður hvaö mig og Hugh áhrærir. Það sem er okkur nauösynlegast, er að koma i veg fyrir að þetta geti orðið verra. Ef við gætum sloppið héöan i kvöld, þá myndi ég flýta mér til New York og krefjast skilnaðar. Og ég held það sé eina rábið, til að standa uppi i hárinu á Arnold Hirsch. Það ætti heldur ekki að vera ómögulegt að kaupa lafbi Kytty út úr fyrirtækinu. Ef þib aöeins hjálpið mér til að komast burt héöan .... — Þvi lofa ég, sagði Sally. — Viö gerum allt sem við getum. — En hvað eigum viö að taka tii bragðs gegn leynilögreglu- mönnunum, sagði maður hennar. Ef það er eins og þér segið, frú Brandywine, að þeir hafi skipun um að sleppa ekki af ykkur augunum, þá veit ég, satt að segja, ekki hvernig við eigum að snúa okkur i þessu. Og svo allt þetta fólk, sem steöjar hingað i kvöld .... — Herbie! sagði Sally. — Við hjálpum Ann. Ef eitthvað skerst I odda, þá verður það svo að vera. Við látum fyrirskipanir Arnolds Hirsch okkur i léttu rúmi liggja. Hann var mjög áhyggjufullur og hikandi, en svo sagði hann: — Allt i lagi, við hjálpum þeim .... Klukkan átta stóð Ann við gluggann og horfði á þegar gestir lafði Kitty komu I sinum marg- breytilegu grimubúningum. Þetta fólk, sem venjulega er kallað fólkið I fréttunum, kom allsstaðar að i allskonar farar- tækjum. Michael hafði flutt úr ibúðinni fyrr um daginn og henni fannst þaö mikill léttir að vera ein. Ann var búin að klæða sig, I fallega kjólinn og setja á sig hár- kollu og skartgripi. Hún haföi lika lagt sig fram við snyrtinguna og hún leit ljómandi vel út. Hún var mjög taugaóstyrk, en þaö var ekki vegna þess að hún hafði áhyggjur af útliti sfnu. En hún mátti ekki láta á þessu bera, nú var um að gera að vera köld og ákveöin. Hún heyrði aö hljómsveitin var farin að spila i danssalnum og gekk að speglinum, til að setjá á sig ljósbláu grimuna. Grimur, já, höfðu ekki allir gengiö með 20 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.