Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 42
þegiö ^lika verkjatöflu sjálfur,
stúlka min.
Yvette leit á hann með fyrir-
litningu og gekk til dyra og Hugh
deplaði augunum til varðarins og
hvislaði:
— Þar slóstu þér upp, heldurðu
það ekki?
— Jú, þú getur bölvað þér upp á
það.
Þeir flýttu sér á eftir Yvette,
sem var á leið til lyftunnar. Hugh
opnaði dyrnar, sem svo lokuöust
á eftir þeim. Vörðurinn var svo
upptekinn af Yvette aö hann tók
ekkert eftir hamrinum, sem
Yvette hafði laumaö til hans.
Hann lyfti hamrinum og sló.
Leynilögreglumaöurinn hné á
gólfið, án þess að gefa frá sér
nokkurt hljóð.
Hugh stöðvaði lyftuna og ýtti á
hnappinn til kjallarans. Þar
beygði hnan sig niður og ætlaði að
draga vörðinn út úr lyftunni á
fótunum.
— Drottinn minn eilifur,
andvarpaði Hugh. Lyftan hafði
stöðvast I kjallaranum og dyrnar
voru að opnast. Hann þrýsti i
ofboöi á hnappinn, en dyrnar
opnuðust alveg og þar stóður
Richelieu og Ninon de 1 Enclos,
sem cndilega vildu komasl inn i
lyftuna.
— Afsakiö, sagði Hugh, en hann
var alveg aö þvi kominn að kasta
upp, hann var náfölur. Þau véku
sér til hliðar og Richelieu, sem
virtist mjög drukkinn. gerði
krossmark. — Pax vobiscum.
— Kriöur veriö einnig meö
yður, sagði Hugh og þrýsti aftur á
hnappinn. Dyrnar lokuðust.
— Phu .... Þau hölluðu sér
upp að lyftuveggnum. Svo
stanzaöi lyftan I neösta
kjallaranum og þau drógu
vöröinn inn i rakan kjallarann.
Framh. i næsta blaði.
SKUGGAGIL
Framhald af bls. 33.
- Mér er ekkert kalt,: læknicj
andæfði ég.
- 0, vitleysa. Fariö þér I hann.
Eg geröi svo, er ég sá, hve
einbeittur hann var. Frakkinn
gleypti mig alveg og ég hló af •
kæti, en hafði nú ekkert á móti
þessu. Og ég verö að játa, að
hlýjan af frakkanum eyddi
óhugnaðinum af að horfa á eitur-
sveppina. Eg famn, aö ég var
örugg og vernduð.
- Það er alveg satt, aö mér var
ekkert 'kalt, læknir. En þakka
yður fyrir samt.
- Andiirtak! Hann lyfti á mér
handleggnum og bretti upp
ermarnar þangað til hendurnar á
mér komu fram úr þeim. - Ég
held það sé betra, aö ég haldi i
höndina á yður meöan þér segiö
mér hvað fékk yður til að fara að
skjálfa.
- Það eru eitursveppirnir, sagði '•
ég og mér fannst þetta vera
kjánalegt. - Þeir eru svo
kolsvartir og svo dimmt undir
þeim, svo að ég verð taugaóstyrk
bara af þvl að horfa á þá.
- Hvernig stendur á þvi?
Ég vildi ekki láta hann vita um
þennan dularfulla ótta, sem hafði
gripið mig strax þegar ég steig
fæti inn á landareignina og sagði
þvi: - Þetta er bara vegna þess,
hve taugaóstyrk ég var kvöldið,
sem ég kom, og ég varð hrædd við
allt, sem ég sá. Svo var maður á
hesti rétt búinn að riða mig um
koll.
-Hver I ósköpunum gæti fundið
upp á sliku? sagði hann
hneykslaður og dálltið reiður.
- Þetta var bara tilviljun.
Maöur sem heitir Lance Devois
og á heima hér skammt frá. Hann
hélt, að ég væri veiðiþjófur. Eins
og þér hafið séð, þegar við
gengum eftir brautinni, þá
slcyggja eitursveppirnir á hana og
þarna var koldimmt. '
- Já, ég tók eftir þvi. En hver er
þessi Lance Devois?
- Nágranni okkar. Hann var nú
afskaplega góöúr, og leiður yfir
þessu, þegar hann sá, að sér hafði
missýnzt. Hann fylgdi mérmeira
að segja til föður mlns, og ég verð
að játa, aö hann varð mér að
miklu liði þetta kvöld. Ég
minntist ekkert á krókaleiðina,
sem Lance hafði farið meö mig til
vinnustofu föður mlns.
- Er hann ungur? spurði Wade
læknir og leit fast á mig.
- Nú . . .hann er kannski
nokkrum ártim eldri en þér
- Og einhleypur?
- Ja.
- Ég er afbrýðissamur gagnvart
þessum hr Devois
Ég gat ekki stillt mig um aö
hlæja. - Þaö þurltö þer ekki aö
vera. Enda þótt hr. Devois sé
mjög hofmannlegur og töfrandi,
þá efast ég um, aö honum geti
verið alara meö nokkra konu.
- Það er ég ekki viss um. sagði
Wade læknir og nú skein aödáunin
á mér ut ur augum hans. - Eg held
ég heföi átt að koma hingað fyrr.
Og sannast að segja hefði ég líka
gert það, heföi ég getaö fengiö frl.
- Já, en . . . .Wade læknir!
sagði ég og aftur fann ég blóðið
stiga upp I kinnarnar á mér.
- Eruð þér hissa?
- Já, svo sannarlega er ég það.
-Þá er rétt, að ég segi yður, að
það var rétt meö mestu áreynslu,
að ég gat fengið yöur nægilega úr
huganum, til að geta stundaö
vinnuna mina I sjúkrahúsinu. Ég
býst ekki viö, að þér hafiö átt viö
sömu erfiöleika að etja.
Ég beit á vörina og yildi ekki
sVara þessu, afþvl aö
sannleikurinn var sá, að mér
haföi varla nokkurntima oröið
hugsaö til Wade læknis. En nú,
þegar. hann var hérna hjá mér,
furðaði mig á þvl, aö ég skyldi
nokkurntima hafa hugsað um
nokkuð.annaö.
- Læknir, ég verö að játa, að
slðan ég kom, hef ég verið svo
önnum kafin að koma mér fyrir,
aö ég hef skammazt min fyrir aö
hafa ekki hugsað meira um hana
Ellen Randell.
- Þér þurfið ekki að vera með
neitt samvizkubit hvað hana
snertir, sagði hann lágt. - Hún
vill, að þér séuð hérna og eigið
hér heima. En ég vildi bara óska,
að þér hefðuð saknað mln ofur-
litiö.
Ég stanzaði og leit á hann. - Þér
getið verið viss um það, Wade
læknir, að nú mun ég sakna yöar.
Ég ætla meira aö segja að gerast
svo djörf að segja, að mér finnst
þér vera eftirtektarverðari og
meira aölaðandi en nokkur karl-
maður, sem ég hef hingað til
þekkt.
- Ég vona, að þér hafið ekki
þekkt þá ofmarga, sagði hann
meö strlðnisbrosi.
- Nei, ekki mjög marga, sagði
ég og gerði mér upp alvöru. - En
fáeina þó.
- Má ég þá koma aftur og
heimsækja yður?
- Já, gerið þér það, sagði ég i
fullri alvöru. - Ég kann svo vel við
yöur, læknir.
- Ef svo er, sagöi hann glaölega.
- Viljið þér þá ekki bara kalla mig
Mike? Ég vann árum saman til
þess að ná I þennan læknistitil, og
vil llka gjarna láta fólk kalla mig
honum, en hjá þér vil ég bara
vera Mike.
- Gott og vel, Mike. Og þú kallar
mig þá bara Jane.
- Jane. Hann bar nafniö hægt
fram - Jane. Jane. Jane!
- Þá man ég þaö, sagði ég. -
Móötr min ætlar aö halda dans-
leik mér til heiöurs, og ég vona,
að þú getir komið þangað.
-Það gæri nú orðiö erfitt, sagði
hann. - en ég kem nú samt Þaö er
að segja, ef móðir. þln strikar
mig ekki út aí gestaskránm.
- Þaö færi hún aldrei að gera.
Mike virtist hugsi, þegar viö
lögöum af stað aftur. - Það er ég
nú ekki viss um. Ég held henni
hafi þótt fyrir þvi, aö ég sktldi
vera aö koma hingaö.
Ég andvarpaði. - Hún er svo
hrædd um, aö ég yfirgefi hana.
Pabbi sagði mér það einmitt I
morgun.
- Þá hefur hún ástæðu til að
vera hrædd viö mig, sagði hann.-
Þvl aö það hef ég einmitt I hyggju
ef þú leyfir mér aö halda áfram
að hitta þig.
Ég horföi fast á hann. - Er þér
alvara?
- Já, fullkomin alvara, sagði
hann og ég vissi, að það var ekki
nema satt. - Enda þó ég vilji ekki
fara um það fleiri orðum fyrr en
þú þekkir mig betur og vitir eitt-
hvað'fleira um mig.
- Jæja, þá erum viö komin,
sagði ég og var fegin, að við
skyldum vera konjin að gráa
klettinum, en eins og konum er
tltt,langaði mig samt til aö heyra
meira. •
Við komum á staöinn þangað
sem Lance Devois hafði farið með
mig fyrsta daginn og ég varð
fegin þegar andlitið á Mike
ljómaði er hann sá fljótiö teygja
silfurband sitt langt fyrir neðan
okkur, og litlu þorpin, sem voru
dreifð um hinn bakkann. Ég stakk
upp á, að við snerum okkur að
Catskillfjöllunum, sem gnæföu
viö himin.
- Þetta er hrjóstrugt en fallegt,
sagði hann er hann hafði horft um
stund. - Vissulega heilsusamlegt
land.
- Það er hrlfandi, sagði ég. - Og
nú skal ég sýna þér útsýnis-
turninn. Það er afskaplega
skemmtilegur staður.
Hann hélt enn I höndina á mér,
en ég réð ferðinni, og hann
hlustaöi með eftirtekt, þegar ég
sagði honum frá hesthúsunum, af
föður minum, én flest af þessu
hafði Lance sagt mér, enda þótt
Mike vissi, að Sam Burgess var
að. bjóöa sig fram til öldunga-
deildarinnar, og væri mjög
hrifinn af honum. Ég sagði
honum frá ferðinni til Kingston
með móður minni og ölium
fötunum, sem verið var að sauma
á mig.
Þá vorum viö komin að
turninum og þrátt fyrir þungbúið
veður og rökkrið, sem var farið
að nálgast, var þetta fallegur
staður, þvi að þessar velhirtu
rósir léðu umhverfinu lit og lif og
ilmurinn bætti enn á alla þessa
töfra.
Hann hrópaði upp yfir sig af
hrifningu, og sagöi: - Turninn
minnir mig á pallinn I Central
Park, enda þótt hann sé minni.
- Veiztu það, Mike, aö þegar ég
sá þetta I fyrsta sinn, fannst mér
rétt eins og ég kannast viö þaö.
- En skritið.
- Ekki samt við ána, og það
skildi ég ekki þá, en svo sagði
móðir mln, að ég heföi aldrei
fengiö aö koma nærri henni, en
hinsvegar hefði ég leikiö mér i
turninum.
- Það er vel hugsanlegt, aö þú
munir eftir ýmsu fleira, þegar
stundir llöa fram.
-Þaðvonaég,sagðiég hugsi. -1
dag fór ég I húsiö þar sem Ellen
Randell átti einusinni heima. A
bakaleiðinni ýtti ég einhverjum
runni frá mér og fann þá stlg, sem
stúlkan, sem fylgdi mér, vissi
ekki einusinni, að væri til.
, Framhald í nœsta blaði.
42 VIKAN 7. TBL.