Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 10
Rúmið í herberginu á bakvið skrifstofu Ollenburgs, þar sem Albrecht var lengst af geymdur fanginn. Stór skápur var dreginn fyrir hornið, til að fela fangann enn betur. stofu Ollenburgs. Þá var klukk- an fjögur síðdegis. Það rigndi og fótgangandi vegfarendur hröðuðu sér sem mest þeir máttu eftir Graf-Adolf-Strasse, sem er ein helzta verzlunar- gata borgarinnar. Theo Al- brecht var nú algerlega niður- brotinn af hræðslu og þeirri hranalegu meðferð, sem hann hafði hlotið. Hann sór og sárt við lagði að hlýða hverju boði og banni ræningjanna, ef þeir leyfðu honum að koma út úr bílnum. Ollenburg komst þá að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu sem bezt sparað sér þá fyrir- höfn að vefja teppið utan um fangann. En þá var að tvennu að gæta: Fanginn mátti ekki augum líta ránsmennina, svo að útilokað væri að hann bæri kennsl á þá síðar, og þeir þre- menningarnir urðu að líta út eins og hverjir aðrir vegfar- endur á götunni, svo að þeir vektu ekki grunsemdir hjá neinum. Hinu fyrrnefnda björguðu þeir með því að setja upp grímuhettur, sem þeir höfðu rimpað saman úr gam- alli peysu af Paul Kron. Síð- an leystu þeir Theo Albrecht og sögðu honum að rifa plást- urinn frá augum sér. Það gerði Albrecht, þótt það ylli honum nokkrum sársauka, því að plásturinn hafði verið látinn ná aftur fyrir hnakka og höfðu klínzt í hann bæði höfuðhár og augnahár. Albrecht hinn ríki gaut ótta- bljúgum augum á hettumenn- ina tvo, sem yfir honum stóðu. Þeir bundu nú hendur hans á ný, að þessu sinni fyrir aftan bak. Þeir límdu augu hans aft- ur með litlum plásturræmum og settu svo á hann sólgler- augu. Svo greiddu þeir hon- um, settu á hann hatt og lögðu frakka yfir herðar honum, svo að fjötraðar hendurnar sæjust ekki. Þessu næst tóku ránsmenn- irnir af sér hetturnar og greiddu sjálfum sér. Ollenburg ók sendi- vagninum alveg upp að útidyr- unum hjá sér. Þeir kumpánar stigu svo út og höfðu Albrecht á milli sín. Þeir sem áttu leið framhjá þá stundina sáu ekk- ert grunsamlegt, heldur aðeins þrjá velklædda herramenn sem hröðuðu sér til dyranna, álút- ir í regninu. Þeir fóru í lyftu upp á fjórðu hæð, þar sem skrifstofuhús- næði Ollenburgs var. Fyrir ut- an dyrnar að því dokaði Dia- mantenpaul ásamt fanganum við, meðan Ollenburg kíkti inn til að sjá hvað liði kvenmönn- um þeim tveimur, er hjá hon- um unnu, frú Lúder, sem var einkaritari hans, og laganema að nafni ungfrú Londa. En þær voru báðar niðursokknar í störf sín. Þá gaf Ollenburg félaga sínum bendingu, og þeir gengu allir þrír gegnum biðstofu og gang inn i herbergi nokkurt á bakvið, þar sem Albrecht átti fyrir höndum að sitja fanginn í seytján sólarhringa. Ollen- burg gekk svo fram til starfs- kvenna sinna og gaf þeim frí það sem eftir var vinnutímans. Það er leiðindaveður, sagði hann, og því gott fyrir þær að geta tekið kvöldið snemma. Eftir það fóru þeir kumpán- ar að búa út herbergi með það fyrir augum að það þjónaði til- gangi sínum sem fangelsi. Oll- enburg hafði þarna rúm, því að fyrir kom að hann gisti þarna þegar hann leitaði sér einhverr- ar tilbreytingar frá Hannelore. Þeir settu rúmið út í horn á herberginu, lögðu Albrecht í það, leystu hendur hans en bundu fætur; augu hans höfðu þeir áfram límd aftur. Diaman- tenpaul fullvissaði hann um að nú væri það versta afstaðið. „Ég sagði honum,“ sagði Paul Kron síðar, „að okkur þætti mjög leitt að þurfa að valda honum óþægindum, en úr því að við einu sinni hefðum byrj- að á þessu, gætum við ekki hætt við það að svo komnu máli. Og herra Albrecht sagð- ist skilja það dável.“ í herberginu var stór skáp- ur, og stilltu þeir Ollenburg og Kron honum fyrir hornið. En þá var um fjörutíu sentimetra bil milli skáps og veggjar. í það bil settu þeir félagar borð, standlampa og hengdu þar yf- ir dúk á snúru. Þar með töldu þeir tryggt, að þótt svo að éin- hver óviðkomandi rækist inn í herbergið, þá tæki hann ekki eftir fanganum á bakvið skáp- inn. Ollenburg gaf nú Albrecht brauðsneið, sem hann át af góðri lyst, enda sjálfsagt orð- inn matarþurfi eftir alla hrakn- ingana. Þá settu þeir Kron aft- ur upp hetturnar og sögðu Al- brecht að taka af sér augn- plástrana. Því næst las Ollen- burg honum fyrir bréf til konu hans, svohljóðandi: „Kæra Cilly. Þú hefur þegar heyrt frá mér. Þú getur verið þess fullviss að mér líður ágæt- lega og að það er farið ágæt- lega með mig. Þú getur því verið alveg róleg og skalt ekki hafa neinar áhyggjur. Þetta fer allt vel. Fyrir alla muni máttu ekki segja lögreglunni neitt eða tilkynna neitt ópinberlega. Ég læt þig síðar vita af skilyrðun- um fyrir því að ég verði látinn laus, eða þá að ég hef samband við dr. Ronkel. Hjartanlegar kveðjur, þinn Theo.“ Dr. Karl Ronkel, sem var bú- settur í Essen, var lögfræðing- ur Albrechts. Þetta bréf var hið fyrsta af alls tuttugu og einu, sem Albrecht skrifaði næstu sextán dagana í prísund- inni. Ollenburg fór nú og skilaði sendibílnum, sneri svo aftur til skrifstofunnar og tók við varð- setunni af Kron. Diamanten- paul náði þá í sinn torl út að Mannesmann-verksmiðjunum, ók til Essen og kom bréfinu frá Albrecht í póst, skilaði rauða teppinu til Raths félaga síns, ók svo til skrifstofu Oll- enburgs og tók við varðsetunni. Framhald á bls. 44. Örin vísar á skrifstofu Ollenburgs á fjórSu hæð í einni fínustu við- skiptagötu Dusseldorf. 10 VIKAN 7. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.