Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 11
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR FLESTIR VILJA FEITA SNEIÐ Aramótabotnarnir héldt^ áfram aö berast, eftir aö slöasti þáttur var skrifaöur. Margir þeirra eru ekki slöur góöir en þeir, sem þá birtust, svo aö viö látum þá fljóta meö. Blessaö áriö ljiifa leiö, llzt mér vel'á þetta. Flestir vilja feita sneiö en fá sig aldrei metta. Einar B. Guömundsson, Seyðisfiröi. Fæ mér hest og skelli á skeiö; skyldi ég annars detta? Guöbjörg Þorleifsdóttir Hvammi, Svartárdal. Aö minnka heimsins harm og neyö er hugarfariö rétta. Solveig Guðjónsdóttir, Seyöisfiröi. Bölvaö áriö loksins leið, llzt mér illa á þetta. Nú er ég á niöurleiö, nú er ég aö detta. Guöbjörg Þorleifsdóttir Hvammi, Svartárdal. Heimsins von i heljarreiö hrapar fyrir kletta. E.H.G.i Seyöisfiröi. Af þvi djöfuls bökin breiö bera skatta létta. Solveig Guöjónsdóttir, Seyöisfiröi. Braut ég mina Bragaskeiö i Trríi'ni milli kletta. Arnheiöur Guðjón^óttir, Seyöisfiröi. Þar meö segjum viö skiliö viö hugleiðingar um liöna áriö, sem þrátt fyrir allt hlýtur aö teljast blessunarrlkt, aö minnsta kosti miöað viö fyrsta mánuöinn á nýbyrjuöu herrans ári elds og afbrota. — Velunnari þáttarins"hefur sent honum syrpu af ástavisum, sem allar eru eftir þjóökunna höfunda. Sumar eru löngu alþekktar, en við skulum samt renna yfir nokkrar þeirra: Ætti ég ekki, vifaval, von á þinum fundum. léiöin eftir Langadal löng mér þætti stundum. ArniBöövarsson. Langt er siöan sá ég hann, sann lega friður var hann, allt sem prýöa má einn mann mest af lýöum bar hann. Vátnsenda—Kósa. Ljáiö byröi lifs mér alla, létt skal bera meir en þaö, megi ég þreyttur höföi halla hálsi björturh meyjar aö. Grimur Thomsen. Láttu brenna logann minn, lof mér enn aö skoöanri, horfa i ennis eldinn þinn, inn I kvennavoðann. Olöf frá Hlöðum Til þin fer mitt ljóöalag löngum yfir.björg og sund. Manstu okkar eina dag?— Er ei llfiö skammvinn stund? Eins og hylja haustleg kvöid heiöarvængsins snögga flug, leiöstu út i lífsins fjöld, langt úr sýn, en ei úr þug. Undir skýjum, yfir mold, innan hafs og reginfjalls, aleinn treö ég fótum fold, fagna engu, — minnist alls. Himinviö min höll er gjörö. Hana lýsti bros þitt eitt. Og þótt allt sé jafnaö jörö, ég vil aldrei grafa neitt. Hljóö og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. Einar.Benediktsson. Þorsteinn Guömundsson, bóndi á Skálpastööum i Lundareykjadal 1 Borgar- firöi fór eitt sinn snemma sumars aö huga aö laxi i Grimsá, en'veiddi ekkert. Um sumariö fór hann aftur, en veiddi enn ekkert. Þá orti hanní Mundi ekki mér og þér möttull sami skorinn? Hinzta gangan okkar er eins og fyrstu sporin. Hann orti llka þessa visu um góöhest: Aldrei hestur beizli bar betur spretti feginn. Var sem hryndu hendingar hvar sem hann snerti veginn. Viö höfum áöur birt visur eftir Svein frá Elivogum. A fyrstu búskaparár'um sinum kvaö hann þetta um konu sfna: Þó að élin sýni sig, sorgir fel og kviöa. Meöan Elin elskar mig uni ég vel að stríöa. Sföustu vfsu sina orti hann einnig til konu sinnar, og var þá oröinn helsjúkur: Langa vegi haldið hef, hindrun slegið frá mér. Til þin dregist torveld skref til að deyja hjá þér. Aö lokum minnum viö á fyrripartinn um unglingavandamáliö, sem birtur var i siöasta þætti: Ungar sálir okkar lands eru á hálum brautum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.