Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA DOR.OTHY DANIELS 12. HLUTI Þegar við gengum út úr stofunni og fram i forsalinn, . snerust hendur okkar og hjartað i mér tók að hamast............... Nú hefur hUn fengið góða matar- lyst, svo að hún ætti fljótlega að hressast. Hún er þegar orðin rjóö i kinnum og svo er hún svo létt i skapi, að allir þarna á spitalanum eru hrifnir af þvi. - Hvað þarf hún að vera þarna lengi enn, læknir? - Ég er nú ekki alveg viss um það. Þetta var stór up'pskurður og hún getur orðið talsvert lengi að ná sér. Þér vitið sjálfsagt, að þegar hún kemur úr sjúkra- húsinu, fer hún i fangelsi. - Já, ég veit það og hef miklar áhyggjur af því. - Þér skuluð samt ekki missa vonina, ungfrú Burgess. Hann færði stólinn ennþá nær mér og lækkabi röddina. - Þetta er einkamál og ég vóna, að þér endurtakið ekki orð af þvi, sizt af öllu við foreldra yðar, en það er i gangi dálitið leynimakk um aö reyna að láta batann dragast og útskrifa hana ekki formlega. Viö getum alltaf sagt, að hún sé ekki nógu hraust til að fara, og getum þannig haldið henni eftir, þar sem umhverfið er viðkunnanlegra. Við ættum að geta dregið þetta allt upp f tvo mánuði, en vitanlega verður hún sótt, áður en lýkur. Ég kinkaði kolli og gerði mér fyllilega ljóst, hvað beið Ellenar Randell. - Þakka yður fyrir að gera yður allt þetta ómak, læknir. Mér liöur svo miklu betur eftir aö hafa talað viö yður. Og eins er ég þakklát fyrir hvaðeina, sem getur tafið fyrir handtöku hennar, þvi að hún er sönn heiðurskona. - Við sem höfum stundaö hana i sjúkrahúsinu, erum sömu skoðunar. Ég brosti afsakandi um leið og ég sagöi: - Ég er yöur innilega þakklát, læknir, þvi að ég var nú vist ekkert sérlega álitleg viö yður þarna um daginn i sjúkra- húsinu. - Þér voruö auðvitað mjög annars hugar út af móður yðar - ég á við ungfrú Randell - sem átti EFTIR að fara að ganga undir uppskurð, sagði hann vingjarnlega - Og auk þess hafði ég ekki neinar góðar fréttir aö færa yöur. - Það var engin ástæða til þess að vera svona afundin, sagði ég. - Og það, að þér eruð svo vænn að afsaka það, gerir mig bara ennþá skuldbundnari yður. Og þá skuld veit ég ekki, hvernig ég get goldið. Hann hló eins og ungur strákur. - Hvað þér getið verið töfrandi! Ég roðnaði af feimni. - Farið þér nú ekki að verða svo góður við mig, að ég verði að hlaupa út og vita ekki hvað ég á af mér að gera. Hann tók I hönd mina. - Nei, það gæti ég ekki látið yður gera. Þér skiljiö, að þessi ferð hingað var min eigin hugmynd. - Þér eigið við, aö Ellen Randell viti ekki, að þér eruð hérna? - Jú, vist veit hún af þvi og varð sárfegin. Hún sendir yður ástar- kveðjur og segir yður að hafa engar áhyggjur af sér. Og svo vill hún lika sannfærast um, að þér séuö hamingjusöm I þessu nýja lifi yðar. -Það er ég! sagði ég og vonaði aö orðin kæmu frá hjartanu. Ein- hvernveginn fannst mér hún mundi verða áhyggjufull ef hún vissi, hve óhamingjusöm ég hafði verið, allt til þessa dags, og ég vildi ekki, að Ellen Randell fengi minnsta grun um það. Ég vildi ekki láta neitt tefja fyrir bata hennar, þvi að ég vissi, að ekkert er óheppilegra fyrir afturbata- sjúkling en slæmar fréttir. - Ée vona. sagði hann oe leit fast á mig, - að það hafi ekkert osamkomulag oröiö hja yður og foreldrum yöar, út af Ellen Randell? - Nei, mamma og pabbi hafa veriðafskaplega örlát viö mig, og auðvitaö eru þau fegin að hafa endurheimt mig. - Það var gleðilegt, sagði hann innilega og þrýsti hönd mina. - Og þaö væri erfitt að vera annað en hamingjusöm i svona glæsilegu umhverfi. Ég fékk dálitinn svima og hj'artað i mér tók að slá svo ákaft að ég var hrædd um, að hann mundi heyra það. En ég kunni vel við höndina hans, sem hélt um mina hönd og augun, sem horfðu svo vingjarnlega á mig. Ég kunni yfirleitt ágætlega viö Michael George Wade lækni. Og svo undarlega vildi til, að nú mundi ég fullt nafn hans og langaði ekkert til að hann færi. - Læknir, sagði ég allt i einu, án þess að hugsa mig um.. - Viljið þér ekki biða eftir kvöldverðinum? - Það væri mér sönn ánægja, sagði hann ákaft. - En lestin min fer klukkan 9.30, og ég var viöbúinn þessari gestrisni yðar og fékk vagn til að taka mig hér klukkan niu. Dásamlegt! sagði ég allshugar fegin. - Við boröum kvöldverð klukkan sjö. Þá fáið þér nógan tima til að komast á stööina. Afsakið þér mig meðan ég tala við ráðskonuna. Ég fann frú Voorn rétt við dyrnar og varð ekkert hissa á þvi. - Frú Voorn, viljið þér segja henni móður minni, að ég hafi boðið Wade lækni til kvöldveröar. Og ég vildi fá matinn klukkan sjö, afþvi aö læknirinn verður að komast aftur til New York. - Móðir yöar ætlar aö borða inni hjá sér, ungfrú. - En verður faðir minn ekki i mat? - Nei, ungfrú, hann er farinn til Albany og kemur ekki heim i kvöld. - Þá verðum við bara tvö. Sem sagt, klukkan sjö, frú Voorn. - Já, ungfrú. Frú Voorn var hin fullkomna þjónustukona og lét þáð alls ekki i ljós með rödd eða látbragði, hvað, hún var að hugsa. En ég hafði grun um, að henni þætti vænt um, að móðir min skyldi hafa verið svona afundin við Wade lækni, og ég varð sárlega móðguð af framkomu hennar. Það var hún sjálf, sem hafði sagt mér, að hún hefði sett markið hátt sem húsmóðir i Skuggagili. En ég leyndi hugsunum minum engu siður en frú Voorn. . 14. ka' li Ég gekk aftur inn i stofuna Wade lækmr stóö upp þegar eg kom inn. - Vilduð þér fara svolitið út að ganga, læknir? Það er nú ekki sem skemmtilegast veður, en þér gætuð haft gaman af að koma svolitið út fyrir mat. - Þakka yður fyrir, ungfrú Burgess. Þvi hefði ég gaman af. Þegar við gengum út úr stofunni og fram i forsalinn, snertusthendur okkar, og hjartað i mér tók að hamast Hann tók um höndina á mér og sleppti henni ekki - ekki einusinm þegar hann opnaði dyrpar. Ég þorði ekki að lita framan hann, ef augun i mér skyldu gefa til kynna æsinginn, sem ég var i, og það var rétt svo, að ég gæti haldið röddinni rólegri. - Fyrst ætla ég að fara meö yöur að ánni, sagði ég hægt og lágum rómi. Aðeins þannig gat ég leynt tilfinningunum, sem þessi ungi maður hafði vakið hjá mér. - Hún er alveg stórkostleg, einkum þó i sólskini. Þetta er yndislegt landslag, sagði Wade læknir og leit kringum sig. - Þetta eru meiri runnarnir þarna fyrir handan. Hann benti á eitursveppina og ég tók aö skjálfa. - Yður er kalt, sagði hann. - Fariö þér i frakkann minn. Hann sleppti hendinni og áöur en ée eæti nokkuð saet hafði hann farið úr frakkanum og hélt honum a totl, svo að eg gæli lanö i hann. Framhald a bls.»4!i 7. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.