Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 23
VERÐBÓLGA
í ÖLLU SÍNU VELDI
Það var hún i Þýzkalandi árið 1923.
Þá kostaði dollarinn 4.2 billjónir marka.
Algengt var að menn notuðu peningaseðla sem veggfóður.
gfgjf r ,lg § 1
'“'.H v' v' ÆKBgfe.
Berlin, 192S: Margföld biöröð fyrir framan rfkisbankann.
Allir voru aðná sér i peninga,
en prentsmiöjurnar, sem önnuðust prentun seðla,
höfðu ekki undan verðhækkununum.
Orðinu veröbólga fylgir meiri
skelfing en flestum oröum
öðrum i eyrum almennings,
hvar sem er I heiminum.bað
þykir mikil ógn ef verðlag á
nauðsynjavörum stigur um
nokkur prósent árlega. Nærri má
þá geta hvernig fólki yrði við ef
verölagið margfaldaöist á einu
ári. Svoleiðis nokkuð þykir vist ó-
hugsandi núorðið i flestum betur
megandi löndum — og þó. Fyrir
hálfri öld aðeins, upp úr heims-
styrjöldinni fyrri, gaus þess-
háttar verðbólga upp i ýmsum
Evrópulöndum, og mun hafa
orðið einna verst i býzkalandi. bá
hafði fólk þar i landi að visu gras
af seðlum, en það kom til litils,
þvi aö seðlarnir hriðféllu i verði
með hverri klukkustund. Allt var
betur þegið sem greiðsla en
peningar. Verksmiöjur seldu
framleiðslu sina i vöruskiptum,
og bændurnir neituöu að selja
korn sitt og kartöflur, með þeim
afleiöingum að sultur varð i
borgunum. Eigendur verzlana
létu bankana sima sér tvisvar v
daglega nýjasta gengið á
dollarnum og hækkuðu verðiö
hja ser samkvæml þvi. Ug verð-
lagið hækkaði hratt. t nóvember
1922 kostaði kilóið af rúgbrauði
sextiu og fimm mörk, en ári
siðar, þegar verðbólgan hafði náö
hámarki hafði það hækkað i sex
hundruö og niutiu milljarða
marka. Eill hænuegg koslaöi þa
FramhaLd á næstu siðu.
7. TBL. VIKAN 23