Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 15
færslu sinni, svo að sumum klerkum stóð geigur af honum. Sr. Jón hafði mikil viðskifti haft við Finn biskup og voru þeir jafnan góðkunningjar. Aftur á móti hafði litið dregið saman til vináttu með Hannesi biskupi og honum, þótt alt væri sljett og felt þeirra á milli. Haustið áður hafði sr. Jón hitt þá Skálholts- biskupa. Höfðu þeir þá tekið honum vel, veitt honum 20 rikisdali af fje fátækra presta og leyst hann út með gjöfum að auki. Nú hafði sr. Jón aftur gengið þangað vongóður. En nú voru fleiri prestar orðnir illa staddir, en verið hafði um haustið, og biskuparnir höfðu i mörg horn að lita. Hann hafði þvi orðið fyrir allmiklum von- brigðum. Úr Skálholti gekk sr. Jön suður á Álftanes að hitta stiftamtmann. Thodal stiftamtmaður tók honum ljúfmannlega. Fjekk hann honum 60 rikisdali af fje þvi, er honum hafði verið sent til úthlutunar meðal þeirra, sem beðið höfðu tjón af jarðeldinum. Siðan sendi stiftamtmaður með honum i innsigluðum stokk 600 rikisdali, sem hann átti að afhenda Lýði Guðmundssyni sýslumanni i Skaftafellssýslu. Var það gjafafje konungs og samskotafje frá Kaupmannahöfn, og átti að útbýta þvi meðal bágstaddra manna þar eystra. Fylgdi stokknum embættisbrjef til sýslumanns og annað til Sigurðar ólafssonar klaustur- haldara, sem vera átti sýslumanni til aðstoðar við útbýting fjárins. Stiftamtmaður var þá fullur af þeim visdómi, að Múlasýslurnar hefðu sloppið að mestu við harðæri og fjenaðarsýki þetta ár, og þangað bæri Skaftfellingum að leita til að kaupa sjer fjenað að nýju. Úr öllum öðrum hjeruðum landsins var sannfrjett um hið sorglega ástand, þó hvergi eins átakanlegt og i Þingevjar- sýslunum, Húnavatnssýslu og að nokkru ieyti i Eyjaljaröar- sýslu. I öllum þessum hjeruðum var fjenaður nærri þvi strá- fallinn, býli lögðust i eyði, fólk flosnaði upp, fór á vergang og hrundi niður unnvörpum. Á austurleið fór hann um i Selvogi, þvi að þar átti hann eitt- hvað örlitið af sjóföngum. Kom siðan við á Eyrarbakka og gerði bráðabirgða—ráðstafanir fyrir matbjörg handa heimili sinu, sem hann ætlaði að sækja undir eins og þvi yrði við komið. Þaðan hjelt hann austur um sveitirnar og leitaði fyrir sjer um gripa- kaup. Og eina nótt gisti hann á Stórólfshvoli. Þá bjó á Stórólfshvoli Jón lögsagnari Jónsson, tengdasonur Þorsteins . sýslumanns Magnússonar á Mó- eiðarhvoli, sem þá var enn á lifi (d. 1785), og væntanlegur eftirmaður hans. Þar mætti sr. Jón Sigurði ólafssyni klaustur- haldara, sem þá var á vesturleið. Voru þeir þar samnátta og sVáfu saman. Sigurður' hafði þær frjettir að færa, að austur i Múlasýslum hefði ólyfjanin af eldinum fallið yfir engu siður en annarsstaðar, og þar væru hin mestu vanhöld á skepnum. Þangað væri þvi til litils að leita i þvi skyni að kaupa sjer gripi. Auk þess væri annað hægara en bregða sér þangað austur, þvi að siðan á skirdag um vorið, að Skeiðarárjökull hljóp og eldur gaus upp i jöklinum, væru Núpsvötnin ófær með öllu hverri skepnu. Þetta kollvarpaði þvi gersamlega, sem stiftamtmaður hafði sagt, og sannfærði sr. Jón um það, að ekki væri annað að leita til gripakaupa en i Rangárvalla- og Arnes—sýslur. Það var engin nýlunda, þegar sr. Jón Steingrimsson var á ferðinni, að hans væri leitað i lækningaerindum. Svo fór mikið orð af lækningum hans. Þennan morgun, sem hann var á Stór- ólfshvoli, var hann sóttur til að skera æxli af manni þar á næsta bæ. Skildi hann þá malpoka sinn eftir á svefnloftinu og fól hann á hendur Sigurði ólafssýni, Þegar sr. Jón kom aftur, var Sigurður allur á burtu, en innsigli stiftamtmanns á peninga- stokknum brotið. Hafði Sigurður tekið úr honum 20 rikisdali handa sjer og 8 handa samferða- manni sinum. Kvittun hafði hann lagt i stokkinn i staðinn og brjef til Lýðs sýslumanns. Sr. Jóni þótti nú súrt i broti, er hann f jekk ekki komið stokknum óopnuðum i hendur sýslumanns. Nú komu þar fleiri menn austan að, sem sár—þörfnuðust hjálpar. Leitaði þá sr. Jón ráða til nafna sins lögsagnarans. Lögsagnari fór að visu undan i flæmingi og vildi engin ákveðin svör gefa. Þó kvað hann það áð sinu áliti minstu skifta, hverjir útbýttu fjenu. Kvað það hagkvæmast þeim, sem við ættu að táka, að sr. Jón'gerði það, og aldrei mundi almúginn hafa þess meiri not, þó að það kæmist i hendur þeirra Lýðs og Sigurðar. Þetta tók. sr. Jón sem fullskýra ráð- leggingu lögsagnara', og gerði þeim úrlausn, sem þar biðu, og öðrum þar á eftir. Þegar sr. Jón kom austur undir Eyjafjöll, mætti hann flestum sóknarbændum sinum, sem þá voru á vesturleið tilað kaupa sjer gripi, allir með tvær hendur tómar. Frjettin um það, að sr. Jón hefði peninga með- ferðis frá stiftamtmanni, flaug á undan * honum með mannstraumnum austur um sveitirnar, og sóknarmenn hans sátu um að ná fundi hans. Hjer voru góð ráð dýr. Þessum mönnum reið nærri þvi lifið á, að geta fengið peningana undir eins, þvi að gripir voru að hækka i verði vestur i sýslum og verða ófaánlegir. Kýr voru nú þegar seldár á 8—10 dali, sem var tvöfalt verð við það, sem þær höfðu áður gengið kaupum og sölum, þvi að fram að þessu höfðu 4 rikisdalir i silfri oftast verið látnir jafngilda lausafjár- hundraðinu. — Auk þess voru þessir menn tæplega færir um að komast austur að Vik i Mýrdal, þar sem sýslumaðurinn bjó, FramhalcL á bls.'40. 7. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.