Vikan

Tölublað

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 47

Vikan - 15.02.1973, Blaðsíða 47
leitaði hann þegar á fund vel- gjörðarmanns síns. Ollenburg tók honum blíð- lega og lánaði honum þegar Volkswagen, sem hann átti, því að hann vissi að Kron gat sízt af öllu bíllaus verið. Þegar hér var komið, var orðið erfitt fyr- ir Kron að fá arðbæra vinnu, svo að hann tók til við innbrot á ný, að þessu sinni með vit- und og án mótmæla Ollen- burgs. Kron var nú orðinn svo afður í faginu að hann náði hvað eftir annað góðum feng, og mestum hluta þess kom hann í geymslu hjá vini sín- um Ollenburg. En Ollenburg eyddi því fjármagni jafnharð- an í spilavítum í Baden-Baden, Bad Neuenahr, Bad Wiessee og Westerland. Meðal þeirra fyrirtækja, sem Kron heir.sótti árið 1971, var vöruhúsið SB-mehr-Wert. Þar braut hann upp peningaskáp, er reyndist innihalda fimmtán þúsund mörk. En þá brást hon- um heldur betur bogalistin. Undir þessum skáp var annar, sem innihélt hvorki meira né minna en fjögur hundruð þús- utid mörk, og Kron sást yfir hann, Ollenburg til mikillar gremju. „Hefði hann tekið þessi fjögur hundruð þúsund, hefð- um við aldrei þurft að nema herra Albrecht á brott,“ sagði hann síðar. Dag einn kom Ollenburg að máli við Diamantfenpaul og mælti: „Nú á tímum er von- laust að verða ríkur á innbrot- nm. Við verðum að ræna ein- hverjum.“ Niðurstaðan varð svo mannrán það, sem hér um ræðir. Þeir kumpánar skiptust á um að vera á verði þannig, að Oll- enburg hafði gætur á fangan- um að degi til, en Kron um nætur. Þegar Albrecht hafði verið tvo daga í vörzlu þeirra, létu þeir hann skrifa konu sinni annað bréf, þar sem hann fullvissaði hana um að sér liði prýðilega. Og það var mála sannast að hann sætti ekki beint illri meðferð, þar sem hann lá í rekkju Ollenburgs, þar sem rúmfötin voru blá og sló á rósaroða. En hreyfingum hans voru heldur þröng tak- mörk sett. Á milli þess að hann var látinn skrifa bréf lá hann lengst af út af, bundinn á fót- um og með límt fyrir augu. Þeir Ollenburg og Kron bollalögðu nú um, hversu mik- ils lausnarfjár þeir ættu að krefjast af fanga sínum. Al- brecht var aðaleigandi stór- fyrirtækisins Albrecht KG Múhlheim/Herten sem hafði ársumsetningu upp á hálfan annan milljarð marka. Ollen- burg taldi enga frekju að mæl- ast til þess að slíkur hátekju- maður greiddi fimmtán millj- ónir marka. Kron mótmælti því ekki, og sem hann um nætur var á verði yfir fanganum, herbergisins, lét hann sig liggjandi í bedda í fremri hluta dreyma marga drauma um framtíðina. Hann ætlaði að kaupa drengjunum sínum öll- um fínustu sportbíla — honum bótti mjög vænt um drengina og heimsótti þá hvenær sem þvi ekki að reyna.... SLENDERTONE Slendertone þjálfar slöppu vöðvana með rafbylgjum. Slendertone grennir. Slendertone fegrar húðina. Reynið hið frábæra. grenningar- og vöðvauppbyggingatæki. 6 eða 10 skipta meðferðir. Að sjálfsögðu eru okkar rómuðu nudd- og gufutímar í fullum gangi, jafnt fyrir konur sem karla. Allar upplýsingar í síma 23131. NUDD- OG GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL SÖGU. ___________________________________® 7. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.