Vikan


Vikan - 19.12.1957, Side 9

Vikan - 19.12.1957, Side 9
Hann fékk ekki frekar að hvíla í friði í gröf sinni en hann fékk að dafna og þrozkas! í friði í lifenda lífi kennd þýzka og vildi helzt að frönsku barnfóstrumar væru sendar heim til Parísar. Því fékk hann þó ekki ráðið, þar sem móðir drengsins lýsti því yfir í bréfi að sonur hennar væri „enn of ungur til að vera algerlega látinn í hendur ókunnugra." Þýzku kennararnir, sem höfðu tekizt á hendur að ræna prinsinn móðurmáli sínu, áttu ekki létt verk fyrir höndum, því drengurinn þoldi illa þvinganirnar, sem hann var nú beittur, og brátt kom upp í honum stífni, sem gekk taugaveiklun næst. Stundum var ekki hægt að toga út úr hon- um eitt einasta orð, og stundum gerði hann uppreisn gegn kennurum sínum með því að fleygja sér í reiði á gólfið og liggja þar algerlega hreyfingarlaus, þangað til hann var tekinn upp og settur á stól. Á fyrstu æskuárum sínum hafði hann verið glaður og kátur, en nú varð hann brátt kuldalegur í fasi og dulur og sýndi ekki merki um nokkrar tilfinningar. Það kom þó í ljós að hann var undir niðri til- finninganæmur, ef hann sá farið illa með skepnur. Þá kom hann upp um sitt rétta hjartalag og átti það til að gráta sárt. Konungurinn af Róm eða prinsinn af Parma, eins og hann hét nú, olli ríkis- kanslaranum meiri erfiðleikum en búast mátti við af dreng á hans aldri. Því hefur verið haldið fram að Metternich hafi oft- ar en einu sinni látið sér koma til hugar að ryðja honum blátt áfram úr vegi. Eink- um eftir að lokkur úr hári barnsins hafði næstum haft stórpólitískar afleiðingar fyr- ir austurríska keisaraveldið. Árið 1816 fengu ensku liðsforingjarnir á eyjunni St. Helenu veður af því að Napo- leon hefði fengið lokk úr hári sonar síns með garðyrkjumanni frá austurrísku hirð- inni. Þetta varð til þess%að send var orð- sending frá Englandi og nokkrum fleiri löndum til Vínarborgar, þar sem spurt var hversu mikil vinsemd ríkti eiginlega bak við tjöldin í Austurríki í garð hins hataða keisara á St. Helenu. Metternich varð al- veg æfur yfir að vera þannig gerður tor- tryggilegur í augum Evrópuríkjanna og lét rannsaka málið. Það kom í ljós að lokkurinn var kominn frá franskri barnfóstru konungsins af Róm, sem hafði innilega samúð bæði með barninu og Napoleon. Hún hafði því sent syni sínum, sem var herbergisþjónn hjá Napoleon, lokkinn með fyrrnefndum garð- yrkjumanni. Napoleon hafði orðið svo glaður við gjöfina, að hann talaði um þetta við frönsku liðsforingjana, sem hann var þó ekki vanur að gera að trúnaðarmönn- um sínum. Þetta hafði þær afleiðingar að keisarinn missti herbergisþjóninn og Metternich kom því loks til leiðar að drengurin fékk þýzkar barnfóstrur í stað hinna frönsku. I TÓBAKS VÍSUR eftir Hallgrím Pétursson NEFTÖBAK Tóbak nef neyðir, náttúru eyðir, upp augun breiðir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir, máttleysi greiðir og yfirlit eyðir. PlPUTÖBAK Tóbak róm ræmir, remmu framkvæmir, tungu vel tæmir, tár af augum flæmir, háls með hósta væmir, heilann fordæmir og andlit afskræmir. TUGGUTÖBAK Tóbak góm grætir, gólf tíðum vætir veizlu vel bætir, vessann upprætir, kappa oft kætir, komendum mætir, amann uppbætir. Tóbakið hreint, fæ gjörla ég greint, gjörir höfðinu létta, skerpir vel sýn, svefnbót er fín, sorg hugans dvín, sannprófað hef ég. Napoleon dreymdi stóra drauma varðandi fram- tíð drengsins og gaf honum nafnbótina konung- urinn af Róm Það hafði nefnilega komið í ljós, að þó drengurinn minntist aldrei á föður sinn við kennara sína, töluðu barnfóstrurnar varla um annað en hann. Metternich var þeirrar skoðunar að líta bæri á Napoleon eins og hann væri þegar látinn, og að sonur hans ætti ekki einu sinni að vita neitt um hann. Drengurinn mátti ekki undir neinum kringumstæðum líta á föður sinn sem hetju, heldur yrði hann að sjá hann með augum austurrísks prins og líta á hann sem fjandmann föðurlands síns og hættulegan almennu öryggi. Drengurinn nefndi því föður sinn næst- um aldrei á nafn. En nokkur samtöl, sem hann byrjaði eins og af tilviljun við kenn- ara sína, sýna að í hugarfylgsnum sínum minntist hann föðurins og hugsaði mikið um hann. Hann varð snemma þögull og fáskiptinn drengur, en átti það jafnframt til að vera orðheppinn og dálítið kaldranalegur í svör- um, eins og þegar liðsforingi einn stakk upp á því að hann riði ljóni einu í dýra- garðinum í Vínarborg. Þá svaraði hann: „Já, farið þér á bak fyrst, svo skal ég setj- ast fyrir aftan yður.“ Árið 1818 steig Metternich skrefi lengra í þeirri viðleitni sinni að þurrka Napoleon út úr vitund fólksins. Honum hafði með slægð tekzt að fá herragarðinn Reichstadt gerðan að hertogadæmi, og síðan lækkaði hann franska keisarasoninn í tign með því að útnefna hann hertoga af Reichstadt. Það nafn skyldi hann nú bera þaðan í frá. 1 útnefningarskjalinu var konungurinn af Róm aðeins kallaður sonur Maríu Lovísu Framhald á blaðsiðu 43. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.