Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 15
VIÐ VBLJUM VERA MEÐ!
ALLRA augu beindust að
Tiger Moth flugvélinni,
þegar hún hóf sig til lofts á
flugsýningunni. Hún brunaði
fram flugbrautina, lyftist frá
jbrðu, hnitaði hringi yfir áhorf-
endum og hækkaði stöðugt
flugið.
I þrjú þúsund feta hæð sást
brúnklædd vera stíga út á ann-
an vænginn og halda sér þar.
Þetta var augnablikið, sem
þúsundirnar á jörðu niðri höfðu
bcðið eftir — fallhlífarstökkið.
Brúnklædda veran hnipraði
sig saman, húkti þannig andar-
tak, steypti sér síðan aftur á
bak út af vængnum, út í tómið.
Hún snerist í hring, féll eins
og steinn gegnum loftið, sífellt
hraðar, eins og svört ör.
Áhorfendur héldu niðri í sér
andanum. Ætlaði fallhlífin ekki
að opnast? Var eitthvað að?
En loksins þandist fallhlífin
út, óx eins og hvítt blóm á
himinhvolfinu, og fall brún-
klæddu verunnar stöðvaðist.
Fallhlífarmaðurinn sveif
heilu og höldnu til jarðar og
áhorfendur þustu til hans til
þess að fagna honum.
Og ráku þá upp stór augu.
Því að þegar ofurhuginn tók
ofan flughjálminn, kom í ljós,
að þetta var stúlka — og
óvenjulega lagleg stúlka í
'þokabót!
Hún heitir Sue Burger og er
22 ára gömul. Hún er af írsk-
um uppruna, en ólst upp í
Bretlandi. Hún er skrifstofu-
stúlka að atvinnu. En uppá-
halds tómstundaiðja hennar er
að stinga sér út úr flugvélum;
hún virðist hafa af því svipaða
skemmtun og aðrar stúlkur af
dansleikjum eða bíóferðum.
Þegar þetta er ritað, hefur
Sue stokkið meir en þrjátíu
fallhlífarstökk, þar á meðal eitt
í sjóinn. Hún er fyrsta kon-
an i Bretlandi, sem öðlast rétt
til þess að kenna fallhlífar-
stökk. Hvert stökk kostar hana
um 75 krónur, en hún sér síð-
ur en svo eftir peningunum.
„Þetta er unaðsleg tilfinn-
ing,“ segir hún. „Maður er eins
og fuglinn fljúgandi. Maður er
aleinn í heiminum, og veröldin
breiðir úr sér við fætur manns
eins og teppi. Það jafnast ekk-
ert á við þetta.“
Kannski. Eða kærir sig ein-
hver um að reyna?
Sú var tíðin, að það þótti í
frásögur færandi ef kvenmaður
ók bíl. Sumstaðar vakti það
jafnvel hálfgert hneyksli. En
það er orðin breyting á þessu
— og heldur betur! Hinar ungu
stúlkur nútímans eru orðnar
leiðar á því, að menn meðhöndli
þær eins og postulínsbrúður.
Þær eru að taka sér stöðu við
Það er kjörorð ..
nútímakonunnar
... Og hún lætur
ekki sitja
við orðin tóm!
SUE BURGER
„Eins og fugl- (
inn fljúgandi"
hlið karlmannanna — hvort
sem þeim líkar betur eða ver.
Kjörorð þeirra er að verða:
„Það sem þeir komast, það
komumst við líka.“
Stundum kæra þær sig meira
að segja ekkert um karlmanns-
fylgd á glæfraferðum sínum.
Tuttugu og eins árs gömul
stúlka að nafni Ruth Thede —
skrifstofustúlka að atvinnu
SPURIMINGIN ER:
'CÖ
1. Reykirðu meir en tíu sígarettur
á dag? .......................... 5
2. Rýkurðu upp, ef hlutirnir eru
ekki á sínum stað og þú þarft
að leita að þeim? ............... 4
3. Áttu bágt með að hafa hugann
við það sem aðrir segja í sam-
ræðum ? 5
4. Sýður gremjan i þér þegar bíó-
gesturinn fyrir aftan þig getur
ekki setið kyrr ? .......... 3
5. Ertu bálreiður út i bíla sem
ausa ryki i allar áttir? ........ 4
6. Hefurðu hálfgerðan ímugust á
fólki sem jórtrar tyggigúmmí
í návist þinni? ................. 3
7. Styttirðu þér nokkurntíma
stundir við að semja skamm-
arbréf til yfirvaldanna — i hug-
anum ? ..................... 4
8. Verðurðu fokvondur ef einhver
fer fram fyrir þig í biðröð ? 3
9 Getur drjúpandi vatnskrani kom-
ið þér í uppnám? .............. 4
10. Geturðu nefnt einn eða tvo
menn, sem þú þolir alls ekki í
návist þinni? .............. 4
11. Getur lykt af ýmsu tagi komið
þér úr jafnvægi? ................ 3
12. Getur sami hluturinn hneyksl-
að þig árum saman? .............. 3
©
£
E
3
•o
tí
3
4-1
m
Taugaveiklaður
eða
taugahraustur
Því dæmist rétt vera:
Ef einkunn þín er hærri en 32, þá þarftu að
gjörbreyta lifi þínu. Það kann að láta einkenni-
lega í eyrum, en innra ástand þitt jaðrar við
sinnisveiki. Reyndu að komast I vinnu, sem hæfir
betur hæfileikum þínum og viðhorfum. Reyndu
umfram allt að komast að þvi, hvað veldur við-
kvæmni þinni. Þá aðeins geturðu snúist til varn-
ar.
Fimmtán til 31. Þér er gjarnt að fara hinn
gullna meðalveg. Þú villt komast hjá því að
standa I erjum við fólk, af því „það tekur um of
á taugarnar." En reyndu að vera ekki allt of
ákafur og óþolinmóður. Þú munt uppgötva, að
„kemst þótt hægt fari." Og þú munt sennilegast
afkasta meiru, þótt skrýtið sé.
Undir 15. Ef þú býrð I borg og færð samt
ekki hærri einkun en þetta, stendurðu þig alveg
ágætlega. Þú ert taugasterkur. Þú lætur ekki
umhverfið kúga þig. Þú kallar semsagt ekki allt
ömmu • þína.
eins og Sue — fór í sumar á
bát fljótaleiðina frá Calgary
til Winnipeg í Kanada. Vega-
lengdin er um 1400 mílur.
Og hún fór ein, nema hvað
hún hafði Storm, hundinn sinn,
með sér.
„Ég er með dálítið sigg í
lófunum eftir róðurinn," tjáði
hún fréttamönnum í leiðarlok.
„En þetta gekk alveg ljómandi.
Stormur var ágætis ferðafélagi,
þó að hann raunar svæfi megn-
ið af leiðinni.“
Bandaríska stúlkan Kathy
Maclean var líka ein síns liðs
þegar hún fór í rannsóknaleið-
angur upp í Himalaya-fjöll. Þó
hafði hún litla reynslu af f jalla-
ferðum.
Brezk stúlka að nafni Jean-
nie MacCullum lagði fyrir
skemmstu upp í ferðalag kring-
um hnöttinn — allslaus. „Hér
er svo mikil deyfð yfir öllu,“
sagði hún um England. „Hér
bíða manns engin æfintýri.“
Jeannie er seytján ára og ætl-
ar að vinna fyrir sér á leið-
inni.
Hve lengi býst hún við að
verða í hnattferðinni ? Hún hef-
ur ekki hugmynd um það. En
kringum jörðina ætlar hún,
hvað sem það kostar.
Stundum tekst stúlkunum að
fá þannig vinnu, að æfintýrin
koma að sjálfu sér. Eins og til
dæmis Moira Dunbar frá Edin-
borg. Hún er landfræðingur að
mennt. Hún var í níu vikur eina
konan á ísbr jót, sem sendur var
í könnunarferð til kanadiska
heimskautssvæðisins.
„1 fyrstu virtust sumir karl-
mannanna um borð hafa horn í
síðu mér,“ sagði hún við heim-
komuna. „En svo sættu þeir sig
við þetta, garmarnir.“
Þá má ekki gleyma Olgu
Deterding, sem erfði milljónir,
en lét sér fátt um finnast og
Framhald á bls. 43.
VIKAN
15