Vikan - 19.12.1957, Síða 17
Eftir JACQUES GILLIES
sönglaði hann og af einhverjum ástæðum fannst
henni það sungið sér til háðungar
Ertu búin að líta í kringum þig? Komdu
ég skal sýn.a þér. Ali gekk hreykinn á und-
an henni. — Hér er baðherbergið, sagði
hann.
Rilla leit á þvottaskálina, viktoríanska
setubaðkarið og föturnar. — Er ekkert
vatn?
— Ég kem með vatnið.
Þau gengu gegnum eldhúsið og inn í
setustofuna. Fyrir ofan arininn blasti við
teiknimynd af ljóshærðri stúlku í svörtum
hálfgagnsæjum náttkjól, liggjandi á legu-
bekk með símatól í hendinni. Hún leit út
eins og hún hefði verið rifin út úr blaði.
Rilla bar hendina upp að gagnauganu,
teygði svo úr sér og reif niður myndina.
Ali skellti í góm dapur í bragði. — Þetta
er Rósie. Við herra Harrison bjóðum henni
góðan daginn á hverjum morgni.
— Þú getur boðið mér góðan daginn í
staðinn, sagði Rilla ofur rólega. Hún vöðl-
aði saman myndinni og stakk henni í ar-
ininn. Um leið og hún gekk aftur inn í
herbergið sitt sagði hún um öxl. — Eg
hugsa að Harrison sé spilltur maður
Ali.
— Nei, ungfrú. Hann er góður maður.
Enskur heiðursmaður.
— Enskur að vísu, sagði Rilla reiðilega.
En sannarlega enginn heiðursmaður.
Hún fór að taka upp úr töskunum sín-
um og var á kafi ofan í seinni töskunni,
þegar hún heyrði að jeppinn kom aftur.
Andartaki síðar heyrði hún í ilskóm
Harrisons á steingólfinu fyrir framan og
hann barði með uppgerðar kurteisi á opna
hurðina.
Rilla sneri sér við, með sokka á öðrum
handleggnum og svartan nælonnáttkjól á
hinum. — Já? sagði hún kuldalega.
Hann hallaði sér upp að dyrastafnum.
— Eg mundi ekki taka upp úr töskunum,
væri ég í þínum sporum.
— En ég þarf á ýmsu að halda, sem í
þeim er.
— Ég mundi vera hér fyrst í nokkra
daga og athuga hvemig það er. Það getur
verið að þú sparir þér mikla fyrirhöfn með
því.
— Það er engin fyrirhöfn, svaraði Rilla
án þess að láta uppi álit sitt. Þá sá hún að
Ilarrison horfði með ódulinni aðdáun á
svarta nælonnáttkjólinn hennar, og hún
kippti honum aftur fyrir bak.
— Alveg eins og náttkjóllinn hennar
Rosie, sagði Harrison þýðlega og gekk í
burtu. Henni fannst eins og hún hefði gert
sig hlægilega. Hún kallaði á Ali, sem kom
hlaupandi í snjóhvítum kirtli. — Já, ung-
frú Edwards?
— Ég vildi gjarnan fá heitt bað, sagði
Rilla. Og svo vil ég fá soðið egg og te á
bakka hingað inn til mín.
— Engan kvöldmat? Engan kvöldmat
eins og herra Harrison?
— Neþ engan kvöldmat, sagði Rilla á-
kveðin. Ég ætla að fara snemma í rúmið.
*
Rilla vaknaði þegar hitinn af sólinni
var farinn að smjúga inn í herbergið. I
fjarska heyrði hún söng innfæddu verka-
mannanna og surgið í Dieselvélinni. Þegar
hún kom loks inn í borðstofuna var þar
enginn. Ali færði henni brennandi heitt
kaffi og volgt fransbrauð.
— Hvar er Harrison, Ali?
— Hann er að vinna. Búinn að vinna í
tvo, þrjá tíma.
— O-ó!
Rilla var komin hálfa leið niður að
skrifstofubyggingunni eftir morgunverð-
inn, þegar Ali kom hlaupandi á eftir henni.
Hann rétti henni stóran sólhatt með börð-
um, sem tóku út á móts við axlaliðina.
— Herra Harrison keypti hann í gær. Sér-
staklega handa þér.
Rilla skellti honum á kollinn á sér og
gekk áfram yfir sandinn. Þegar hún kom
nær, sá hún að Harrison kom út úr klefa
verkstjórans. Hann stanzaði og virti hana
fyrir sér, þarna sem hún kom gangandi
berfætt, í einföldum léreftskjól og með
sólhattinn á höfðinu. — Halló, sagði
hann.
— Góðan daginn. Mér þykir leitt að ég
skuli vera sein, Harrison, en þú hefðir átt
að vekja mig. Ég kæri mig ekki um nein
sérréttindi.
— Hafðu engar áhyggjur af því, þú færð
þau ekki. Ég leyfði þér að sofa í morgun,
af því ég var að kafa. Hann gekk á und-
an henni að skála, sem hafði eina hlið úr
striga. Um leið og hann tók tjargaða segl-
dúkinn til hliðar fyrir hana, sagði hann:
— Hér er vinnustaðurinn þinn.
Lítill maður með gleraugu reis á fæt-
ur og stóð við borðendann sinn. — Og
þetta er Oubadieh. Hann er sýrlenzkur og
þjófur. Öll fjölskyldan hans er á launa-
listanum, frændur, frænkur, mágar . . .
— Nei, nei, Harrison, sagði Sýrlend-
ingurinn í mildum ásökunartón. — Aðeins
þeir sem eru mér blóðskyldir. Hann brosti
til Rillu. — Og svo auðvitað aðeins þeir
sem í rauninni búa hér í Norður-Afríku.
Ég strikaði hina út í vikunni sem leið.
Það sver ég.
— Jæja, allt í lagi, sagði Harrison þurr-
Isga. Hann leit á Rillu. Hér eru viðskipta-
mannabækurnar — hann lyfti þeim upp til
að sýna hcnni þær — þú berð þær sam-
an við útborganirnar. Síðan aðgætirðu
hvort útborganirnar eru í samræmi við
vhm.uh'st.ona. Hefurðu skilið það?
— Já, það er í lagi, svaraði Rilla aftur.
Framhald á blaðsíðu 36.
VIKAN
17