Vikan - 19.12.1957, Page 33
sjá loks skíðin þjóta gegnum snjóinn og þyrla
honum upp í kringum mig. Mér fannst ég örugg-
ur núna, enda þótt nú væri byrjað að snjóa.
Ég hlýt að hafa verið kominn hálfa leið nið-
ur, þegar ég sá einhverjar þústir í snjónum
framundan. Ég man ekki hve marga ég sá þarna,
en ég sá Joe á meðal þeirra. Eg kallaði til þeirra
og veifaði öðrum stafnum. Þeir stönzuðu. Ég
hélt beint í áttina til þeirra, svo að snjórinn bráðn-
aði næstum undir skíðunum. Þeir virtust vera
á hraðri ferð á móti mér. 3Eg man að ég sá Joe
krjúpa á kné og beina litlu myndavélinni sinni
að mér. Síðan sá ég ekkert. Ég hlýt' að hafa
dottið niður meðvitundarlaus.
Þegar ég raknaði úr rotinu voru hrjúfar hend-
ur að nudda á mér lappirnar og handleggina.
Ég lá í snjónum og Joe beygði sig yfir mig.
Kaldur flöskustútur kom við varir mínar og log-
andi koníakið ætlaði alveg að kæfa mig. Ein-
hver hafði tekið af mér skíðin og teppi hafði
verið breitt yfir mig.
„Hvað kom fyrir?" spurði Joe.
„Mayne," stundi ég. „Heyndi að drepa mig."
Ég lokaði augunum. Ég var svo þreyttur.
Eins og í fjarska heyrði ég Joe segja: „Hlýtur
að vera með óráð."
Itali sagði eitthvað. Ég gat ekki heyrt hvað
hann var að segja. Ég var ekki með fullri með-
vitund. Ég óskaði þess að þeir færu og létu mig
sofa í friði. Þá var mér lyft upp á bakið á ein-
hverjum, og vindurinn lék um andlit mitt á ný.
Þetta og takið í handleggjunum kom mér til
fullrar meðvitundar. Kinnin á mér kom við þykkt
dökkt hár undir húfu. Ég þóttist sjá loðið eyrað
á manninum. En augu mín hvíldu á skiðum hans.
Hann var ekki með neina stafi, hann hélt undir
hnésbæturnar á mér og siðan greip hann undir
hendur mínar. Þetta var hálf óhugnanleg ferð.
Ég frétti síðar, að þetta var leiðsögumaður frá
Tre Croci, sem hafði oft borið slasaða menn á
þennan hátt áður.
„Ég held ég komist áfram sjálfur," sagði ég
við hann á ítölsku.
„Það líður yfir þig," sagði hann. „Þú ert of
slappur."
En ég krafðist þess að fá að reyna, og loks
stanzaði hann og lét mig niður. Þeir settu á mig
skíðin og síðan héldum við áfram, ég við hlið-
ina á leiðsögumanninum. Hann hafði rétt fyrir
sér. Það var alveg að líða yfir mig, og ég var
hræðilega máttlaus. En úr því ég hafði verið
svona rogginn, varð ég að halda áfram. En mér
létti, þegar ég sá snævi þakið þak Col da Varda,
Það var eins og að koma heim eftir langferð.
Leiðsögumaðurinn og Joe hjálpuðu mér upp í her-
bergið mitt. Þeir færðu mig úr fötunum og byrj-
uðu að nudda líkama minn, til þess að koma
blóðrásinni á stað. Mig kenndi ólýsanlega mik-
ið til í höndunum, þegar blóðið fór aftur að
renna um þær. Síðan var ég lagður upp í rúm,
ásamt nokkrum hitaflöskum, og ég sofnaði þegar.
Þegar ég vaknaði, stóð Joe yfir mér með mat
á bakka. „Klukkan er rúmlega tíu," sagði hann.
„Þú ert búinn að sofa í næstum fjórar klukku-
stundir. Þú ættir að fá eitthvað ofan í þig." Ég
settist upp. Mér leið miklu betur; allur stirður, en
mér leið ekki svo bölvanlega.
Joe gekk að dyrunum. „Komið inn," sagði
hann. „Hann er vakandi."
Það var Mayne sem kom inn. „Guð minn góður,
Blair," sagði hann. „Það gleður mig að sjá yður."
Hann settist óboðinn til fóta i rúminu. „Ég var
að koma frá Carbonin. Ég var farinn að ör-
vænta, þegar við vorum að leita í skarðinu. Við
sáum engin merki eftir yður. Síðan, þegar við
komum aftur, þá sagði Joe Wesson, að þér væruð
fundinn. Mér hefur aldrei létt eins mikið. Ég
var orðinn vonlítill. Hvernig líður yður? Hvað
kom fyrir?"
Þetta var ótrúlegt. Þetta viðkunnanlega stráks-
lega bros. Það var svo eðlilegt. En það náði ekki
til augnanna. Hin gráu augu hans voru svip-
laus. Þau sögðu mér ekkert. Eða var þetta ímynd-
un? Hann virtist svo ánægður með að sjá mig.
Það var á honum að heyra, að hann væri glaður
að sjá mig aftur. En ég gat ekki hugsað um
annað en snjóvegginn koma þjótandi á móti mér.
GEORGE Parnell ók konunni sinni í skyndi
á spítalann, þegar hún tók léttasóttina,
Hjúkrunarkona hjálpaði henni út úr bílnum
og leiddi hana inn. A meðan safnaði Parnell
saman pjönkum hennar.
Þegar því var lokið, var konan hans horfin.
Hann þaut á eftir henni inn um opnar dyr.
„Opnu dyrnar" reyndust vera gljáfægð
gluggarúða. Á meðan frú Pamell var að ala
barnið, vom læknar á öðrum stað í bygging-
unni önnum kafnir við að sauma saman mann
hennar.
API nokkur í dýragarðimun í Baltimore er
orðinn listmálari. Þetta byrjaði þegar
einn gæzlumannanna gaf houum oliuliti og
léreft.
Þegar síðast fréttist framleiddi apinn einar
tíu myndir á klukkustund — og þær beztu
höfðu verið seldar fyrir nærri þúsund krónur.
P. S. — Hann málar að sjálfsögðu „ap-
strakt".
Ástæða: Lögreglan hafði sakað fimmtán
hinna sextán bæjarfulltrúa um að hafa beitt
mútum í kosningunum — og stungið þeim í
steininn!
ÞAÐ fór illa þegar slökkviliðið í Tokushima
, í Japan efndi til „eldvamaviku". Einn
daginn sendi það alla fjórtán slökkviliðsbíl-
ana sina hlaðna mönrnun til þorpa í nágrenn-
inu, til þess að kenna þorpsbúum rétt handtök
við slökkviliðsstörf.
En á meðan kom upp ósvikinn eldur í Toku-
shima, og áður en slökkviliðið komst til baka,
voru f jörutiu hús brunnin til kaldra kola.
LÖGREGLAN kom eins og byssubrennd,
þegar kona nokkur i Montroal í Kanada
tilkjTinti henni, að hún hefði séð tvo grimn-
klædda menn laumast inn á málningarverk-
stæði.
Og kom að tveimur mönnum með málara-
grímur — að mála
OLVAÐUR maður í Hamborg var siðast-
liðið .sumar tekinn úr umferð fyrir að
lemja konuna sina. Daginn eftir var hún
handtekin fyrir að lemja nágranna sinn. Og
þremur dögum seinna varð lögreglan enn að
koma til skjalanna, þegar hjónin hittust fyrir
rétti — og byrjuðu umsvifaJaust að slást.
ÞEGAR Marie nokkur How í Oakland, Cali-
forníu, lenti í rifrildi við manninn sinn,
og þvi lyktaði með því að hann hoppaði í sjó-
inn, kafaði hún eftir honum og bjargaði hon-
um, og kafaði svo aftur og bjargaði fölsku
tönnunum hans!
ÞAÐ var ekki fundarfært fyrir skemmstu á
fyrsta bæjarstjórnarfundinum, sem boð-
að var til að afstöðnum kosningmn í Akiy-
ama í Japan.
„Þér ættuð að vita hvað kom fyrir," sagði ég
kuldalega. „Þér sáuð um, að þetta kom fyrir."
Hann hélt áfram, eins og hann hefði ekki skilið
mig. „Þegar ég kom fyrir endann á dalnum, sá ég
að ég var staddur á jökulröndinni. Það var Crist-
allinojökullinn. Ég vissi þá, að við höfðum beygt
of langt til hægri. Ég beið þar í nokkrar mínútur.
Þegar þér birtust ekki fór ég að verða kvíðinn.
Ég hélt aftur sömu leið og ég hafði komið. En
ég hafði ekki gert ráð fyrir því, að snjórinn féll
svo ört. Loks sá ég ekki för mín lengur. Ég sá
hvergi nein spor. Án þeirra gat ég ekkert. Ég
mundi ekki eftir landslaginu, vegna þess hve
snjórinn var þéttur. Ég var staddur í ógurlegu
völundarhúsi, eintómum litlum dölum. Ég leitaði
alls staðar. Ég klifraöi upp brekkurnar og kall-
aði á yður. Að lokum gafst ég upp og hélt niður
að Carboningistihúsinu. Guð minn góður," sagði
hann með afsökunarbrosi. „Ég held ég hafi aldrei
verið eins hræddur. Sjáið þér, mér fannst ég
eiga sökina á þessn. Ég hefði átt að vera nær
yður. Hvað kom eiginlega fyrir?" spurði hann.
Ég var sem þrumu lostinn vegna áræðni hans.
„Þér ætlið þá að segja mér, að þér vitið alls ekki
hvað kom fyrir?" sagði ég reiðilega. „Það veit
fjandinn, að þér eruð hugaður, Mayne." Ég skalf
allur. „Hvers vegna fóruð þér beina leið niður
þessa brekku. Þér þurftuð að snarstansa í daln-
um, og þér vissuð, að það get ég ekki ef ég er
á mikilli ferð."
„En ég snarstansaði ekki," sagði hann og leit
djarflega framan í mig kaldur og rólegur. „Ég
beygði bara til hægri. Það var auðvelt þarna
niðri. Ég veit, að ég var á þó nokkurri ferð, en
þetta var alls ekki erfitt. Ég þurfti alls ekki að
stansa."
„Þetta er lygi," sagði ég.
Hann starði á mig undrandi. „Ég endurtek
það: Ég þurfti ekki að stansa. Yður hafði
gengið svo vel, að ég þóttist viss um, að þér
hefðuð þetta af.“
„Þér vissuð vel, að ég gat það ekki." Ég var
orðinn rólegri. „Þér urðuð að snarstansa, og
þér vissuð, að ég hlyti að lenda á kafi í snjónum."
„I guðanna bænum," sagði hann. „Hvað eruð
þér eiginlega að gefa í skyn?"
Ég leit á hann. Gat það verið, að ég hefði rangt
fyrir mér? En ég sá ljóslega fyrir mér staðinn,
þar sem snjórinn hafði þyrlazt upp. „Mætti ég
spyrja yður um eitt?"
„Auðvitað."
„Þér genguð í herinn árið 1942. Hvað skeði
eftir að þér komuð til Italíu?"
Hann virtist ekki skilja. „Ég veit ekki hvað
þér eruð að meina, Blair," sagði hann. ,,fig gekk
í herinn árið 1940, en ekki 1942. Fór til norður
Afríku árið 1943. Síðan var ég liðfcjálfi. Við
fórum til Salerno. Ég var tekinn höndum, flúði,
gekk í UNRRA og fór til Grikklands. Bn hvað
kemur þetta málinu---------?“
„Skiptir ekki máli," sagði ég. „Mér líður bara
ekki sem bezt." Ég hallaði mér aftur.
„Jæja þá,“ sagði hann. „Ég er feginn að yðui
liður vel. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð
Mér þykir fyrir þessu. Þetta var allt mér af?
kenna. Ég veit það. En satt að segja, hélt ég að
þér kæmust yfir dalsbotninn. Ég ásaka sjálfan
mig fyrir að hafa ekki gert mér grein fyrir þvi,
hve fljótt snjórinn þakti förin." Hann stóð upp.
Ég sagði. „Hafið engar áhyggjur."
Þegar hann var farinn, rétti Joe mér hrærð
egg á bakka. „Hvern andskotann ertu að reyna
að gefa í skyn, Neil?" sagði hann, þegar ég var
Frarnhald í nœsta blaði.
VIKAN
33