Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 2

Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 2
98 MENNTAMÁL samlega. Þaö er ekki lítiö erfiöi, sem ]iiö hafiö aflokið nii síöustu vikurnar. Prófinu fylgir mikil áreynsla, mikill kviöi og margvíslegur vandi, sem úr þarf aö ráöa. Það er ofurlítil mynd af lífinu sjálfu. Það reynir á þekkingu, vit, hugkvæmni og snarræði að leysa úr óvæntum viöfangsefnum og ráðgát- um, alveg eins og lífið gerir sjálft. Og þó aö ykkur finnist,. að við höfum verið harðir viö ykkur og óþjálir og jafnvel ranglátir, þá tel eg ykkur samt sæl og heppin, ef enginn og ekkert sýnir ykkur meiri harðleikni í þeim viðskiptum, sem nú híða ykkar, þegar ])iö hefjið starf, en hættið námi. Það er alltaf ástæða til að staldra viö og átta sig áður en lag't er út á nýja leið. Og mér finnst alltaí full ástæða til að brýna það sem best fyrir þeim, sem héðan fara til þess a?v taka aö sér kennslustörf, að þeir eru að takast á hendur rnik- inn vanda og þurfa að vera viö því búnir að eiga mörgu og misjöfnu aö mæta. Og aldrei hefir mér þó fundist meiri þörf slíkrar viðvörunar en einmitt nú. Ekki þó af því, að eg van- treysti ykkur, sem nú farið héðan, frekar en öðrum, sem áður eru farnir. Það er síður en svo. Hitt er ástæðan, að mér virð- ist vandinn og ábyrgðarhlutinn, sem kennslustarfi fylgir, fara. sífellt vaxandi. Eftir því sem öldurnar ganga hærra á hafi þjóðlíf s— ins, eftir ]vvi verður vandfarnara fyrir ]vá, sem sigla þuría. á milli skers og báru. Og ]vað býst eg við, að kennarar þurfi að gera flestum mönnum fremur. Svo er sagt, að enginu. kunni tveimur herrum aö þjóna. Og hvað rná þá segja um kennarann, sem ætlað er að veita þjónustu sína heilurn hór> manna, sundurleitum að skoðunum og innræti oft og einatt. Það er áreiðanlegt, að það er mikill vandi fyrir kennara nú á tímum að gera svo að öllunr líki, án ]vess ])ó að svíkja sjálfan sig og sannleikann. Það er ]>ví ekki að ófyrirsynjn,. að þið hugsið ráð ykkar í tíma, hugleiðið það, hverja afstöðu þið ætlið að taka, ])vi aÖ fyrr en ykkur varir getur svo farið, að þitS séuÖ nauðbeygÖ til að snúast á einn eða annan hátt viÖ vandamálum þeim, sem nú eru efst á baugi. Og vandamálin

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.