Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 5
MENNTAMAL IOI trúir sjálfur höfuSatriSum kristindómsins, hefir áhug'a fyrir kennslunni og liæði vit og lagni til þess a'ð sneiða sem mest hjá deiluatriöunum, sem oftast eru aukaatriöi. Þá eru stjórnmálin. Um það eíni verð eg stuttorður. Aö vísu geta vaknað þar æðimargar spurningar, miklu fleiri en hægt er að svara hér. Hin fyrsta er þessi: Er hægt að heimta sérstaka skoðun í stjórnmálum eða skoðanaleysi af kennurum yfirleitt? Þessi spurning er ekki ný — og þó er hún varla svara verö. Auðvitað hafa kennarar skoðanafrelsi eins og aðr- ir þegnar þjóðfélagsins. Hinu er meiri vandi að svara, hvernig kennaranum beri að fara með skoðun sína i stjórnmálum. Hvort er honum hollara sjálfum og skyldara gagnvart öðrum að ganga fram fyrir skjöldu í baráttunni eða draga sig i lilé? lig hygg að svarið við þeirri spurningu þurfi ekki að vera það sama á öllum tímum. Það fer nokkuð eftir þvi, hvernig á stendur. Þegar sæmileg ró og friður ríkir í þessum málum, eins og oft hefir veriö — hvort sem það á eftir að verða nokk- urntíma — þá er ]iað meinalaust, þótt kennari gefi sig að þcim málum í heyranda hljóöi. En þegar stríðið harðnar og barist er jafnvel upp á líf og dauða svo sem nú er, þá vand- ast máliö um afstöðu kennarans. A nieðan ekki er svo langt komið flokkaskiftingu i stjórnmálum — sem eg vona að seint verði —- að menn skipist í flokka eftir skóláhéruðum, ]>á verð- ur kennarinn að leysa það vandaverk að kenna börnum frá heimilum ólíkrar skoðunar, ef til vill börnum foreldra úr öll- um flokkum. Og ]iað skal meira en meðalmann til að vinna það skólastarf, svo að vel sé, og vera um leið pólitiskur skjaldberi og berserkur. Það þarf ekki að leiða neinum getum að ]tessu. Reynsla síðustu ára hefir sýnt það, að þar sem kenn- arinn gengur fram fyrir skjöldu í stjórnmáladeilunum, þar hefir kviknað ófriðareldur innan skólaveggjanna, svo að haldið hefir við upphlaupi og brottflæniingi kennarans. Og ]>að er mjög hætt við, aö sú reynsla eigi eftir að staðfestast betur og betur, að minnsta kosti ef flokkastreitan á enn eftir að aukast. Eg held því, að ]iaö sé blátt áfram hyggilegast hveri-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.