Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 22
MENNTAMÁL n8 lilílar. Það er að vísu allmikill galli, að þurfa að nota skólastofu fyrir funda- og skemmtanastað. Yrði það að vera í fullu samráði við forstöðumann iieimilisins, enda mætti þá síðar byggja sérstaklega yfir þessa starf- semi, ef nauðsyn kreföi. Áætlaður kostnaður við byggingu þessa húss er 27 þúsund krónur. Þar af er aðkeypt efni, samkvæmt út- reikningi, um 14 þúsund krónur. Innlent efni og öll vinna lö þúsund krónur. Samkvæmt lögum um heima- vistarskóla leggur ríkið fram helming stofnkostnaðar sem styrk. Lætur þá'nærri að styrkurinn nægi fyrir að- keyptu cfni. Sá hlutinn, sem skólahéraðið leggur þá til, cr innlenda efnið og öll vinnan, sem annaðlivort yrði lögð fram af héraðsbúum með frjálsum framlög- um, eða ]>ví yrði jafnað niður á menn eftir efnum og ástæðum. Þó færi það aldrei svo, að béraðsbúar slyppu alveg við bein peningaframlög. Þeir yrðu alltaf að greiða kaup eins eða tveggja iðnlærðra manna. Sjálf- sagl er að úvega efni milliliðalaust, eða leita lilboða í efni og vinnu, ef ekki væri unnið i þegnskaparvinnu. Á þann hátt mætti mikið sparast, og þá vila alllaf fyrir- fram nokkurnveginn um kostnað. Lögum þessum þyrfti að breyta þannig, að ríkið legði fram allt aðkeypt efni, komið á land á næstu höfn við skólastaðinn, og auk þess vinnu eins smiðs. Þá þyrfti að komast á föst fjárveiting til þessara bygginga, meiri en verið befir. Meginliluti reksturskostnaðar fcr eftir lögum þar um, svo sem laun kennara, Iiitun, birðing og viðhald liússins. Kostnað við heimilishaldið, fæði barnanna og starfsfólks og kaup |)ess, yrðu auðvitað aðstandendur að greiða. Nú mun þvi vera þannig liáttað í ýmsum heimavistarskólum landsins, að heimilin leggja á borð með börnum sínum, og verður ])að því ekki eins lil- finnanlegt, eins og ef greiða þyrfti ákveðið með hverju

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.