Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL eru mörg'. svo mörg ac'i þess er enginn kostur aö minnast á þau ()11 hér. Aöeins tvö þeirra vil eg fara um örfáum orS- um, þau tvö. sem nú sem stendur viröast koma mestu róti á hugi manna. Það eru trúmálin og stjórnmálin. En það skal tekið fram, að eg ætla mér ekki i þessum fáu orðum að fara að deila á nokkurn 'mann eða flokk manna. Þau eru ekki annað en lýsing á persónulegri skoðun minni á því, hver sé og eigi að vera afstaða kennarans til Jtessara vandamála. Lnda liggur það í auguni uppi, að hér er hvorki staður né stund til langrar rökræðu, og þvi síður viðeigandi að fara liér út í ádeilu og illdeilur. Það stendur nú einmitt svo á, að þið, sem útskrifist nú. haf- ið nýlega látið í ljós álit ykkar uni annað þessara mála. Eg á þar við ritgerö ykkar um kristindómsfræðslu í harnaskól- um. Það leynir sér ekki þar, að ykkur finnst úr mörgu vöndu að ráða. ()g nrér finnst það líka. Spurningarnar reka hver aöra. Sú fyrsta og ef til vill veigamesta er þessi: Á að kenna kristinfræði í barnaskólum eða ekki? Ekki er eg í neinum vafa um það, að ef sú spurning væri borin undir atkvæöi allra harnakennara í landinu, þá yrÖu fleiri meÖ því en móti — líklega mjög miklu fleiri. Og mér er engin launung á þvi, að eg fylgi þeim að málum, sem ekki vilja fella niður kristin- dómsfræðslu. Og það er fyrst og íremst af þeirri ástæðu, að eg lít svo á, aö með því að fella þá námsgrein niður, væru skólarnir að slá úr hendi sér eitt hvassasta vopnið í barátt- unni fyrir því góöa og gegn því illa i þjóðfélaginu. Með ])\ i væri kastað á glæ einhverjum veigamesta möguleika skól- anna til þess að ala uþp góða menn og nýta i landinu. — Ifg sagði möguleika. en hitt er annaö mál, hvernig sá möguleiki hefir verið og er notaður. Og þá kem eg aö annari spurn- ingunni: Eru kennsluaðferðir og kennslubækur þær. sem not- aðar ern viö kristindómsfræösluna svo góöar sem skyldi? Eí sú spurning væri borin undir atkvæði kennara, býst eg við að fléiri yrðu móti en með. Af venjulegri og skiljanlegri mann- legri fastheldni í andlegum efnum hefir svo farið, að þar hef-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.