Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.10.1933, Blaðsíða 20
MENNTAMÁL 116 út af fyrir sig, en nauðsynlegt virðist, að verkaskipting- in sé greinilegri, að starfshóparnir skipli umbótamál- unum með sér og vinni að þeim eftir fastri, fyrirfram ákveðinni áætlun. Hygg eg heppilegí að stefna að því, > að þessi mál vrðu unnin og levst í nánu sambandi við starfsemi skólaheimilisins, I)æði vegna heimilisins sjálfs og félaganna. Með því vrði þetta starfs- og skóla- lieimili miðstöð fræðslu og allra samtaka, sem miðuðu að menningu og Iieill héraðsins. Einn ])áttur þessara samtaka eru slcemmtanir. Þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þeirra og uppeldisáhrif, ef rétl er á haldið. Þeim þarf að beina í holla og rétta átl. Yfirleitt er árangur náms og starfs oft hin l)estu skemmtiatriði. í sambandi við slíkar skemmtanir eru óteljandi tækifæri lil að vinna í þágu fræðslu- og félags- mála og að menningu Iiéraðsbúa. Prúð framkoma, ein- urð, og sú göfuga kennd, að geta glaðst með glöðum, fær alltaf að prófast á slíkum stundum. Eitt af þvi, er eg gat um áðan, var að nota mætti heimili þetta til dvalar ^ Larna úr kaupstöðum og sjávarþorpum á sumrin, við nám og vinnu. Einkum í hinum stæri’i kaupstöðum iandsins vaxa upp börn, sen) vantar skilyrði til dvalar í sveit. Það eru veikluð börn, og það cru börn, sem á ein- livern hátt þurfa þess með, að auka andlegaoglíkamlega heilbrigði sína við vinnu og góð lífsskilyrði. Eða harna- hópar sem dveldu þar tíma og tíma sér lil hressingar, við íþróttanám, þar sem jarðhiti væri. Auðvitað yrði þetta helzt í námunda við kaupstaðina, lil dæmis á Suðurlandsundirlendinu fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og Vcstmannaeyjar, á Reykjanesi við Isafjarðardjúp fyrir Vestfirði, i Eyjafirði fyrir Akureyri og Siglu- fjörð, á Fljótsdalshéraði fyrir Austfirði. Þörfin á meira sólskini, hreinu lofti, eða með öðrum orðum aukinni ^ Iirevsti barna vorra, er ómótmælanleg. Þegar velja skal stað i héraðinu fyrir heimili þetla,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.