Menntamál - 01.01.1945, Síða 6

Menntamál - 01.01.1945, Síða 6
2 MENNTAMÁL Hér heima á íslandi hafa líka gerzt stórtíðindi síðan í vor, þótt ekki hafi staðið um þau neinn styrjaldargnýr. í fullum friði og eindrægni, með samþykki hinna voldug- ustu aðilja höfum við fslendingar náð því marki, sem ýms- ar aðrar þjóðir keppa að dreyra drifnar milli valkasta vígvallanna, því marki að teljast frjáls þjóð í frjálsu landi. Ógleymanlegt Verður hverjum íslendingi, sem staddur var á Þingvöllum 17. júní í vor, það sem þar gerðist. En eftirminnilegast, finnst mér, að verið hafi að heyra raddir erlendu stórveldafulltrúanna bergmála milli klettanna viðurkenningu þeirra á stofnun lýðveldis á fslandi. Sú athöfn var að vísu einn merkasti þátturinn í því, sem þarna gerðist, og hún var táknleg um leið. íslenzk var foldin, steini studd, sem þessir sendiboðar erlendra stór- þjóða stóðu á. íslenzkt var veðrið, vorhretið og rigningin. En útlend var röddin og hreimurinn, sem kvað við milli klettanna og barst með öldum loftsins um óravegu. Á íslenzku bergi munum við þurfa að standa stöðugir í framtíðinni til þess að gæta þess réttar, sem við höfum fengið viðurkenndan. íslenzkt hret og hregg verðum við að standast og þola úr hverri átt sem það kemur og á hvaða árstíma sem það dynur yfir. Þess verðum við einnig að gæta í framtíðinni að láta hvorki glepja okkur né ginna raddirnar utan að frá umheiminum. Við erum komn- ir í kallfæri við aðrar þjóðir. Raddirnar þaðan munu berast til okkar hér eftir. Við getum ekki og eigum ekki að loka eyrunum fyrir þeim. En við verðum að vera menn til að standast þær. Við megum ekki elta þær eins og óvitinn eltir bergmálið. Ekki er nú því að treysta framar, að við getum falið okkur fyrir heiminum í fjarlægð og einangrun, eins og hersnekkjur nútímans hylja sig í reykjarmekki. í fullri dagsbirtu og áheyrn umheimsins verðum við að sýna það í verki, að við séum þess maklegir að heita frjáls þjóð

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.