Menntamál - 01.01.1945, Side 8

Menntamál - 01.01.1945, Side 8
4 MENNTAMÁL sé að hafa það heldur, er sannara reynist. Þessi orð fela það í sér, að sannleiksleitin getur verið erfið og sannleik- urinn vandfundinn jafnvel glöggskyggnum mönnum, sem leita hans af alúð. Ég hygg, að hugtakið sannleikur í orðum Krists, sem ég vitnaði til, sé mjög víðtækt. Það felur í sér miklu meira en það, að segja satt, en ekki ósatt. Sannsöglin ein er þó ærið erfitt viðfangsefni. En hugtakið felur einnig í sér það, að vera sannur í hugsun og sannur í athöfnum, sannur gagnvart sjálfum sér, sannur gagnvart öðrum, láta alltaf stjórnast af því, sem samvizka og sannfæring segir, að rétt sé, en breyta aldrei á móti betri vitund. Þann mann, sem því marki nær, gerir sannleikurinn frjáls- an. En það mark er fjær öllum þorra manna en virðast kann í fljótu bragði. Það kostar mikinn sjálfsaga, mikla þrautseigju og margar fórnir að ná því marki. Leitin að sannleikanum er oft löng og erfið. Langur og erfiður námsferill er órækt vitni þess. í raun og veru er allt nám leit að sannleika. Sagan, landafræðin, nátt- úrufræðin geyma brot af sannleikanum um það, sem hefur gerzt og gerist í heiminum, bæði meðal manna og í nátt- úrunni, og svo mætti fleira telja. Það er augljóst mál hverj- um manni, hversu mikið erfiði það er að tileinka sér þann sannleika. Sú leit er endalaus, því að hver úrlausn fæðir af sér nýtt viðfangsefni. En sannleiksleitin er einnig örðug á öðrum sviðum. Og oft er hægara að koma auga á það, sem ekki er sann- leikanum samkvæmt, heldur en sannleikann sjálfan. Það finnum við bæði með sjálfum okkur og í viðurskiptum við aðra menn. Við erum ekki alltaf sönn gagnvart sjálf- um okkur. Sjálfsblekking er algengari en margur heldur, og hún er til í ýmsum myndum. Einn vantreystir sjálf- um sér og elur með sér þá sannfæring, að hann sé minni máttar en hann er í raun og veru. Annar oftreystir sjálf- um sér og telur sér allt fært, en stendur fastur í fyrstu

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.