Menntamál - 01.01.1945, Síða 9

Menntamál - 01.01.1945, Síða 9
MENNTAMÁL 5 torfæru, sem á vegi hans verður. Einn hyggur sig minni eða verri en hann er, annar meiri eða betri. Allt stafar þetta af skorti á sjálfsmati og sjálfsuppeldi, stafar af því, að menn hafa ekki fundið sannleikann um sjálfa sig eða misst sjónar á honum. Ekki getum við heldur hrósað okkur af því, að við sé- um sönn gagnvart öðrum mönnum. Dæmi þess eru deg- inum ljósari. í þjóðmálum okkar sýnist mjög sitt hverjum. Um sama hlut segir einn þetta, annar hitt. Þó að stund- um eigi það sér stað, að báðir hafi rétt fyrir sér út frá mismunandi sjónarmiðum, mun hitt algengara, að annar — ef ekki báðir — hafi rangt fyrir sér, stundum óaf- vitandi, stundum vísvitandi. 1 ofurkappi deilumálanna er það oft hentisemi líðandi stundar, sem mestu ræður, en ekki hitt, hvað sannara reynist. Slíkir höggstaðir eru því miður allt of margir í þjóðmálum okkar unga lýðveldis og auðvelt að hitta, ef menn vilja kasta steini að þeim, sem framarlega standa á þeim vettvangi. En eigum við ekki að gæta að því fyrst, hvort ekki eru snöggir blettir á okkur sjálfum? Erum við sönn í daglegri umgengni við aðra menn? Þeirri spurningu svari hver fyrir sig. Ég þykist fara nær um svarið, ef það er haft heldur, sem sannara reynist. Sannleiksleitin er endalaus og á sér engin takmörk. Hún er leit mannsandans að fullkomnun, að fullkomnu frelsi, frelsi í hugsun, orði og athöfn gagnvart sjálfum okkur og umheiminum. Við þekkjum ekki og munum aldrei í þessu lífi þekkja nema lítið brot af sannleikanum. En það brot er þó svo stórt, að nægja mun til að gera frjálsan hvern þann, sem alltaf og alls staðar telur sér skylt að vera sannleikans megin og þjóna honum í hvívetna afdráttarlaust. En ég veit vel, að þetta er eitt af því, sem auðvelt er að tala um, en ótrúlega erfitt að framkvæma ófullkomn- um mönnum.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.