Menntamál - 01.01.1945, Page 10

Menntamál - 01.01.1945, Page 10
6 MENNTAMÁL Ef til vill finnst ykkur, ungu menn og konur, sem hér eruð nú komin til þess að setjast á skólabekk, að ég sé hér að tala út í hött um torskilda lífsspeki, sem ykkur og skólanámi ykkar komi ekki við. Ef svo er, hef ég misst marks. Það, sem ég vildi með þessum orðum mínum, var það, að leggja ykkur sem ríkast á hjarta, að hingað eruð þið komin til þess að leita sannleikans, ekki aðeins þess sann- leika, sem opinberast ykkur í námsbókunum og fræðslu okkar kennaranna, heldur einnig þess sannleika, sem finnst með því að aga sjálfan sig og temja, ala sjálfan sig upp, þess sannleika, sem ber þann ávöxt, að maður verður sannur við sjálfan sig, sannur við aðra menn og sannur í hugsjón sinni um æðri tilgang lífsins. En til þess að sú leit ykkar beri árangur, verðið þið mikið á ykkur að leggja. Af eigin rammleik getur ykkur orðið mikið ágengt, ef góður og vakandi vilji fær að ráða. Með aðstoð þeirra, sem ykkur munu leiðbeina hér, getur árangurinn orðið enn meiri. En gleymum samt ekki að leita fulltingis hans, sem mestu ræður, hans, sem einn þekkir og skilur allan þann sannleika, sem getur gert ykkur frjáls. Ég vil því enda orð mín með því að biðja guð, hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar, að blessa ykkur starfs- tímann, sem í hönd fer, svo að hann leiði ykkur nær hinu fjarlæga marki, að verða frjálsir menn og fullkomnir. Guð blessi ísland og íslenzku þjóðina og alla þá, sem vilja henni vel gera og varðveita frelsi hennar um ókomn- ar aldir. Freysteinn Gunnarsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.