Menntamál - 01.01.1945, Page 12

Menntamál - 01.01.1945, Page 12
8 MENNTAMAL börnum til náms á málleysingjaskólann í Kaupmannahöfn. Fyrsta barnið mun hafa verið sent 1820, en alls voru 24 börn send þangað frá íslandi á tímabilinu 1820—67. Þetta var vitanlega bæði óhentugt og dýrt, enda leyfði stjórnin 1827 og 1828, að kostnaður við dvöl tveggja barna væri greiddur úr jarðabókarsjóði, þar sem íoreldrar þeirra gætu eigi sent þau til náms að öðrum kosti, og 8. janúar 1831 tilkynnti hún, að þegar þannig sé ástatt um mállaus börn, skuli námskostnaður þeirra greiddur úr hlutaðeig- andi amtssjóði (fátækrasjóði). Þá bendir stjórnin á það nokkru seinna (14. ágúst 1832), að miklu mundi hentugra, að íslenzkir málleysingjar gætu fengið kennslu í landinu sjálfu. Yfirleitt sýnist danska stjórnin hafa viljað hlynna að námi málleysingjanna eftir föngum. Þannig var ís- lenzkum málleysingja gefinn vefstóll með öllum útbúnaði 1848, vegna þess að íslenzku vefstólarnir voru öðru vísi en hann hafði vanizt á skólanum í Kaupmannahöfn. Ekki voru íslendingar fljótir til að taka undir þá bend- ingu stjórnarinnar, að hentugast væri að kenna málleys- ingjunum í landinu sjálfu. Eitthvað hafa þó sumir prest- ar fengizt við kennslu málleysingja, þótt hér skorti gögn til að rekja það nánar. Og árið 1857 kom út ofurlítið kver norður á Akureyri, „Fingramálsstafróf skrifað af Sigfúsa Sigurðssyni mállausa. Skorið í tré og kostað af Jósef Grímssyni gullsmið.“ í kverinu er mönnum kennt, hvernig hver stafur í stafrófinu er táknaður á fingramáli, en innan á titilblaðinu er þessi staka: List hér eina lærðu, mann, lítið áður kunna, mikið sem að mállaus ann maður og falda sunna. Höfundur kversins mun vera sá Sigfús Sigurðsron úr Hálshrepp í Suður-Þingeyjarsýslu, sem leyfð var náms-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.