Menntamál - 01.01.1945, Síða 15

Menntamál - 01.01.1945, Síða 15
MENNTAMÁL 11 að það gegnir furðu, hversu margir mállausir og heyrn- arlausir frá íslandi deyja í skólanum, því að af þeim 24 íslendingum, sem hafa komið í skólann frá því 1820, hafa ekki færri en 8 dáið, meðan þau voru þar.“ Páll hóf kennslu sína 1868, og voru þrír unglingar hjá honum fyrsta árið. Hann skyldi sjá nemendum sínum fyrir fæði, fatnaði og hús- næði, auk kennslunnar, en 120 rd. tók hann í meðlag með hverjum yfir árið. Hafði stjórnin mælt svo fyrir, að þann kostnað mætti greiða úr amtssjóði, ef foreldra brysti efni. Á alþingi 1869 fór séra Páll fram á, að hann fengi nokkurn styrk til kennsl- unnar. Var því vel tekið, og naut hann jafnan nokk- urs kennslustyrks upp frá því, bæði meðan fjárveit- ingavaldið var í höndum dönsku stjórnarinnar .og eins eftir að alþingi tók við því 1874. Á þessu sama þingi flutti séra Páll tvær merkilegar tillögur um málefni málleysingjanna, en hann var þá sjálf- ur þingmaður Skaftfellinga og var það til 1879. Sú var önnur, að lögleidd yrði skólaskylda fyrir alla málleysingja, en hann kvað mállaus börn innan tvítugs vera þá 17 á öHu landinu, samkvæmt skýrslum presta til biskups. Jafn- framt vildi hann stofna fastan skóla handa málleysingj- unum, og mætti halda uppi kennslu handa blindum mönn- um á sama stað, til þess að draga úr kostnaðinum. Tillaga þessi var felld með 19 atkvæðum gegn 5. Þessir 5, sem

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.