Menntamál - 01.01.1945, Page 21

Menntamál - 01.01.1945, Page 21
MENNTAMÁL 17 ur lauk stúdentsprófi 1936, og tók kennarapróf frá kenn- araskólanum og heimspekipróf vorið eftir. Síðan stundaði hann nám erlendis, 1939 við Der Staatlichen Gehörlosen Schule í Berlín, en fór til Danmerkur skömmu eftir að stríðið skall á og hélt áfram námi við Det kongelige Döv- stumme-Institut og Statens Institut for Talelidende. Seinna dvaldi hann í Ameríku við nám í Clark School for the Deaf í Northhampton í Massachusetts og lauk prófi það- an vorið 1943. — Brandur er lesendum Menntamála að góðu kunnur vegna greina sinna um málleysing.i'a og kennslu þeirra í síðasta árgangi tímaritsins. Ólafur Þ. Kristjánsson. Kennarafélag Akraness hefur gefið út blaff sitt, Foreldrablaðið, nokkru fyrir jólin, eins og það hefur gert þrjú skipti áffur. Aðalefni blaðsins er þrjár ræður. sem haldnar voru viff skólasetningu á Akranesi i. október s.l. Er ein ræða hins nýja skólastjóra, Eriffriks Hjartar, önnur ræða formanns skólanefndar, séra Þorsteins Briem, — og er frá henni sagt nokkuð á öðrum stað hér í heftinu, — og hin þriffja ræða fráfarandi skóla- stjóra, Svövu Þórhallsdóttur. Af öffru efni lilaffsins má nefna: Um gildi íþrótta eftir Karl I-Telgason kennara og Hvernig verðnr œsku- °g unglingsárunum bezt varið? eftir Guðmund Björnsson kennara. Heimili og skóli. 6. hefti síffasta árgangs þess er ekki siffur fjölbreytt að efni og læsilegt en fyrri hefti þessa ágæta tímarits norðlenzkra kennara. I þetta liefti skrifa: séra Friðrik J. Rafnar, Hannes J. Magnússon, séra Benjamín Kristjánsson, Snorri Sigfússon, Valdimar V. Snævarr, Eirík- ur Sigurffsson og Örn Snorrason. Er þar að mörgu umhugsunarefni vikið, og á ritið erindi til alls þorra manna, bæffi kennara og leik- manna, sem ekki er sama, hvernig lil tekst um uppeldi þeirra manna, sem eiga að erfa landið.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.