Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 22
100 MENNTAMÁL og Kipling. Óhætt mun að fullyrða, að þetta er hentug bók fyrir þá, sem vilja kynna sér úrval enskra ljóða. The Teaching of English as a Second Language, eftir I. Morris, B. A, 136 + VIII bls., verð 3 sh. (í bandi). Nafn bókarinnar segir til um efni hennar. Hún er ætluð kennurum. í henni er gerð grein fyrir ýmiss konar mark- miði tungumálanáms og síðan fyrir einstökum þáttum námsins, sem kennarar leggja mismunandi áherzlu á, svo sem kunnáttu í málfræði, tali, lestri eða ritleikni, en það er mjög komið undir tilgangi kennslunnar, á hvern þess- ara þátta ber að leggja mesta áherzlu. Ekki er neinni sér- stakri kennsluaðferð haldið fram í bókinni, heldur er iðu- lega vitnað til sérfræðinga, er andstæðar skoðanir hafa haft á þeim efnum, og þeir látnir færa fram rök fyrir kenningum sínum og jafnframt gagnrýna kenningar and- stæðinganna. Höfundurinn virðist gera sér far um, að leggja viðfangsefnið sem allra greinilegast og skýrast fyrir kennarana, sem bókin er ætluð, og verður ekki annað séð en bókin sé hin þarfasta handbók öllum þeim, er við enskukennslu fást, og getur reyndar gefið kennurum, er kenna önnur erlend mál, margar nytsamar bendingar, því að margt í henni á við öll tungumál og alla tungumála- kennslu. Er ritstjóra Menntawáia ekki með öllu grunlaust um, að sumu því, sem þarna er að vikið og athygli vakin á, sé ekki alltaf gaumur gefinn í tungumálakennslu hér á landi. Macmillan & Co. Ltd. í London hefur gefið báðar þessar bækur út.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.