Menntamál - 01.05.1953, Side 20

Menntamál - 01.05.1953, Side 20
62 MENNTAMÁL stjóri í Pfáffikon (þekktu uppeldisheimili handa afbrigði- legum börnum) hefur tekið þessa kennsluaðferð upp að nokkru leyti, aðallega við kennslu yngri barnanna. Pestalozziheim í Pfáffikon liggur um klukkustundarferð frá Ziirich. Þar eru 35 börn á skólaaldri og auk þess 15, sem sækja skólann þangað, en búa heima. Aðalbyggingin er gamalt bændabýli, sem breytt hefur verið og bætt við eftir þörfum. í fyrra festi heimilið kaup á næsta húsi, sem verið var að breyta og lagfæra í vetur, svo nú getur það tekið við 15 börnum í viðbót. Börnin eru öll vangefin, greindarvísitala 65—90, en neðar vill Bolli ekki fara. Nokkur hluti barnanna er úr sveitinni í kring, en sum frá Zúrich eða Winterthur, börn, sem ekki er hægt að hafa heima vegna skaðlegra áhrifa heimilanna. Skólinn er í þremur deildum og kennir Bolli skólastjóri elztu börn- unum sjálfur. Fyrir þau yngstu og þroskaminnstu er einnig leikskóli. Til Pfáffikon fórum við einu sinni í viku og vorum þar hálfan dag í hvert skipti. Bolli skólastjóri hafði með okkur tíma í kennslufræði, einnig sagði hann okkur frá rekstri barnaheimila, auk þess sem hann leiðbeindi okkur við rannsóknir á börnun- um, sem var annað aðalverkefni okkar þar. Hvert okkar skrifaði svo skýrslu um eitt barn þar, eins konar próf- ritgerð. Drengurinn, sem ég skrifaði um, er, auk þess sem hann er vangefinn (greindarvísitala 78 samkvæmt Biásch), dæmi um það, hver áhrif slæmt uppeldi getur haft. Hann er í raun og veru þægðarbarn, en var orðinn gjör- samlega óviðráðanlegur, þegar honum var komið til Pfáffikon. Þar er hann nú búinn að vera nokkurn tíma og er að verða allur annar. Annan hálfan dag einu sinni í viku vorum við sitt í hverjum skólanum í Zúrich. Þar áttum við að kenna einn tíma í hvert sinn. Hinn tímann gátum við svo notað til þess að fylgjast með kennslunni eða prófa börnin eftir vilú. Ég var í svonefndri „sérdeild handa afbrigðilegum börn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.