Menntamál - 01.04.1957, Side 100
86
MENNTAMÁL
Kvaðst hann alltaf hafa verið hlynntur kennsluaðferð-
um starfskólans, en eftir síðari heimsstyrjöldina hefði
hann tekið þær upp og beitt þeim síðan eingöngu við
kennslu hinna svokölluðu lesgreina. Sagði Wangerud, að
ekkert gæti haft þau áhrif, að hann breytti um og tæki
aftur upp lexíunám og yfirheyrslu.
Á stríðsárunum tóku Þjóðverjar flesta barnaskólana
í Osló til eigin afnota. Urðu kennarar þá að fara heim til
barnanna og kenna þeim, ná þeim saman í smáhópa til
þess. Hentaði þá vel að leggja ýmiss konar verkefni fyrir
nemendurna til úrlausnar. Kvað Wangerud starfið þá
hafa sannfært sig um ágæti þessarar kennsluaðferðar.
Sonja, kona Wangerud, kennir einnig við Majorstua-
skóla. Er hún, sem maður hennar, eindreginn formælandi
starfskólans.
Hafa þau hjónin skrifað bók um það efni, er heitir:
„Fra sandkasse til gruppearbeid".
Eitt kvöldið buðu þau hjónin mér að koma í skólann
og hlýða á, er nemendur frúarinnar, stúlkur í 7. bekk,
skiluðu og legðu fram verkefni í félagsvinnu. Þetta var
jafnframt nokkurs konar foreldrafundur, því að foreldr-
um stúlknanna var boðið að hlýða á, og á eftir var rætt
við þá um starf þetta. Einnig voru þarna nokkrir kenn-
aranemar, er voru nemendur þeirra hjóna, en frú Sonja
er líka æfingakennari sem maður hennar.
Frúin ræddi fyrst um verkefnið og gat þess, að hún
hefði fyrr um veturinn skýrt frá því á foreldrafundi, að
hún hefði í hyggju að leggja verkefni þetta fyrir bekkinn,
og nú væri komið að efndunum. Nemendurnir legðu nú
fram úrlausnir sínar, sem væru hinn sýnilegi árangur
starfsins. Hitt kvaðst hún vona, og í raun og veru vera
viss um, að úrlausn slíkra verkefna væri nemendunum
drjúgur þroskagjafi.
Verkefnið í heild var um samgöngur, en starfsvið
vinnuhópanna voru þessi: