Menntamál - 01.04.1957, Page 100

Menntamál - 01.04.1957, Page 100
86 MENNTAMÁL Kvaðst hann alltaf hafa verið hlynntur kennsluaðferð- um starfskólans, en eftir síðari heimsstyrjöldina hefði hann tekið þær upp og beitt þeim síðan eingöngu við kennslu hinna svokölluðu lesgreina. Sagði Wangerud, að ekkert gæti haft þau áhrif, að hann breytti um og tæki aftur upp lexíunám og yfirheyrslu. Á stríðsárunum tóku Þjóðverjar flesta barnaskólana í Osló til eigin afnota. Urðu kennarar þá að fara heim til barnanna og kenna þeim, ná þeim saman í smáhópa til þess. Hentaði þá vel að leggja ýmiss konar verkefni fyrir nemendurna til úrlausnar. Kvað Wangerud starfið þá hafa sannfært sig um ágæti þessarar kennsluaðferðar. Sonja, kona Wangerud, kennir einnig við Majorstua- skóla. Er hún, sem maður hennar, eindreginn formælandi starfskólans. Hafa þau hjónin skrifað bók um það efni, er heitir: „Fra sandkasse til gruppearbeid". Eitt kvöldið buðu þau hjónin mér að koma í skólann og hlýða á, er nemendur frúarinnar, stúlkur í 7. bekk, skiluðu og legðu fram verkefni í félagsvinnu. Þetta var jafnframt nokkurs konar foreldrafundur, því að foreldr- um stúlknanna var boðið að hlýða á, og á eftir var rætt við þá um starf þetta. Einnig voru þarna nokkrir kenn- aranemar, er voru nemendur þeirra hjóna, en frú Sonja er líka æfingakennari sem maður hennar. Frúin ræddi fyrst um verkefnið og gat þess, að hún hefði fyrr um veturinn skýrt frá því á foreldrafundi, að hún hefði í hyggju að leggja verkefni þetta fyrir bekkinn, og nú væri komið að efndunum. Nemendurnir legðu nú fram úrlausnir sínar, sem væru hinn sýnilegi árangur starfsins. Hitt kvaðst hún vona, og í raun og veru vera viss um, að úrlausn slíkra verkefna væri nemendunum drjúgur þroskagjafi. Verkefnið í heild var um samgöngur, en starfsvið vinnuhópanna voru þessi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.