Menntamál - 01.12.1967, Side 4
192
MENNTAMÁL
BRODtíl JÓHANNESSON skólastjóri:
Skólasetning Kennaraskóia íslands í Háskóla-
bíói, föstudaginn 20. október 1967 kl. 14
Hœstvirtur menntamálaráðherra, borgarstjóri, nemendur.
kennarar, ágcetu gestir.
Ég býð ykkur öll velkomin liingað í dag og bið þess að misk-
unn Guðs og gifta vor allra tengist í góðum hug og farsælu
starli á þeim vetri, sem nú er að hefjast, en hann er hinn sextug-
asti frá því að Kennaraskóli íslands tók til starfa.
Skólasetning Kennaraskólans ler nú fram í síðara lagi, en 7
vikur eru liðnar frá því að kennaradeild stúdenta hóf nám að
þessu sinni, en hún byrjaði 1. sept. Um 100 gagnfræðingar hófu
nám á undirbúningsnámskeiði þann 5. sept. og kennsla byrjaði
í menntadeild 22. sept. Fyrstubekkingttr allir komu í skólann
28. sept., og var þeim látin í té, svo sem fyrr hefur verið, alls-
herjarkynning á skólanum og náminu á þriggja daga námskeiði.
Fjórði bekkur og annar bekkur undirbúningsdeildar sérnáms
hófu námið 2. okt. og aðrir bekkir degi síðar.
1 ltversdagslegri einfeldni sinni hættir manneskjunni jafnan
til að gera þar mun og draga þar markalínur, sem munur verður
ekki gerður né nokkrar línur dregnar á skörpum skilum. Þetta á
við livort tveggja, til dæmis að taka, einstaklinga og stofnanir.
Stofnanir eru hluti samfélags síns og sögu, einstaklingar einnig.
Við berum miirk siigu okkar og fortíðar, liggjum í viðjum
hennar, hún skorðar dómgreind okkar og dóma og gerir okkur,
sem komnir erum yfir miðjan aldur, að mönnum horfinnar
kynslóðar, að mönnum liðandi og horfinnar kynslóðar, þegar