Menntamál - 01.12.1967, Page 5
MENNTAMAL
193
be/A lætur. — HitL er svo annað mál, að horfin kynslóð var
stundum ekki með öllu ómerk kynslóð. —
Ég kemst ekki undan því að bera mörk þeirrar kynslóðar, sem
heyrði á haustum veðurdyn í skörðum, sá skuggana leggjast á
fjallið og skaflana að veggjum og gluggum bæjarhúsanna. Og
þá var margur fús að flytja sína haustprédikun nteð stríðum
orðum og glöggum dæmum um að spara heyin, eldiviðinn og
matinn. — Eitt dæmið urn kuldann sem yfir mannfólkið gekk
var stutt og laggott:
Þann vetur var svo kalt, að vatnið þraut í Brunnmelslind-
inni.
Svo einfalt var þá að nræla hitastigið og segja skilmerkilega
frá því, svo einfalt var þá að velja texta sinnar haustprédik-
unnar, svo einfalt var þá að búast vetri.
Þau efni, er ég mun einkum gera nokkra grein fyrir að sinni
eru:
1. Breytingar á kennaraliði.
2. Aukin aðsókn að skólanum, nemendafjöldi og námsflokka-
fjöldi.
3. Breytingar á starfsháttum og breyttar og auknar þarfir á
starfsliði.
4. Tímamót í sögu skólans.
Breytingar á kennaraliði.
Á föstu kennaraliði Kennaraskólans hafa orðið þessar breyt-
ingar:
Frú Erla Geirsdóttir dönskukennari lét af störfum og tók
við embætti við Menntaskólann í Hamrahlíð.
Gestur Þorgrímsson Leiknikennari er í ársleyfi.
Óskar Hallgrímsson cand. mag. er í árs leyfi og kennir við
Háskóla íslands. Þó kennir hann í vetur ísl. bókmenntir í fi
deildum annars bekkjar.
Sigríður Valgeirsdóttir M. A. er í ársleyfi og leggur stund á