Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL
195
lands 1965. Hún var stundakennari við Kennaraskólann 1965—
66 og stundaði lramhaldsnám í Þýzkalandi s. 1. vetur.
Nýir stundakennarar eru 25 talsins.
Síaukin aðsókn.
Aðsóknin að Kennaraskólanum hefur enn aukizt, bæði inn
í 1. bekk og kennaradeild stúdenta, en auk þess befur \erið
leitað fastar á en nokkru sinni fyrr um að þreyta próf og setjast
í aðra bekki skólans. Heildarfjölgunin frá síðasta hausti er
rúml. 180 nemendur. Kemur bún einkum frarn í 2. bekk skólans,
en þar verðttr sexskiptur árgangur í almennu kennaradeildinni,
auk undirbúningsdeildar sérnáms, en hún er einsett bæði í 1.
og 2. bekk. Alls er í 2. bekk 181 nemandi í 7 bekkjardeildum,
svo að nemendafjöldi er þar að meðaltali skaplegur í bverri,
í 1. bekk eru hins vegar 212 nemendur einnig í 7 bekkjar-
deildum, og er því meðaltalið rúml. 30 í bekk. Er þessi mikli
fjöldi örðugur viðfangs í venjulegri bekkjarkennslu, m. a. annars
af því, að bekkirnir hafa yfirleitt ekki fastar stofur, heldur er
leitazt við að fylgja sérstofuskipan af faglegum ástæðum, en
sökum þrengsla verður einnig að gernýta allar stofur og smugur.
Verður því að láta fjölmennustu bekkina ráða lágmarksfjölda
borða og stóla í bverri stofu. Því mun reyna rneir en nokkru
sinni fyrr á þolgæði og lipurð nemenda og kennara í þessum
bekkjum, en öllum er skylt að gera sér vandann Ijósan þegar
í upphafi.
í 3. bekk eru nemendur 81, en 75 í 4. bekk, og eru báðir
þrískiptir.
Stúdentar eru 65, og í binni nýju menntadeild eru 28, í
handavinnudeiklinni eru 30 nemendur.
Alls verðtt því kennaranemar í skólanum á þessum vetri 671.
í Æfingaskólanum verður 181 barn.
Heildarnemendafjöldi í húsinu er því 852.
Fastir kennarar eru alls 27, en 50 stundakennarar.