Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 10
198
MENNTAMÁL
bekknum, og hennar gætir fyrst á vinnumarkaöi eða í fiam-
haldsnámi nemendanna að skólatímanum öllum liðnum. Starf
skóla og skipan námsefnis er hugsað sem samfelld heild frá
upphafi námsgreinar til lykta hennar, með rökrænu samhengi
við aðrar námsgreinar. Því eru skyndibreytingar, mæltar af
munni eða leiknar af fingrum fram í eldri bekkjardeildunum,
fráleitar í eðli sínu.
Enn bætist ]wð við, að veigamiklar breytingar krefjast ávallt
mikils undirbúnings bæði í áætlun um framkvæmd og í hag-
nýtum lausnum á framkvæmdinni. Ef skóli er einokunarskóli
með heilli þjóð líkt og Kennaraskóli íslands er, þá hefur hann
enn þá brýnni skyldu, að flana ekki að neinu fremur en læknar
að því að gefa lyf, sem ekki er fullreynt. Að forystuhlutverki
skólans mun ég víkja síðar, þó fæ ég ekki vari/t því að geta þess.
að skólinn er ekki haldinn neins konar frumkvæðiskomjtlexi,
honum er nokkuð kunnugt um það, að sú öld er löngu liðin,
þegar menn áttu hugmyndir og frumkvæði. Miðlun hugmynd-
anna er nú svo ör, að þær liggja ekki lengur í loftinu, heldur
bókstaflega gagntalia það.
Með gildistöku hinna nýju laga um Kennaraskólann, var
undirbúningur þegar hafinn að framkvæmd þeirra.
Breytingar hafa gengið f'ram hljóðlega og nokkurn veginn
samkvæmt áætlun, nema aðsóknin, og nefni ég einkum ]tær
breytingar, er hefjast í fyrsta sinni á þessum vetri.
Undanfarna vetur hefur uppeldisfræðin einkum verið kennd
með fyrirlestrum í fjölmennum hópum og æfingum í 12—18
manna námsflokkum.
f vetur hefur slík kennsla verið tekin upp í íslenzku og íslands-
siigu. Þó hefur fámennisflokkum ekki verið æthtð rúm á töflu
í íslandssögunni og ekki í íslenzku í 2. bekk. Er það að vísu
bagalegt, því að ætla má, að nemendur fari á mis við ýmsa
mikilvæga þætti kennslunnar, ef þeir njóta fyrirlestra einna.
í 3. bekk hefur verið tekið upp frjálst val í sex bóklegum
og þremur verklegum eða öllu heldur músískum greinum. Bók-
legu greinarnar eru: danska, eðlisfræði, líffræði, saga, stærðfræði,