Menntamál - 01.12.1967, Síða 13
MENNTAMAL
201
legri myndskýringu, könnuð verða nokkur meginhugtök mynd-
listar svo sem myndbygging og inntaks þeirra leitað í dæmum
og verkum.
Þá verður nemendum kennt smellti eða emallering, og þar
reynir einnig á sköpunargáfu þeirra, þeir kynnast málmsmíði
og stein- og glerefnum, sem þeir læra að bræða á málminn og
velja fagra liti.
Síðar er þess vænzt, að unnt verði að fást við leirkerasmíði,
og tel ég þá ekki fleira að sinni — í þessum greinum.
V erkaskipting.
Það mun vart dyljast neinum, sem hér er í dag, að hinir fjöl-
þættu starfshættir Kennaraskólans og hinn mikli nemenda- og
kennarafjöldi krefst strangrar skipulagningar á umsjón og
ábyrgð.
Að vísu er stundakennarafjöldi óeðlilega mikill um sinn, þar
sem fjölgun nemenda og fastra kennara hefur ekki haldizt í
hendur. En hitt er trúlegt, að vinnubrögð þau sent fyrr var lýst
með fámennum nemendahópum samtímis, krefjist jafnan
tnargra stundakennara. Annað kemur einnig til álita: Við leit-
umst við að ná með þessum liætti til þrautreyndra manna frá
öðrum stofnunum, sem varða kennarana í starfi beint eða
óbeint má þar nefna stjórn fræðslumála, rannsóknarstofnanir
og heilsuvernd.1)
1) í uppeldisgréinum stjórna rannsóknaræfingum í fámennum
hópum Andri ísaksson forstöðumaður skólarannsókna Menntamála-
ráðuneytisins, Bjarni Bjarnason fil. kand., Gylfi Ásmundsson sálfræð-
ingur við sjúkrahúsið á Kleppi, Högni Egilsson skólastjóri við skóla
ísaks Jónssonar, Pálína Jónsdóttir B. A. (heilpadagog), Ragnar Georgs-
son fulltrúi á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Örn Helgason sál-
fræðingur, sérfræðingur Barnaverndarráðs Reykjavíkur.
Jónas Pálsson sálfræðingur, forstöðumaður sálfræðideildar skóla í
Reykjavík, annast kennslufræði ásamt æfingakennurum skólans.
Árni Þórðarson fyrrv. skólastjóri og Indriði Gíslason stjórna æf-