Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
203
þannig var það, þegar sii kynslóð var í skóla, sem nú fer með
ábyrgð og völcl í landinu.
Alvarleguslu þættir handleiðslu í skóla verða ekki leystir af
hendi án sérmenntaðs ráðgjafa. Sökum eigin nauðsynjar og
fordæmis kemst Kennaraskólinn ekki lengur hjá Jíví að skipast
auknu starfsliði til að inna skylilu faglegrar handleiðslu af
hendi.
Þessi efni eru fyrst og fremst skipulagsatriði. Hér er um það
að ræða að gefa hlutunum rétt nöfn. Þau krefjast að vísu beinnar
heimildar í fjárveitingum, en trúlega fela þau ekki í sér teljandi
aukningu á rekstrarkostnaði, en myndu væntanlega draga úr
honum, þegar frá liði. Ég hef gert nokkra grein fyrir þessum
nauðsynlegu breytingum á mannahaldi við Kennaraskólann á
áætlun skólans til fjárlaga fyrir árið 1968.
Allar vangaveltur um endurskoðun á skólamálum landsins
eru marklitlar, nema fjármagnsþörfin sé tekin til greina. Það
liggur í eðli lýðræðisins, að alþýða fær það gjarna, sem hún
biður um. Hún fær lúxusbifreiðir og utanfarir, ef hún æskir
þess og útlent bakkelsi heitt af pönnunni með morgunkaffinu,
og hún fær jjetta í staðinn fyrir nýtilega skóla, ef hún æskir
þess.
Allsherjarendurskoðun á skólamálum er úreh hugtak, að Jn í
leyti, ;tð öll framvinda er svo ör, að forystustofnanir allar verða
að hafa aðstöðu til sífelldrar endurskoðunar. Þetta er tvöföld
nauðsyn:
a) Enginn kennari, enginn fræðimaður heldur andlegu lífi
í straumröst hnattfaraaldar nema hann hafi tök á að endurnýjast
sifellt í rannsókn, endurskoðun og prófun eigin hugmynda og
starfa.
b) Enginn kennari heldur fullu starfslífi og starfsþreki, nema
svo sé að honum búið, að fullnægt sé lágmarkskröfum um tök
á því að vera heill í starfi.
Þannig á hvort tveggja að tengjast í lifandi framkvæmd
skylduboð og kröfur verksins og starfsvitund. stéttarinnar.