Menntamál - 01.12.1967, Page 20
208
MENNTAMAL
Hvernig skyldu þeir annars fara að því að senda hitamælinn
sinn til Venusar?
Það vill svo til að ég veil það, og ef ég veit það ekki allt, þá
grunar mig afganginn:
Þeir taka ákvörðun, meta kosti hennar og galla af karf-
mennsku og nákvæmni, kanna verð hennar og gildi. Þeir setja
sér markmið.
Þeir gera nákvæma áætlun í glöggum liðum, færum og áföng-
um.
Þeir vinna af alúð og skyldurækni, með brigðalausri virðingu
á eigin viti, orku og skilyrðum fyrir góðri nýtingu á hvoru
tveggja.
Þeir slaka aldrei á, en þeir gæta skynsamlegs hófs.
Þeir vinna hver fyrir sig og í sameiningu, þeir styðja hver
annan, þeir miðla hver öðrum reynsfu sinni og þekkingu.
Þeir prófa afltaf dæmin sín, áður en þeir lelja þau rétt
reiknuð.
Þeir vita, að undanbrögð og lygar, smálygar og stórfygar, fyrir
sjálfum sér eða öðrum, ónýta verkið og kaffæra markmiðið.
Utkoman úr skakkt reiknuðu dæmi kemur jafnan yfir höfuð
síns reiknimeistara.
Þetta veit ég og ýmislegt fleira.
En mig grunar, að fullur drengskapur í öllum samskiptum,
virðing á mannhelgi í hversdagslegu dagfari, mannfegur trúnað-
ur, mannlegt traust og einföld góðvild varði einnig leiðina að
markinu. Þannig fara að allir góðir drengir, sem keppa að
skynsamlegu marki, og við viljum öfl keppa að skynsamlegu
marki.
Þeir báðu guð að hjálpa sér, sem áttu að neyta og njóta vatns
úr Brunnmelslindinni. Guð hjálpi þeim einnig, sem búast við
vetri á hnattfaraöld.
Kennaraskóli Islands er settur í 60. sinn.