Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL
209
Bókasafn S. I. B.
Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi S. I. B. á undan-
förnum árum. Við gildistöku laganna um kjarasamninga
opinberra starfsmanna árið 1968 jókst að miklum mun
vinna við að afla gagna og rökstyðja tillögur stéttarinnar í
kjaramálum, jafnframt því sem oftar var leitað til sambands-
stjórnar um fyrirgreiðslu, bæði af einstaklingum og aðild-
arfélögunum.
Á fulltrúaþinginu 1964 var samþykkt að taka til eigin
nota allt húsnæði S. í. B. að Þingholtsstræti 30, koma þar
á fót safni innlendra og erlendra bóka og tímarita um
kennslu og uppeldismál, svo og safni innlendra og erlendra
kennslubóka, kennslugagna og áhalda, enn fremur safni
hvers konar innlendra og erlendra gagna um félags- og kjara-
mál kennara.
Þingið heimilaði sambandsstjórn að ráða starfsmann,
þar sem augljóst var, að ekki varð hjá því komizt, að sam-
bandið hefði föstum starfsmanni á að skipa til að sinna
þessum viðfangsefnum.
Hugmyndin með stofnun bókasafnsins var að veita kenn-
urum almennt greiðari aðgang að þekkingu á sérsviði sínu
og auðvelda þeirn að fylgjast með nýjungum. Þetta var
mikið iyrirtæki, sem hlaut að hafa langan aðdraganda.
Fyrst þurfti að gera húsriæðið vel úr garði, endurbæta
það og lagfæra, kaupa húsgögn og innréttingar. Að því loknu
var hafin öflun bóka.
í septemberlok var búið að korna fyrir og skrásetja rúm-
lega tvö þúsund eintök bóka, og var þá talið rétt að opna
safnið og hefja útlán. Af því tilefni bauð stjórn S. I. B.
ýmsum þeim, er stutt höfðu að framgangi málsins, ásamt